Fálkinn - 22.06.1951, Síða 2
2
FÁLKINN
Jóhannes IJjartarson fyrrv. afgreiðslu
stjóri hjá Eimskip, varð 85 ára. 19.
þ. m.
SIR HARTLEY SHAWCROSS
breski „justitskanslarinn.“
Útvarpssenclirinn mji á Vatnsendaliæð.
Hýr útvamtsendír tekínn i nothnn
Meðal ýmissa stórtíðinda, sem gerð
ust á þjóðhátiðardaginn, siðastl.
sunnudag, er sérstaklega vert að geta
þess, að þann dag var tekinn í notk-
un nýr sendir á rikisútvarpsstöðinni
á Vatnsendahæð. Með því er stórlega
aukið öryggið á tryggum rekstri
stöðvarinnar. Þvi að gamli sendir-
inn, sem notaður hefir verið alla
tíð síðan Vatnsendastöðin tók til
starfa, var orðinn úr sér genginn
og bilanir ekki fátiðar.
Á föstudaginn var bauð yfirverk-
fræðingur Ríkisútvarpsins, Gunnlaug-
ur Briem iilaðamönnum og útvarps-
ráði upp að Vatnsendahæð til þess
að skoða hinn nýja sendi. Hann er
frá Marconifélaginu, eins og sá
gamli, sem notaður hefir verið sið-
an 21. des. 1930. Miklar framfarir
hafa orðið í útvarpstækninni siðan
þá, og nýi sendirinn er bókstaflega
„allra nýjasta nýtt“ i þessari grein,
því að hann er sá fyrsti af sinni
gerð, sem Marconifélagið setur upp.
Sendirinn er 4 kw. stcrkari en sá
gamli, en þó svo miku fyrirferðar-
minni, að hann tekur ekki nema
tæpan lielming af rúmi gamla send-
irsins. Meginmunurinn er sá, að
hinn nýi er loftkældur en sá gamli
var vatnskældur. Er mikið reksturs-
örggi og sparnaður að henni.En
auk þess eru margar endurbætur
á þessum sendi, ekki síst i þá átt að
bæta tóngæðin.
,veir menn frá Marconifélaginu
hafa annást uppsetningu og prófun
hins nýja sendis. Fyrst var hann
prófaður í verksmiðjunni í tvo mán-
uði og síðan hafa prófanir farið fram
á honum á Vatnsenda álíka langan
tima. Meðal annars var hann látinn
starfa samfleytt i 24 tíma fyrir
nokkru, einkum til þess að ganga
úr skugga um hvort loftkælikerfið
stæðist slikt „Maraþonhlaup“. Hafa
verkfræðingarnir A. T. Dunk og
Stuart S. Spraggs annast allar þess-
ar prófanir einkum sá siðarnefndi,
sem hefir „fylkt“ sendinum síðan
fyrstu prófanirnar byrjuðu í Chelms-
ford.
Árið 1930 kostaði útvarpsstöðin á
Vatnsenda — hús og vélar — um
750.000 krónur. Það er til dæmis
um ,tæringu“ krónunnar, að nýi
sendirinn kostar um 1,4 milljón
krónur, cn í þeim eru að visu inni-
faldar um 300.000 krónur í tolla!
Nú verður gagnger viðgerð og
endurnýjun látin fara fram á gamla
sendinum. Hún mun taka nokkra
mánuði og siðan verður liann not-
aður til vara, ef eitthvað kynni að
bjáta á með hinn. Öryggið fyrir út-
varpsrekstrinum er þannig orðið
hið besta, og Vatnsendastöðin mun
framvegis jafnan getað skilað öllu
því, sem „í hana er látið.“
Nýr
Finnlandssendiherra
Á fimmtudaginn var afhenti liinn
nýi sendiherra Finnlands á íslandi
forseta embættisskilriki sín. Sendi-
herrann, Edward Hjalmar Palin tók
við embætti sínu i vetur, eftir Taa-
janne sendilierra, en frestaði för
sinni hingað til sumarsins. Á föstu-
dáginn var tók hann á móti blaða-
mönnum á heimili finnska ræðis-
mannsins hér, Eiríks Leifssonar.
Sendiherrann lætur vel yfir komu
sinni liingað. „AIls staðar liefir
mér verið tekið opnum örmum,“
segir hann, „og ég geng þess ekki
dulinn, að hér er mikill hlýhugur í
garð þjóðar minnar. Það gleður okk-
iá' Finna, hve mjög samskiptin milli
ykkar og okkar hafa glæðst, ekki
aðeins i verslun og viðskiptum, held-
ur eigi siður í öllu ‘menningarlífi.
ísland, vestasta land Norðurlanda,
hefir færst nær því austasta.“
Palin sendiherra kveðst ekki hafa
getað komist í langferðalög nein
meðan hann dvaldist hér. Krísuvík og
Þingvellir eru þeir staðir, sem hann
hefir náð til. En hann liefir skoðað
söfnin og háskólann og farið í leik-
luis og kynnt sér á þann liátt menn-
ingu þjóðarinnar. „Síðar gefst mér
vonandi tækifæri til að fara viðar um
þvi að landið er jafn merkilegt og
þjóðin. Eg liefi séð austurfjöllin
hérna — hvílíkir litir!“
„Það eru ekki innantóm orð að
Finnar bera virðingu fyrir íslandi,
menningu þess og sögu. í sögu ykk-
ar og okkar eru ýmsar hliðstæður,
sem óneitanlega eru til þess fallnar
að auka samúð milli þessara tveggja
þjóða.“
--------Palin sendiherra á lang-
an starfsferil að baki sér. Þvi að 33
ár eru liðin síðan hann gerðist starfs
maðurutanríkisráðuneytisins finnska
Hann liefir verið fulltrúi og sendi-
herra i 12 rikjum samtals. Síðast var
hann senriherra Finna i Tékkósló-
vakiu.
WINDSOR-H J ÓNIN.
Meðan hertoginn af Windsor var
„Prince of Wáles“ var hann al-
ræmdur fyrir hve glannálega
hann riði, og konunghöllum mönn-
um fannst hætta stafa af því hve
oft hann datt af báki. Ekki vitum
vér hvort hann hleypir hestum
sjálfur ennþá, en víst er um það,
að hann hefir gaman af veðreið-
um. Hér á myndinni sjást her-
togahjónin í sætaröðinni næst
veðreiðabrautinni, vera að horfa
á veðreiðar i franska skemmti-
staðnum Biaritz.
Fulltrúar frá Bandaríkjaher voru
viðstaddir, þegar . Willys-Overland
jeppi var reyndur í kafakstri í Mar-
ineland á Florida. Kom þá í Ijós
að jeppinn gekk á helmingi dýpra
vatni en ætlað var. Verkfræðingar
Willys-Overland tilkynntu þá, að
jeppar þeir, sem fyrirtækið smíðaði
fyrir ameríska herinn, gætu gengið
undir 5 feta vatni. Leyndardómur-
inn er sá, að vél jeppans og rafkerefi
er allt með algjörlega vatnsþétt-
um umbúðum, auk þess sem útblást-
urrörið og innsogið eru útbúin
framlengingum, sem ná upp úr
vatninu.