Fálkinn


Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VHorftf U/fiHbURNIft rS+',fS^',<,'S,'SSSS,',','S,',',','SS,','S,',',',',fS,',i,S,'S.',',',<,,','SS‘S*<SS,'Sy'S>', Hættulegt starf. í dýragarðinum í Randers lenti verðinuin i bardaga við fimm me.tra langa pýton-nöðru. Þessi tegund er ættuð úr Suðaustur-Asíu. Naðran slapp úr búrinu og hafði hringað sig við miðstöðina, Tveir verðir reyndu að koma benni inn í búrið aftur, með einskonar háf, en þegar hún var komin hálf í háfinn, sló hún með halanum, svo að vörður- inn missti liáfinn. Og nú var naðr- an orðin reið. Hún réðst á mann- Honum vildi það til happs að hann náði taki í linakkadrambið á henni, en hann varð að taka á þvi, sem hann átti til, þegar hann var að koma henni inn i horn á slönguhús- inu. Þar liafði hún ekki ráðrúm til að berja með halanum og varð loks- ins að láta i litla pokann. Það er ekkert gaman heldur að lenda i illdeilum við suma brodd- gelti, þó að þeir séu ekki eins hættu- legir og pýton-naðran. Þeir skjóta nefnilega af boga þegar þeir verða reiðir. Þegar þeir skella skottinu lirökkva úr því smáörvar, sem þjóta gegnum loftið og stingast í það sem fyrir verður. Tii dæmis ganga þær inn í tré. Og svo er meira að segja agnhöld á þessum broddum, svo að illt er að draga þá út. Það er þvi ekkert spaug að verða fyrir skot- hríð þessarar broddgaltartegundar, enda forðast önnur dýr hana þar seni hún lifir villt, en það er i Klettafjöllunum í Norður-Ameríku. Fyrir nokkru fékk dýragarðurinn í Kaupmannahöfn fjögur af þessum kvikindum. Þau kunnu víst illa við sig í nýja heimkynninu því að þau höfðu allt á hornum sér, og einn vörðurinn særðist illa á hendi af broddum frá þeim. Börn á Samó. A Samoaeyjum í Kyrrahafinu dáist fullorðna fólkið að öllu því sem börn- in gera, og í hvert skipti sem strák- ur eða stelpa hefir lært eitthvað nýtt er haldin veisla. Það er veisla og ba.ll þegar barnið lærir að skriða og önnur ekki minni þegar það get- ur staðið á fótunum og allir þorps- búar eru boðnir og svo er sungið og dansað alla nóttina. Það er gaman að vera barn á Samoa — en þó svo best að barnið sé heilbrigt. Því að afturkreystinga hirða foreldrarnir ekkert um. Þau eru látin út í skóg og látin eiga sig, og þar svelta þau þangað til eitthvert villidýrið kemur og étur þau. lljá mörgum frumþjóðum er það siður að börnin fari úr foreldra húsum þegar þau eru sex til átta ára. Þau stofna svo sérstakt ,,þjóðfélag“ fyrir sig, þar sem þau ráða öllu sjálf. Foreldrarnir þurfa ekki að sjá þeim farborða því að þarna er frjó- samt og nóg af ávöxtum og berjum til að seðja hungur sitt á. Það er eitthvað annað en hjá okk- ur. Hvað munduð þið segja ef þið færuð að sjá um ykkur sjálf sex ára, og þyrftuð ekkert að læra? KVIKMYNDASALA U.S.A. Útflutningur Bandaríkjanna af á- teknum og óáteknum kvikmynda- ræmum varð minni á síðasta ári en 1947, segir verslunarmálaráðuneyti U.S.A. Árið 1948 voru fluttir út 116.885 kilómetrar af óáteknum kvik- myndaræmum en það var 15% minna en 1947. Af áteknum ræmum (kvikmyndum) voru fluttar út 89.- 817 kílómetrar, sem er aeins minna en 1947. Andvirði óáteknu kvik- myndaræmunnar var 6.652.873 doll- arar, en átekinnar og framkallaðrar kvikmyndaræmu 8.511.454 dollarar. COLA VMKta/R ,,Slökkviliðið" kemur á vettvang. Skrítlur Túnvarpi dýravinarins. Neersýni maSurinn leygur pening- ana sina á bankann. ÓÞARFI AÐ FERÐAST. Verðið á járnbrautarfarmiðum hef- ir verið tvöfaldað í Jugoslaviu síðan 1. mars, og ástæðan sem gefin er fyrir þessu er sú, að fólk ferðist ó- þarflega mikið. En ýmsa grunar að ráðstöfunin sé liður í baráttunni gegn skuggamarkaðnum. Bændur gera nefnilega mikið að því að fara i kaupstaðinn ineð afurðir sinar og selja þær þar fyrir hærra verð en Einvígi með dósahnífnm. ákveðið er. En ef þessar ferðir hætta að borga sig þykir liklegt að dragi úr kaupskapnum. TÍU ÁRA MÓÐIR. Tíu ára gö'mul svertingjatelpa ól barn í vor á fæðingarstofnun í Wilmington. Barnið vóg 13,3 merk- ur. Fæðingarstofnunin neitaði að gefa upplýsingar um nafn foreldr- anna til þess að hlífa þeim við ó- þarfa gauragangi i blöðunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.