Fálkinn


Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.10.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Gegnum perluhliðið EG sit á þrepunum í'yrir utan Konserlhuset og styö bakinu upp að einni súlunni. Tuttugu skref frá mér bruna stórar, gljá- andi bifreiðar upp og niður Kungsgatan, og fínar dömur og lierrar ganga um og leiðast, án þess sem svo mikið sem lita i alla ljómandi búðargluggana, nema rétt til þess að spegla sig um leið og þau fara lijá. Eg sit i skugga gosbrunnsins einkenni- lega, með öllum ofurlöiigu myndunum; það er eins og þær svífi i lausu lofti og virðast eins og tré þar sem þau ber við næt- urhimininn fyrir ofan mig. — Birgir! segi ég við sjálfan mig. Nú ert })ú Guðs barn og hefir fundið náð og hvíld, sam- kvæmt því sem liann sagði mað- urinn með fallega kaskeytið á höfðinu. En livers vegna fagn- ar sál þín ekki, úr því að þú erl Guðs barn, eins og kaskeytis- maðurin sagði, Þessi sem spil- aði eins og herforingi á ]iar- moníkuna sína. Nú er ])ess að geta að ég er ólmur í hljóðfæraslátt, Og enda söng líka, ef því er að skipta. en ekki fiðlu, trumbu eða ldari- nettu — það eru ékki mínir menn. En má ég fá liarmoníku og svo mann sem kann að handleika hana, þá er hægt að fá fnig til að gera allan skrattann. Eg fæ sjö manna afl og dansa heilan laugardag — í eihni lotu, og það er vitleysa af mér, segir hún mamma, en ]>egar maður hefir sveiflað öx- inni og reitt hana að rótum trjánna i heila viku þá er það hrein livild að sveifla stúlkun- um ofurlítið til tilhreytingar, og i minum lieimahögum hefir maður ekki aðrar skemmtanir en þær, sem maður veitir sér sjálfur. Mér lynti vel við alla þá, sem með mér voru í bragganum, sá um mitt vei’k og vann minn tilsetta tima með kurt og pi þegar ég átti að vinna, en sá eini sem ég var verulega sam- rýmdur og leit upp til var danskur maður, hár og bjartur og hét Jens Ágúst. Það gæti verið sænskt, enda hefi ég al- drei lieyrt neinn liallmæla hon- um fýrir að vera eklci sænskur. Svo gerðist það fyrir viku að við Jens Ágúst komumst að þeirri niðurstöðu, að það væri að vísu gott að vinna fyrir pen- nigum, en þó ennþá betra að eyða þeim og' fá eitthvað fyrir þá. Það liafði kostað okkur mik- ið strit að eignast tvö hundruð krónur i budduna - - maður lifir ekki heldur ókeypis i skóg- inum. Heyrðu, Jens Ágúst, sagði ég við hann. Við skulum fara til Stokkhólms, og þú getur verið til húsa lijá henni móður minni í Skeppargatan þangað til þú færð nýja at- vinnu! Jú, Jens Ágúst var til í það, og um nónið liéldum við jnnreið okkar í bæinn. Við skulum fara í Djur- fárden, sagði Jens Ágúst und- r eins, —hann liafði heyrt sitt af hverju um hvað Stokkhólmur íafði að hjóða fólki, sem vill skemmta sér. Við förum í Djur- lárden á Skansinn á tVöjesfaltet. Hvernig væri að við heim- .sæktum hana inönunu fyrst og Iþvæðum ferðarykið úr augna- ttrókunum á okkur, sagði ég, en það var ekki við það kom- andi. Jens Ágúst sat við sinn keip. Svo löbbuðum við upp Vasagatan og beygðum inn i Kungsgatan. Hvaða turn er þetta? spurði hann og benti á Drottningtárn- el er við konium upp á Hötorget. .Ta, það er bara svona eins- konar turn, sagði ég. — Það hlýtur að vera gott út- sýni þarna, ef maður kæmist upp á annað borð, sagði Jens Ágúst. — Þú getur bölvað þér upp á það •— hesta útsýnið á norð- urlöndum, svaraði ég. Bara að maður gæti kom- ist þangað. Og ef þar væri verts- hús þarna uppi, sagði Jens Ágúst og glápti upp og ofan fimmtán hæðirnar, eins og kýr á rauðmálaða hurð. Það er veitingaslaður þar. Við skulum bregða okkur upp, sagði ég, og svo fórum við inn í lyftuna. En þegar Jens Ágúst var sestur við eitl veitingaborð- ið í turninum vildi hann ekki hreyfa sig þaðan aftur. Það fer vel um okkur hérna, sagði hann. IJvað ætli við eigum að gera á Skansinn, þeg- ar hér fæst allt sem lijartað girnist. Við erum nærri því uppi í himnaríki. Og hann át og drakk og drakk og át og varð fullur og sprakk — það er að segja, hann varð að lineppa frá sér vestinu en magállinn hélt. Eg þoli hiiis vegar ekki inikið og þess vegna fór ég upp á þakpallinn efsla til þess að kæla á mér sviðin og horfa yfir borgina, sem er fegurst allra. Myrkrið var dottið á og ljósin tendruðu um alla borgina, og