Fálkinn


Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Áður en banninu létti. Um leið og 12. maí gekk í garð af- léttu Rússar samgöngubanninu við Berlín, sem hafði orðið gagnslítið vegna „loftbrúarinn- ar“ og mínútu síðar afléttu vesturveldin samgöngubanninu við Austur-Þýskaland. Eftir að bannið hafði verið afnumið gckk furðu fljótt að búa járn- brautirnar undir að taka til starfa á ný. llér er járnbrautar- maður að gera í stand á braut- arstöðinni í Friedrichstrasse í Berlín. Listir á mótorhjóli. Eitt hið ■ithyglisverðasta á nýufstaðinni hersýningu í Englandi voru list- ir þær, sem sjö manna hópur iék á mótorhjóli. Jarðarberjaveisla. ítalsi bær- inn Nemi er frægur fyrir góða ávexti og þar er áirlega haldin jarðarberjahátíð. Ganga þá ungu stúlkurnar um göturnar í þjóð- búningum með jarðarberjakörf- ur og að lokum er kosin iarðar- berjadrottning. Hér er drottn- ingarefnið. Kröftug mótmæli. Svona mæla Þjóðverjar gegn eyðilegg- ingu olíuhreisiinarstöðvánna í Dortmund. Við innganginn liang ir brúða i fullri stærð og sýnir hiin verkamann með seðil á bakinu, sem á er skrifað: „Eyð- ingin tók brauðið frá rnér ■— nú er aðeins dauðinn eftir." Söguleg minnistafla. Sveit 9 amerískra herskipa var nýlega í Portsmouth í Englandi en flaggskip sveitarinnar er orustu skipið „Missouri“, sem Japanar voru látnir undirskrifá skilyrð- islausa uppgjöf sína um borð í fyrir fjórum árum. Einn af á- höfninni, John Olson frá Ohio sést hér vera að horfa á töfluna, sem sett var á þilfarið á skip- inu, þar sem uppgjöfin var und- irskrifuð. Otto Abetz, sem var „sendi- herra“ Þjóðverja í París á stríðs árunum og lengi var einskonar fjárhaldsmaður Hitlers og hjálp aði honum til að græða peninga hefir nú fengið sin laun. Réttur- inn í París hefir dæmt hann í 20 ára fangelsi fyrir að hafa sent franska menn í fangabúðir i Þýskalandi. — Myndin er tek- in af Abetz undir réttarhöld- unum. Fánaskrúðganga fyrir kónginn. í desember er afmæli Georgs Bretakonungs og þann dag á fánaskrúðgangan lil heiðurs hon- um að réttu lagi að vera. En Bretum finnst skammdegið óhentugt til slíkra hluta og hafa því afmælisfagnað þennan í júní. Hér sésl lífvörðurinn í fullum skrúða í fánagöngunni. Kaþólskur dagur í Wien. — Vegna þess að „heilagt ár“ er í kaþólskum sið í ár, hafa hátíð- ir miklár verið haldnar m. a. í Wien. llér sést austurríkst fólk í skrúðgöngu í þjóðbúningum sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.