Fálkinn - 22.05.1953, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
eíni don Richardos. Hann hafði kynnst hon-
um uppi í fjöllum og komist að þeirri niður-
stöðu að þarna væri loksins kominn heiðar-
legur maður til að bjarga Sobrante. Líka
hafði hann einhvern grun um, að Webster
stæði ekki a'veg á sama um þessa byltingu,
— því að hvers vegna hefði hann annars
laumað don Richardo í land? Líklega sá
Webster sér leik á 'borði að gerast hægri
hönd nýja forsetans? Og af því að hann var
sjálfur vinur og skjólstæðingur Websters gat
hann gert sér von um að koma sér innundir
hjá nýju stjórninni.
Hann batt vélbátinn og fór inn í geymslu-
húsið, en þar voru liðsmenn don Richardos
ennþá. Hafði verið útbýtt rifflum og skot-
færum til sjálfboðaliðanna, sem gáfu sig
fram, og þeir voru að fægja byssurnar og
draga gegnum þær. Byrst rödd stöðvaði hann
og hann horfði beint inn í skammbyssuhlaup.
— Hver eruð þér, og hvað eruð þér að-vilja
hér? spurði maðurinn með skammbyssuna.
— Eg er John J. Cafferty, óbreyttur liðs-
maður og síðasti liðsauki í her don Richardos,
svaraði don Juan frakkur. — Hver hélduð þér
að ég væri? Einkaritari Sarros forseta,
kannske? Burt með skammbyssuna yðar, því
að það veit sá sem allt veit, að mér er nógu
órótt samt. Hafið þér nokkuð sem ég get bar-
ist með — eitthvað í lúkurnar?
Maðurinn sem hafði stöðvað 'hann, langur,
kampadökkur sláni frá mexikönsku landa-
mærunum, virti hann fyrir sér tortrygginn.
— Jæja, Cafferty, sagði hann. — Við höfum
ekki fleiri riffla, en þér verðið að ná yður í
einn, ffá fyrsta manninum sem fellur. En
þangað til getið þér farið upp í dráttarvélina
og haldið skotfæralengju upp að annarri vél-
byssunni.
Og don Juan brölti upp á dráttarvélina. Of-
urlitið virki úr stáli hafði verið smíðað kring-
um stýrimannssætið, með gati á til að kíkja
út um. Að öðru leyti var hús úr stálplötum á
dráttai’véiinni og tvær vélbyssur. Fimm—sex
menn lágu á gólfinu og voru að stinga skot-
hylkjum í beltin. Við hliðina á dráttarvélinni
stóðu fjögur mótorhjól með hliðarvögnum af
sérstakri gerð og vélbyssa í hverjum. Skot-
færakassarnir voru á sex stórum hestvögnum.
—Hvenær höldum við á stað? spurði don
Juan einn stríðsfélaga sinn.
— Eg hugsa að eftir áætluninni eigum við
að bíða til klukkan fimm, svaraði maðurinn,
sem talaði einstaklega vandað og fallegt mál.
— Fyrir þann tíma verður allt það stjórnar-
lið, sem án verður komist við höllina og
voopnabúrið, komið í orrustuna sém núna
stendur í vesturbænum. Stjórnarliðið mun
ekki gruna að það verður gerð atlaga aftan að
því og liklega verður það að láta undan síga til
sinna fyrri stöðva. Það ætti að gera okkar
FELUMYND
Hvar er konan sem býr í þessu herbergi?
hlutverk auðveldara og spara okkur mörg
mannslíf.
Don Juan fannst þetta með líkindum. Hann
fór að stinga skothylkjum i beltin og raulaði
írska vísu á meðan. Loks kom doktor Pacheco
út úr geymsluhúsinu og skipaði að halda af
stað.
Deildin fór sér að engu óðslega. Sobran-
tinsku uppreisnarmennirnir skipuðu sér á eftir
dráttarvélinni, mótorhjólunum og skotfæra-
vögnunum. Deildin fór götuna meðfram höfn-
inni fram hjá fjórum þvergötum en sveigði
svo upp í Calle de Concordia. Mamma Jenks
stóð í portinu sínu og sá stríðsmennina koma.
Hún vappaði út á götuna og rétti upp (höndina
og sagði í skipunartón eins og umferðarlög-
regla: — Stórskotasveit, stopp! Hún hafði
heyrt Henry sáluga segja þetta og vissi hver
á'hrif það hafði. Og þau sýndu sig líka. Deild-
in snarstöðvaðist og allir horfðu forvitnir á
Mömmu Jenks.
