Fálkinn


Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 39. ÚT í OPINN DAUÐANN — Gjaldið sem Rússland heimtaði fyrir að styðja Hitler var að Þýskaland skyldi al'sala sér öllum réttindum í Eystrasalts- löndunum, og að Þjóðverjar sem höfðu húið þar í mörg hundruð ár skyldu verða á burt þaðan. Hugsið yður hvílíkt kjafts- liögg þetta væri fyrir hvern þjóðrækinn Þjóð- verja, hverrar stjórnmálaskoðunar sem liann svo var. Hyggnustu nasistarnir fóru að sjá, að ef Hitler ekki fengi sæmilegan frið við vesturveldin, frið sem tryggði lion- um iandvinninga í Póllandi í sárabætur fyrir það sem hann hafði misst í Eystra- saltslöndunum, þá væri úti um völd hans. Af því að Þjóðverjar gátu ekki sigrað bandamenn 1914—’18 er það alveg öruggt að við getum ekki sigrað þá 1939—’43. Með þvi að sigra í leiftursóknum meðan hann er á hátindinuin getur Hitler kannske tek- ist að halda vinsældunum eitthvað áfram og fresta ósigrinum. Ef liann ræðst á Hol- land og Belgíu getur það lengt stríðið um eilt ár. Ef hann getur talið Stalin á að ráðast á Ungverjaland þannig að þeir skipti Rúmeníu á milli sín, getur það lengt strið- ið um tvö til þrjú ár. En Rússland styður i rauninni ekki Hitler, og jafnvel þó að það gerði það eru hvorki hráefnahirgðir eða landbúnaðarafurðir þess svo miklar að það geti séð liergagnasmiðjum Þýskalands fyrir hráefnum eða sent okkur nægilega mikið af mat. Þess vegna er lokaósigur Hitlers óhjákvæmilegur. — Það er áreiðanlegt, sagði Gregory. — Og á eftir verður kannske England og Frakkland að lijálpa Þjóðverjum gegn Rússum. — Eg efast um að það verði nauðsynlegt, að minnsta kosti ekki i okkar tíð, en marg- ii Englendingar halda það. En við skulum nú vikja aftur að Grauher. Því fljótar sem við ljúkum við hann því fyrr getuin við farið að tala um okkur sjálf. -— Grauber og hans nótar spyrja sjálfa sig hvað verða muni þegar Hitler er fall- inn, hélt hún áfram. — Þeir óttast að kommúnistabylting komi yfir landið og að af lienni leiði kvalafullan dauðdaga allra nasista. Getta þeir hindrað það? Til þess er aðeins ein leið. Við Þjóðverjar erum löghlíðið fólk. Við sönnuðuin það með því að gerasl ekki bolsjevikar í fyrri bylting- unni. Og hægt er að afstýra nýrri byltingu með því að herinn taki völdin nógu snemma. Allur fjöldinn kýs hereinræði fremur en að skríllinn fari rænandi og ruplandi um borgirnar og allt lendi í vit- leysu. — Grauber er þá að hugsa um að segja skilið við húsbónda sinn og hina heimsk- ari stéttarbræður sína? Hún hristi liöfuðið. — Það hefi ég ekki sagt, en ég hugsa að hann undirbúi jarð- veginn, ef þetta kynni að reynast nauðsyn- legt. Eins og ég hefi sagt leikur hann tveimur skjöldum í augnablikinu. Hann reynir að afla allra hugsanlegra upplýs- inga hjá mér til þess að nota þær nasist- um í hag meðan mögulegt er að þeir haldi völdunum. Persónulega er ég sannfærð um að ekki er hægt að kaupa bandamenn fyrir nokkurt verð núna, en Hitler hefir verið meistari í því að koma fram óvæntum stjórnarráðstöfunum. Það verður maður að játa. Og Grauber og lians nótar halda að ennþá sé hægl að komast að samkomulagi við vesturveldin með því að nota Stalin sem fuglahræðu, skjóta hlutlausu þjóðun- um skelk i bringu og fá Roosevelt til þess að miðla málum. Hitler missir vitanlega álit við' slíkt skref, en hann missir ekki allt. Hann verður der Fiíhrer eftir sem áður. — Svo lengi sem nokkur von er heldur Grauher áfram jafn ótrauður og hingað til og jafn miskunnarlaus. Hann hefði aldrei fengið jafn háa stöðu og liann hefir, hjá nokkurri annari stjórn. Þess vegna gerir liann það sem hann getur til þess að Hitler haldi völdunum þangað til í síðustu liig. En hann vill gjarnan koma sér vel við mig til þess að hafa gagn af mér ef þörf gerist. — Og hvað liafð þér þá sjálf upp úr þessu? spurði Gregory. — Eg hefi ekkert haft upp úr því liingað ti! nema það, að nasistar sletta sér ekki