Fálkinn


Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN _ ♦ iHAB AORÐRA-BÆKVR Stórbrotið og einstakt ritsafn Að veitan 1. Þjóðsögur og sagnir. Árni Bjarnason safnaði og sá uni útgáfuna. Þetta bindi, Þjóðsögur og sagnir, er upphaf af cinu merkasta rit- safni, er koniið hefir út á íslensku. Áætlað er að það nemi alls um 10 bindum. Verður þar í fyrsta skipti safnað saraan í eina lieild öllu því lielsta, er íslendingar i Vesturheimi liafa skráð af þjóðsögum og sagnaþáttum, feröaminiiingum vesturjara, þáttum úr lífi íslensku landnemanna, minningum þeirra heiman frá íslandi o. fl. o. fl. Lesandinn fylgist með hetjusögu vesturfarans, allt frá því að hann leggur á liið breiða haf í leit að framtíðarlandinu vestan Atlantsála, baráttu bans við ótal erfiðleika í lítt numdu landi meðal framandi þjóðflokka, liugðarefnum hans, lífstrú og skoðunum og ræktarsemi og lilýhug til gamla Fróns þrátt fyrir allt. Bók fyrir all^ þá er unna hrifandi ferðasogum og spennandi ævintýrum: Sleðaferð á lijara veraldar Sænskur sex manna vísindaleiðangur leggur af stað austur fyiúr „ystu endimörk siðmenningarinnar“ til að rannsaka dýralíf á þeim slóð- um. — Hér segir einn leiðangursmanna, Sten Bergman, frá för þessari og erfiðri sleðaferð, er hann og kona hans fóru yfir fjöll og firnindi i allt að 40 stiga frosti og fárviðri, stundum á skíðurn, en annars á hundasjeðum. Frásögn þessi er fuli af furðulegustu ævintýrum um frumstæðar þjóð- ir, sem lifað liafa „sínu lífi“ utan við siðmenninguna, en eru nú orðn- ar smitaðar einmitt af henni. ................ 't' Maja Jaderin-Hagfors: 8túlknrnar frá Efri-Ökrnm Það verður ósvikin ánægja að kynnast dugnaðarstúlkunum á Efri-Ökr- um. Og eflaust ver ður jiessi sænska saga talin ein allra besta og skemmtilegasta bok fyrir ungar stúlkur, er út liefír verið gefin hér á landi hin síðari ar. Þar kynnist lesandinn heilbrigðu viðhorfi ungra stúíkna i erfiðu árferði og atvinnuleysi og þcim sannindum, að nú- tíma kvenfólk er fært um annað meira, en „méla á sér andlitið“. STÚLKURNAR Á EFRl-ÖKRUM Ævintgri fgrir börn: Stóri Skröggur ogr flciri sögrnr Þetta er Ijómandi heillandi ævintýri, sem pabbi og mamma jg aðrir vinir barnanna verða að sjá um, að þau fái að njóta. — Stóri Skröggur er lítil bók og ó- dýr -r- en hún veitir mikla gleði. Nýstárleg bók og spennandi. FjTÍr unglinga á öllum aldri: Gunnvor Fossum: Dóttir lögrregrlnstjóraiis Áður hafa birst á islensku tvær unglingabækur eftir þennan vinsæla höfund: „Sniðug stelpa“ og Fia", er kom út s.l. ár. Dóttir lögreglu- stjórans er bráðspennandi og skemmtileg saga, full af fjöri og gáska. Söguhetjan Katrín er dóttir lögreglustjórans, og það er hún, sem set- ur allt á annan endann með æskugleði sinni, hugkvæmni og dirfsku, enda getur dóttir sjálfs lögreglustjórans leyft sér eitt og annað, sem öðrum væri best að láta ógert. öli — segrir sjúlfur frá Myndasaga með 405 teiknimyndum eftir Marcus Hentzel. Sagan er óvenju spennandi og segir frá hrakn- ingum og ævintýrum óla litla og sigursæld hans að lokum Samvinnurit V.: Þeir hjálpuðu ser sjálfir Sjálfsævisaga frá írlandi eftir Patrick Galeger. Bókin er bráðskemmtileg, viðburðarík og atliyglisverð, enda liefir hún hlotið inikla frægð og vinsældir víða erlendis og m. a. verið kvik- mynduð. í einfaldri og minnisstæðri frásögn lýsir liöfundur kjörum alþýðu manna í fátækustu héruðum liins hrjáða írlands, atvinnuleit unglinganna í Bretlandi, hinum i miklu fólksflutningum til Vesturheims og írsku sjálfstæðisbaráttunni. ♦ UókantsáfsD IVorðri, póstholf ÍOI, Itvík. ! ♦ $ t Vilhjálmur krónprins - fyrr- verandi — hefir tapað máli gegn hollensku ríkisstjórninni, sem liann höfðaði til að fá viður- kenndan erfðarétt sinn til hall- arinnar í Doorn, sem faðir hans átti, og svo reiðufé og veð- skuldabréfum, er námu um 2 milljón gyllina. Hefir hollenska ríkið gert allt þetta upptækt. Laglegar kaupakonur. — 1 sum- ar hefir fjöldi stúlkna frá ýms- um löndum farið til Englands í kaupavinnu. Þær fá að vísu ekki hátt kaup, en fá tækifæri til að kynnast landinu og þjóð- inni.— Hér sjást nokkrar kaupa konur frá Noregi vera að fara úr London og i'it í sveit. TIL AÐ FYRIRBYGGJA SLÚÐUR. Fimmtán ára gömul stúlka og 10 ára piltur konni nýlega til prests i Frankfurt og báðu liann að gefa þau saman. Preslurinn reyndi að fá þau til að skjóta hjúskapnum á frest, en pilturinn vildi ekki heyra það nefnt. „Konuefnið mitt hefir sýnt það i þrjú ár, að hún uppfyllir allar þær kröfur, sem hægt er að gera til hús- freyju,“ sagði hann. „Hún hugsar vel um mig, svo að ég liefi ekki yfir neinu að kvarta. Og okkur finnst báðum inál til komið að við giftum okkur. Annars eigum við lika á hættu, að fólk fari að tala um okkur.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.