— Hvernig líst deildinni á að fá nokkra
kassa af brennivíni handa særðu mönnunum?
spurði hún. — Og hvernig væri að hafa með
sér gamla hermannsekkju, sem hjúkrunar-
konu?
— Heyr! hrópuðu hermennirnir og doktor
Pacheco þakkaði henni með kastilanskri hátt-
prýði fyrir þetta göfuga tilboð. Sex menn
voru sendir til að sækja sex brennivínskassa,
sem frú Jenks hafði borið inn í portið. Þeir
voru settir á skotfæravagnana. Sjálf brölti
hún upp á dráttarvélina, og nú var haldið
.áí'ram sem skjótast.
Hin óvænta koma þessarar liðsveitar hafði
þau áhrif, sem Richardo hafði ætlast til.
Venjulega höfðu fimm hundruð manns setu
í vopnabúrinu, en við hina snögglegu árás í
vesturbænum hafði komið fát á Sarros og
hann hafði ekki fengið tíma til að gera áætl-
un um varnirnar. Fyrst hafði honum dottið í
hug að senda allt lið, sem hann mátti missa,
til þess að hjálpa sveitinni, sem hafði orðið
fyrir fyrstu atlögunni. Hann vissi ekki hvað
uppreisnarmennirnir væru liðsterkir og taldi
þetta ráðlegast. Þess vegna voru nú ekki
nema hundrað manns eftir í vopnabúrinu. Og
hann hafði aðeins haldið eftir úrvalsliðinu og
einni sveit úr fimmtándu herdeild til að verja
höllina.
Stjórnandi útanbæjarsveitanna hafði feng-
ið flýtisskipun í síma frá 'höllinni, og sendi
nokkur ihundruð manns til að verjast atlög-
unni í vesturbænum, en meginher hans bjó
um sig á járnbrautarfyllingu, sem lá kringum
hluta af bænum, og var gott til varnar þar.
En ekki var herinn fyrr kominn þarna en upp-
reisnarmenn gerðu snögga árás og hröktu
framherjanna til baka. Rétt á eftir var don
Richardo tilkynnt að vopnabúrið hefði verið
tekið, og taldi hann þá að það erfiðasta væri
afstaðið. Hann lét sína menn fara í skjól og
þar lágu þeir og skutu hverir á aðra og eyddu
kynstrum af,skotfærum án þess að árang-
urinn yrði verulegur.
Vopnabúrið var stórhýsi, með nýtísku fyrir-
komulagi og veggirnir þykkir og úr stálbentri
steypu, sem eflaust hefði getað staðist venju-
lega fallbyssuhríð. I kring var þrjátíu feta hár
grjótgarður og vélbyssuskotpallur á hverju
horni. Innan á garðinum, í tuttugu og fimm
feta hæð, var stallur, og þar' gátu hermenn
staðið og skotið yfir garðbrúnina. Aðeins ein-
ar inngöngudyr voru þarna og stálhurðir í.
Hundrað manns hefðu átt að geta varið bygg-
inguna, ef árás hefði ekki komið þeim að ó-
vörum. Þetta var don Richardo ljóst, og af
því að hann hafði ekki nógu stórar fallbyssur
til að gera atlögu hafði hann hugsað sér að
ná vöpnabúrinu með brögðum.
Þegar sveitin frá Lebershúsunum nálgaðist
vopnabúrið, hurfu þrír smáflokkar úr henni
inn í hliðargöturnar og þaðan í göturnar sem
lágu samhliða Calle de Concordia og héldu
þar áfram. 1 broddi þessara smáfylkinga fóru
mótorhjólin með vélbyssur, og stjórnuðu þeim
hvítir menn. Á næstu götuhornum við vopna-
búrið dreifðu iþessar smásveitir svo mönnum
sínum, þannig að þeir gátu hindrað að menn
frá höllinni gætu komið og hjálpað vopnabúrs-
liðinu.
Doktor Pacheco stýrði nú dráttarvélinni
einni upp að hliði vopnabúrsins, en uppreisn-
arherinn faldi sig í næstu húsum. Bílstjórinn
á dráttarvélinni kallaði á spönsku til varð-
mannsins fyrir innan hliðið að hann skyldi
opna, því að hann hefði skipun frá forsetan-
um um að saekja vélbyssu, sem ætti að setja
ADAMSON
Hæðnin hefnir sín.