fram i það, sem ég er að gera meðan ég kém mér vel við Grauber. En þegar frá liður getur liann orðið maður, sem mikið veltur á. Hann gegndi ýmsum háum stöð- um innan nasistaflokksins áður en hann varð forstjóri erlendu deildarinnar. Herforingjarnir þora ekki að hefjast handa fyrr en allt er undirhúið. Þeir verða að vita hverjum treysta má og hvaða her- foringjar starfa í Gestapo. Grauher getur sagt mér það. Ef Grauber heldur að hann sé i hættu þá kemur hann til mín. Þá segir hann að hann hafi alltaf verið vinur minn og biður mig um að leggja gott orð inn fyrir sig hjá herforingjunum. Og þá get ég heimtað af honum allt sem liann veit gegn þvi að honum verði þyrmt. Gregory fyllti glasið sitt og kinkaði kolli. Þetta litur dável út! En víkjum nú að mínu hlutverki. Án þess ég vissi höfum við stefnt að nákvæmlega sama marki síðustu vikurnar. Það var leiðast að við vissum ekki hvort af öðru fyrr. En það er ekki nauðsynlegt að gera Grauber nein tilboð. Nafnalistann get ég útvegað, yfir herforingj- ana sem eru í Gestapo. — Svo? hrópaði hún. — Hafið þér list- ann? Getið þér gefið alveg áreiðanlegar upplýsingai um hvaða herforingjar eru i Gestapo? Já. Breskur njósnari náði i listann rétt áður en stríðið hófst. llann er í örugg- um höndum i Berlín. Og með listanum er hréf, undirritað af áhyrgum stjórnmála- mönnum, sem tryggja Þýskalandi heiðar- legan frið ef liershöfðingjar taki völdin af nasistum. Erindi mitt er að ná í þessi tvö skjöl og afhenda þau liershöfðingjan- um, sem er foringi samsærismannanna. — Þetta er dásamlegt — stórfenglegt! Hún klappaði saman lófunum og augun ljómuðu. — En hvað ég er glöð yfir að hafa skilið þessa litlu víshendingu eftir i Londan. Það var áhætta fyrir yður. Ef nasista- njósnari hefði heyrt það sem þér sögðuð við þennan Jimmy þá hefði verið úti um vður. Kannske. En ég þóttist nokkurnveg- inn viss um, að ef Jimmy segði frá, þá mundi liann segja það ensku fréttaþjón- ustunni og engum öðrum. Hvers vegna töluðuð þér ekki greini- le.gar? Eg hafði ekkert umhoð til að gera það. Eg vissi ekki lieldur að striðið mundi skella svona fljótt á, og hafði ráðgert að fara stutta ferð til Ameriku. Ef Gestapo hefði snuðrað uppi það sem ég sagði og fari að rannsaka hjá herforingjaráðinu, var það engu nær. Liðsforingjarnir mundu hafa kallað þetta meiningarlausan þvætt- ing úr einhverjum fyrrverandi höfðingja. Og svo hefði ég fengið bendingu um að verða kvrr í Ameríku fyrst um sinn. Þér hefðuð þá ekki getað komið aft- ur til Þýskalands svo lengi sem nasistar sátu við völd. Það er satt, en hvaða máli skiptir það, þegar ekki var nema örlítill möguleiki á að áformið gæti tekist. Mér finnst það enn dásamlegra að þáð skuluð vera þér, sem eigið að hjálpa mér að reka erindið, sem ég hefi tekið að mér. — Já, ég skal hjálpa yður. Þér getið ekki ieikið Grauber. Þér þurfið hjálp til að komast til Berlín, önnur föt, annað gerfi. Þegar Grauher uppgötvar að liann liefir liaft tvífara í Munchen, er þessi tvífari horfinn án þess að hafa skilið eftir nokk- urt spor. Við skulum hafa búið til góða áætlun áður en birtir af degi. Eg var viss um að ég gæti treyst yður uridir eins og ég kom inn í þetta herbergi, sagði Gregory. Og það verðurv erfitt fyrir mig að komast burt frá Munchen án þess að njóta hjálpar yðar. Eg hefi ekki lokið erindi minu fýrr en ég liefi fengið að vita hver það er, sem ég á að afhenda skjölin, som ég á að taka við í Berlín. Þess vegna kom ég hingað til þess að tala við Eriku von Epp. Hún fór hjá sér. - Mér er ómögulegt að segja frá því. — Ha? hrópaði Gregory. — En þér hljót- ið að vita liver það er? Hverjum munduð þér liafa afhent listann yfir herforingjana í Gestapo, ef þér hefðuð fengði hann hjá Grauber? Jafnvel þó að þér vissuð ekki hver foringi samsærisins er þá þeklcið þér vafalaust einhvern, sem er honum nákom-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.