Fálkinn


Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN VITIÐ ÞÉR . . . . ? Maðurinn sem „heyrir“ með þumalfingrunum t að stóru herskipin, sem knúð eru dieselvélum, fá oft eldsney/i um borð þegar þau eru í rúm- sjó? Það er afar mikilsvert á stríðstímum að herskipin geti verið lengi á höfum áti í einu, án þess að koma í höfn. Þess vegna eru olíuskip send til þeirra og olíunni dæll um borð í skipin án þess að þau nemi staðar á meðan. hvers vegna engisprettumynd er notuð sem merki á toppinn á kauphöllinni í London. Það var stofnandi kauphall- arinnar, Thomas Gresham, sem tók upp á þessu, og ástæðan til þess var sem nú skal greina: Einu sinni er faðir hans var á gangi úti á einum vellinum fyr- ir utan borgina, heyrði hann í engisprettuhóp, sem hátt lét í. llann gekk á hljóðið til að skoða þetta nánar, en kom þá auga á nýfætt sveinbarn, sem móðirin hafði borið út. Gamli Gresham tók hvílvoðunginn og fór með hann heim með sér og tók hann sér í sonar stað. Þetta var Thom- að blóðhundarnir eru með mein- lausustu hundum í heimi? Fólk heldur yfirleitt þveröf- ugt. Því að bæði eru hundar þessir æði grimmilegir útlits og svo er nafnið ekki beinlínis meinleysislegt. En það hefir þeim verið gefið vegna þess, að þeir eru af allra besta kyni (blóði). Það var því mikið rang- nefni að kalla Hitler blóðhund. að áður var eyðimörk þar sem eitt frjósamasta garðyrkjuland Bandaríkjanna er nú? Þetta er í Coachella-dalnum, og breytingin er að þakka á- veitu, sem gerð hefir verið þang- að úr Coloradofljóti. Myndin er þaðan og litlu „tjöldin“, sem sjást og eru tilsýndar eins og herbiíðarhvirfing, eru hlífar, sem settar eru yfir melónu- plöntur. as Gresham, og þegar hann kom til vits og ára fannst hon- um hann eiga engisprettunum líf sitt að launa. Heimur hans er myrkur og þög- ull. Næstum því síðan frá því að hann man eftir sér hefir enginn söng- ur ekkert orð, enginn hljómur mann- legrar raddar borist honura. Blind- ur hefir hann verið síðan hann var fjögurra ára. Samt sem áður eru til margar mannlegar verur, sem ég kenni meira í brjósti um héldur en ,loe Hatton. Alla leiðina frá Mancliester til Liverpool hafði ég óttast það augnablik, þegar við snerum i átt- ina til iðnaðarborgarinnar St. Hel- ens. Innan skamms myndi ég í fyrsta skipti hitta eitthvað af þeim 3950 mönnum, konum og börnum í Bretlandi, sem eru bæði blind og heyrnarlaus. Jafnvel hin rólega og hversdags- lega rödd félaga míns, hr. G. A. Schofield, gat ekki róað mi'g. Hann hafði verið yfirumsjónarmaður dauf-dumbra skólans í Manchester siðastliðin 25 ár og var þvi vanur að hitta fólk, sem þannig var ástatt um. Þér mun finnast mjög auðvelt að umgangasl Hatton,“ sagði hann. „Mjög svo lifsglaður ungur piltur." Eg gat ekki trúað honum. Hversu miklu sem hann hafði áorkað með kennslu sinni og þjálfun, þá gat varla verið „auðvelt að umgangast" heyrnarlausan og blindan mann. Og vissulega hlaut „lífsglaður“ að vera of sterkt að orði komist. Eg átti eftir að fá að sjá, að orð hr. Schofields voru ekki sögð út í bláinn. I vinnustofum „Blindrahjálparinn- ar“ var lítið herbergi þar sem grá- hærður, gamall maður á bekk var að gera við stól. Við hliðina á hon- um sat Hatton. Hann var lágvaxinn, grannur, ung- ur maður með dökkt hár og magur i andliti. í fyrstu hélt ég að liann væri sofandi vegna þess að augu hans voru afmynduð, en það voru af- leiðingar heilahimnuþólgu, er hann hafði fengið árið 1932. Hann gat ekki heyrt til okkar og hreyfði sig ekki, fyrr en hr. Sclio- fíeld, sem hafði þekkt liann í nokk- ur ár, tók í öxlina á honum og tók síðan utan um úlnlið lians til þess að stafa kveðjuorð með snöggum merkjum i liendi hans. Andlit hans Ijómaði af ánægju. En þá skeði nokkuð, sein ég mun aldrei gleyma. Hatton losaði hendi sina og lyfti henni upp að andliti hr. Schofields. Fingurnír leituðu að höku lians og eins og ekkert væri eðlilegra, þá setti liann þumalfingurinn á varir honum. „Hallo Jói,“ sagði hr. Seho- field. „Hvernig hefir þú það‘?“ Maðurinn, sem gat ekki lieyrt, svaraði samsundis: „Agætt, ágætt." „Eg hefi komið liér með mann, sem ællar að hitta ]jig, og hann er frá I.ondon.“ „Loridon," endurtók Hatton. Hr. Scofield sagði: “Þetta er hr. Barker." Hatton lét hendina falla frá vör- um lir. Schofilds rétt til þess að taka í hendina á mér, en setti liana svo aftur á sama stað. „Gleður mig að kynnast yður herra Baker,“ sagði hann. „Barker,“ leiðrétti lir. Schofield úm leið og varirnar snertu þum- alfingur hans. Hatton sneri sér þangað sem liann hélt vera í áttina til mín og sagði með afsökunarbrosi: „Afsakið hr. Barker.“ Þá skeði annað ennþá merkilegra. Hatton lyfti vinstri hendinni og setti þumalfingurinn á varir mér. Eg tók eftir mýkt handa hans og fingurn- ir voru óvenjulega grannir með til- liti til þess að hann var vinnandi maður. Eftir þetta talaði hann við okkur báða, svaraði spurningum okkar og hélt uppi samræðum við tvo sam- tíinis. Það var engin þörf á þvi að tala hægt og skýrt. Stundum misskildi hann orð, en harin leiðrétti þau taf- arlaust og án þess að hika nokkuð. Oft komu svör hans næstum því of fljótt, en hljómur þeirra var til- breytingarlaus, líkt og þegar búktal- ari er að verki. „Eru báðir þumalfingur þínir jafn viðkvæmir?“ spurði ég. „Eru báðir þumalfingur mínir jafn Frh. d bls. 11. Eins oij mynd þessi sýnir getur Joe Hatt on auðveldlega hald ið uppi samrœðum, og notfœrir hann sér þumalfingurna tii þess að hlusta á þá, sem hann ræðir við. «

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.