Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1948, Page 12

Fálkinn - 29.10.1948, Page 12
12 FÁLKINN FREDERIK MARSCH: ELDFLUGAN 12. Amerísk lögreglusaga & Hún fann að Lock Meredith horfði á Ijakið á lienni. En það var engin huggun í því. Hún vissi að Cornell var með skammbyssu. Hann gat tekið til sinna ráða áður en Meredith gæti skorist í leikinn. Eftir dálitla stund stóð Cornell upp. Þau fóru í lyftunni upp i herbergi sin og sóttu töskuna með peningunum og liann kom henni til geymslu hjá ármanninum. Svo fengu þau bifreið að Melville Bar. Þar var talsvert komið af gestum er þau komu. Mcðal annars tók Ben Cornell eftir manninum með trúhoðsandlitið, sem hann hafði séð á gistihúsinu og felldi sig svo illa við. En þó hafði liann vit á að láta eins og liann sæi hann ekki. Þetta var lítill veitingasalur en húsgögn- in einkar -vönduð og falleg málverk á veggjunum. Ágæt hljómsveit sat á palli á miðju dansgólfinu. Þó að salurinn væri meira en hálffullur var enginn að dansa þarna. Það var eins og fólkið biði eftir merki um að það mætti hætta sér út á gólfið. Helen Truby var nýsest. Hún lét augun hvarfla um salinn, og liún studdi kreppt- um hnefanum fast á borðið, en að öðru leyti sáust þess engin merki að henni var mikið niðri fyrir, er hún kom auga á blaðaljósmyndarann Dave Dott frá New York, ásamt bráðlaglegri svarthærðri stúlku. Dave lagði frá sér brennandi vindling- inn og lyfti kokkteilglasi sínu til Jessicu. En Helen skildi þetta svo sem hann væri að Iieilsa henni. Á milli þeirra fór ósýni- legt „velkominn, kunningi.“ Skömmu síð- ar stóð blaðaljósmyndarinn upp og dans- aði út á gólfið með fallegu stúlkuna sína í faðminum. Þetta var auðsjáanlega merkið sem unga fólkið í Alhany hafði beðið eftir, þvi að vörmu spori var orðinn troðningur á dansgólfinu. Negrahljómsveitarstjórinn gefði bylmings hávaða og jók liraðann að mun. „Þeir liafa fyrsta floklcs píanista þarna,“ sagði Helen. Cornell kinkaði kolli. Hann gat ekki haft augun af „trúhoðanum1. „Skemmlið þér yður ekki?“ spurði hún. „Eg hefi fengið höfuðverk .... Það batnar þegar ég hefi fengið meira að drekka .... Þjónn, þokið þér hingað!“ Helen tók eftir að mörg glös og stór voru sett fyrir framan hana, og að ein- hverju var hellt í þau öll. Hún hafði ekki augun af dansgólfinu. Ilvað var Dave eig- inlega að gera hérna — og svo með þess- ari stelpu? Hafði Lock gert orð eftir þeim? Hún þekkti ekki bessa stúlku, en hún var lagleg — en kannske full óstýrilát. „Ætlið þér að fylla mig?“ spurði hún Cornell. „Þvi ekki það, hver veit nema klakinn á milli okkar hráðni þá.“ Helen gat ekki stillt sig um að hlæja. Hlátur sem hljómaði óviðkunnanlega í eyrum hans. „Hversvegna eruð þér að hlæja?“ spurði hann. „Þér eruð talsvert rogginn,“ muldraði Helen. Cornell vissi ekki hvort hann átti að verða upp með sér, eða livort þetta var sneið. Hann lók það ráð að hella í glösin úr einni af flöskunni af þeim fjórum, sem stóðu á vinstri hönd honum — og drekka vænan teyg. Honum var nú farið að liða betur. Til helvitis með allar áhyggjur. Þeg- ar öllu var á botninn hvolft var þessi lög- regla ekki annað en liópur af klunnum og ldumbufótum, sem liann átti auðvelt með að snúa af sér. „Þér eruð yndisleg, Helen,“ sagði hann hás. En borðdama hans svaraði ekki. Það var hlé á dansinum. Dave Dott skildi við dömu sína og lét hana fara eina að borð- inu. Eitt augnablik datt Helen í hug að að liann ætlaði að koma að borði þeirra Cornclls — en hann gekk fram hjá án þess svo mikið sem depla augunum, og settist hjá Lock Meredith. „Eigum við að dansa?