Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Side 13

Fálkinn - 23.11.1960, Side 13
um Mallesen á mörgum heimilum það kvöld. Nú efaðist enginn lengur. MALLESEN fékk sér bjór í geymsl- unni. Hann drakk langan teyg úr flösk- unni og ropaði svo drundi í kexkössun- um, sem var raðað þarna. — Þetta er síðasti bjórinn þinn, Malle, sagði hann og andvarpaði. Hann lyfti flöskunni. — Þegar þú ert kom- inn á áfangastað, verður engan bjór að fá. Hann sá í anda stórt skilti, sem á var letrað blóðugum bókstöfum: „Eng- ar veitingar“. Mallesen gat ekki borgað skuldir sín- ar. Snemma næsta morguns var von á sýslumanninum. Hann tók tappann af annarri bjórflösku, í borðröndinni voru tvær skrúfur, sem hann notaði til að taka upp flöskurnar. Hann skuldaði bjórinn, sem hann var að drekka. Hann skuldaði yfirleitt öll- um allt. Húseigandinn vildi henda hon- um út. Mallesen strauk erminni um nefið. Og svo var það sjóður karlakórs- ins. Hann hafði fengið lánað úr honum. Endurskoðun hafði aldrei verið nefnd á nafn og á síðasta aðalfundi var hann einróma endurkjörinn gjaldkeri kórs- ins. En í fyrramálið átti að nota pen- ingana, — formaðurinn ætlaði að taka við þeim. Mallesen fékk sér einn bjór í viðbót .... Bezt hefði verið að skjóta kúlu gegn- um hausinn á sér. En hvar náði maður í byssu á þessum tímum, — þegar mað- SMÁSAGA EFTIR ur átti heldur ekki grænan eyri? En hann átti reipi .... Mallesen fór fram í búðina. Pening- ana, sem inn höfðu komið yfir daginn ætlaði hann að setja í umslag og senda til frú Jensen. Frú Jensen var ekkja og bjó í litla húsinu bak við búðina. Henni yrði sennilega hent út einn góð- an veðurdag, eins og honum. Hann hafði oft hjálpað henni með því, að gleyma að senda henni reikninga. Mallesen opnaði peningakassann. HAR maður í svörtum regnfrakka og með hendurnar á kafi í vösunum, kom- Frh. á bls. 33 PAUL DYRHAUGE FALKINN 13 i

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.