á diinmbláum himninum gægðusl stjörnurnar fraih, eins og göt hefðu verið gerð á himinhvolf- ið með títuprjónum. Eg var gagntekinn af hátíðleik og gleði. Og ávo gerist það að ég heyri harmoníkuspil og söng, undur- samlega angurblíðan og hjarta- grípandi, gegnum hávaðann og þysinn á götunni. Hjarta mitt varð þrungið af hamingju og augun fylltust af tárum. Eg lét Jens Ágúst vera Jens Ágúst og renndi mér niður i lyftunni. Það var á Hötorget sem verið var að spila og syngja. Eg tróð mér inn í mannfjöJdann og hlustaði með opnum eyrum og bljúgum hug, líka þegar þeir voru að hiðja og tala um Jesú og náðina. Það var fallegt og rétt, þetta sem þeir sögðu, svo að ég tók undir og hrópaði líka Hallelújá alveg eins og' hinir. Og hópurinn stækkaði á torg- inu og stækkaði meir, en ég stóð innarlega í lionum og mér fannst eins og ég væri innan um bræð- ur og systur. í fremstu röðinni beint fyrir framan mig stóð kona, sú fallegasta sem ég hefi nokkurntima séð, lagleg og ein- staklega þokkalega klædd og andlitið svo Ijómandi, alveg eins og það væri skorið í fíla- bein. Eg gat ekki haft augun af henni, og röddin svellandi eins og básúna - mikið andskoti gat hún sungið ■ já, nú veit ég hvernig englarnir syngja. Aldrei liafði ég búist við að lifa örlaga stund mína i Hjálpræðishern-^ um, sagði ég við sjálfan mig. En úr því að það átti að vera svo......ég flýtti mér til baka upp i turninn. Jens Ágúst, flýttu þér ■— komdu með mér, örlagastund- in mín er komin! Hann sat enn og þambaði þarna uppi. Hann var orðinn rauðblesóttur og augnalokin blýþung, en meðvitund hafði Iiann ennþá. Hvernig lítur hún út? spurði liann. Hann vissi svo sem tivað á spýtunni hékk. Komdu með mér og sjáðu! IJún er undraverk, — engill! sagði ég og togaði í liann og hjálpaði honum til að standa upp og til að borga og til að finna fatagevmsluna og fæturna á sér, en þegar við vorum komn- ir niður þá bráði alveg af hon- um aftur. En í staðinn fór að svifa meira á mig og þelta á- gerðist eftir þvi sem ég kom nær hópnum á toginu. Nú tróð ég mér gegnum fjöldann frá liinni hliðinni, svo að við lentum i fremstu röð og við hliðina á lienni. Eg kastaði höfðinu til að sýna .Tens Ágúsl tivar hún væri, og var stoltur eins og hani þeg- ar hann gaf mér' olnbogaskot á neðsta rifið til þess að votta hrifningu sína og aðdáun. Þarna stóð ég vjð Iiliðina á Iienni og það var sungið og það var sjiilað á liarmoníku. Eg var máttlaus í hnjánum af unun, þó að öðru leyti þendist ég út eins og ljón af djörfung og kröftum. Og meðan á þessu stóð gekk ein af frelsismeyjunum um og trufl- aði sönginn og bænargerðina með því að liringla sníkjublikk- dósinni, og fólk gaf sinn skerf. Hin fagra við hliðina á mér lagði sitl til hún var með öðrum orðum ekki i sjálfum hernum. Mér var siður en svo á móti skapi að uppgötva þetta. Einkennisbúningarnir gera bæði menn og konur ómanneskjuleg og durgaraleg. Svo gekk nú yfirstýrimaður- inn fyrir þessu öllu fram — sá með kasskeytið og harmonik- una, og' lalaði nokkur orð um ^ synd og náð og fordæming, og spurði hvort hér væri nokkur sem vildi gefa Jesú líf sitt. Þá t skyldi sá Iiinn sami öðlast sælu og frið og margt annað í kaup- hæti. Ilallelújá! svaraði allur söfnuðurinn einum rómi, en engir af áhorfendunum urðu við áskorun kaskeytsins. En nú fannst mér tími lil kominn að ég gerði hreint fyrir mínum dyrmn. Eg steig ofur- litið fram og ræksti mig og sagði, að ég hefði oft lieyrt hana móður mína tala um að ég væri sunnudagsbarn og ætti að gefa Jesú líf mitt, og nú i kvöld langaði mig lil að láta verða af þessu. Og, bætti ég við um leið og ég tók upp veskið mitt. — Eg hefi hérna nærri því þrjú hundr- uð krónur, sem ég liefi önglað saman með stritvinnu og í sveita andlits mins. Hundrað ætla ég að gefa til merkis um, að mér sé alvara. Komdu Iiérna með byssuna þína! — Lofaður veri Guð, sagði einkennisbúni maðurinn um leið og ég tróð seðlinum i rifuna, og maðurinn með liarmonikuna hóf nú að spila þakkargerðar- sólin og allir tóku undir — líka sú úlvalda mín. Það var svo að sjá sem hún kynni alla sálma. utan að. Eg á engin orð yfir hve myndarleg hún var. Eg leil til hennar og brosti og hún lcit á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.