“ sagði Cornell. Hann slóð upp og ýtti stólnum sínum frá borðinu. Helen stirðnaði — hún sat með andlitið gegnt inngöngudyrunum í salinn og gal séð alla sem inn komu. Á breiða þrepinu fyrir innan dyrnar stóð ungur maður. Hann sveigði skrokkinn ofurlítið fram og aftur, eins og hnefakappi, sem ætlar að gera atlögu. Höndin var djúpt á kafi í öðrum jakkavasanum. Þetta var bóf- inn Spoke. „Bíðið þér svolítið við,“ sagði hún og lagði höndina á liandlegg Cornells. I sömu andránni sá hún að stúlkan, sem hafði setið hjá Dave, náfölnaði og stóð upp frá borðinu og flýtti sér þangað sem þeir sátu Meredith og Dave. Bófinn hélt rakleitt áfram. inn í salinn. Hann gekk rétt hjá þeim Helen og Cornell. Ilún sá hvernig loðskinnakaupmaðurinn kipptist við þegar liann þekkti bófann aftur. Spoke nam staðar við horð Mercdiths. Það var ekki lengra frá en svo, að Helen gat heyrt ískrandi röddina í Spoke. „Komdu, Bahy .... Það er maður liérna úti, sem vill tala við þig.“ „Eg fer ekki fet af frjálsum vilja,“ hvæsti Jessica. „Jæja, viltu að ég beri þig?“ Spoke rétti fram berar lúkurnar, eins eins og hann ætl aði að taka hana upp. í sama bili skall hnefahögg á höku hans. Spoke spýtti rauðu. Hann riðaði undan, að borðinu sem stóð bak við liann. Dave og Meredith höfðu sprottið upp og stóðu sinn hvoru megin við stúlkuna. Sum- ir næstu gestirnir höfðu líka staðið upp, tneð undrunina uppmálaða í ásjónunum. Það mátti lesa út úr þeim að það þætti eklci fínt að berjast um stúlku á opinber- um skcmmtistað. Spoke hallaðist aftur og studdi háðum liöndum á slólinn fyrir afan sig. Allt í einu rétti hann úr sér, skammbyssa blik- aði í liendi hans. Negraliljómsveitarstjór- inn hafði einmitt lyft hendinni til merkis um að byrja nýtt lag. Hann lét höndina falla og stóð þarna og gapti og enginn í liljómsveitinni byrjaði. Spoke kom sér fyr- ir og sneri baki til veggjar. „Þið skuluð ekki æðrast, gott fólk,“ sagði hann livasst. „Enginn má yfirgefa sæti sitt. Þetta er alvara!“ Spoke benti Jessicu með skammbyss- unni að hún ætti að fara út á dansgólfið. „Dyrnar eru þarna,“ sagði hann svo og brosti. Jess liorfði bænaraugum á Dave Dott. En liann virtist ekki taka eftir því. Spoke gerði sér ljóst að það var úr þeirri átt, sem hann mætti helst búast við óþægind- um. Þessvegna kom honum gersamlega á óvart er maðurinn sem sat á móti Dott þreif viskíflösku og kaslaði henni af afli á höndina, sem hélt skammbyssunni. Flaskan fór í mél. Yiskí og glerbrolum rigndi yfir þá, sem næstir stóðu, og' líka yfir liöndina á Spoke, og það blæddi úr henni. 1 sama bili tók blaðaljósmyndarinn við- hragð og þreif um hlaupið á skammbyss- unni. Skot reið af og kalkdusti rigndi nið- ur úr loftinu. Spoke kreppti hnefann og ætlaði að berja Dave á gagnaugað, en hann beygði sig, og við vindhöggið hrökk Spoke áfram og dró Dave með sér i fallinu. Þeir kútveltust milli borðanna. Dotl liafði náð traustu taki á skammbyssunni ennþá. En nú harst bófanum hjálp, sjálfum sér á óvart. Hann hafði vitað; betur en allir aðrir i salnum, að hann var einn í þessum leiðangri. Hann hafði hlýtt skipun Eld- flugunnar, eins og svo ofl áður, því að það hafði jafnan reynst skynsamlegast. Spoke var ekkerl hræddur um að fara al- einn i veilingasal, sem var troðfullur af fólki sem lionum var fjandsamlegt, og heimta Jessicu framselda. Hann liafði skammbyssuna sína og vissi eiginlega ekki hvað ótti var. Hinsvegar gerði liann sér engar lyllivonir. Ilann vissi að hann var einn á móti mörgum og hafði aðeins sín- um eigin kröftum og skammbyssunni að treysta. Þessvegna varð hann forviða er honum kom hjálp. En eins og oftast fer i áflogum þá kemur einhver til sögunnar sem finnur sig knúðan til að ganga i lið með árásarmanninum. Ýmsir af gestunum frá Albany höfðu fengið fullmikið neðan í því og kipptu sér ekki upp við að sjá ál’log á almannafæri. Og æskulýðurinn var harðskeyttur af fjallaloftinu og íþróttun- um. Ilann kannaðist vel við að lieyra nefnt „sinn undir hvort“ og þessliáttar spak- mæli. Það kom oft fyrir bæði í mennta- skólunum og á háskólanum að gera varð orð eftir lækni, þegar rökræðurnar enduðu með handalögmáli. Spoke fékk hjálp hjá

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.