Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 11
þjónunum ásamt kvörtun, þar sem sagði, að Burmastjórn bæri að sjá um, að er- lendir blaðasnápar trufluðu ekki rúss- neska sendiráðsstarfsmenn að skyldu- störfum. Á meðan þessu fór fram, hóf kín- verska flugvélin sig á loft, hnitaði hringi yfir Rangoon og stefndi því næst til Sovétríkjanna. Stryguine — ein mesta hetja Rússa í seinni heimsstyrjöld — var á leið heim til ættlands síns. Brezki reyfarahöfundurinn Ian Flem- ing — fyrrverandi liðsforingi í brezku leyniþjónustunni — hefur sagt svo frá í blaðinu „Male“, að SMERSH sé hið opinbera morðvopn Sovétstjórnarinnar. Þessi stofnun starfar jafnt utanlands sem innan og hefur á að gizka 50.000 starfsmenn í þjónustu sinni. Nafnið er stytting á „Smiert Spionam“, sem þýðir „Dauði njósnarans“ eða eitthvað í þá áttina. Aðalstöðvar stofnunarinnar eru í Moskvu, 13 Sretenka Ulitsa. Skammt fyrir utan höfuðborgina er æfingastöð SMERSH, þar sem kennt er judo, vopnaburður, mannsrán o. fl. o. fl. Þegar þjálfuninni er lokið — eftir nokk- ur ár — eru þessir herrar sendir út um allan heim. Víða eru þeir í sambandi við sendiráðin og njóta forréttinda sem diplómatar og er það ein skýringin á því hversu gífurlega fjölmenn sum rúss- nesku sendiráðanna eru. Hlutverk þessarar stofnunar er, að „gæta“ rússneskra njósnara út um allan heim og hindra þá í að „stinga af“. — Rússneskur njósnari, sem ljóstrar upp einhverju í eyru Vesturveldanna, er Sovétstjórninni margfalt hættulegri en bandaríska U-2 njósnaflugvélin. Það er þess vegna og eingöngu þess vegna, að SMERSH er starfandi. Það var fyrst, er rússnesku kennslu- konunni Orskönu Kaseekinu var rænt á bandarískri grund — nánar tiltekið í hjarta New York-borgar — að banda- rísku leyniþjónustunni var ljóst, hversu slyngir þessir rússnesku útsendarar voru. Árið áður hafði Kasenkina komið til Bandaríkjanna til þess að kenna börn- um rússnesku sendisveitarmannanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir eins árs dvöl hafði hún samið sig það vel lífinu í þessu höfuðvígi kapitalismans, að hún ákvað að snúa ekki aftur til Sovétríkj- anna. Leynilega komst hún í samband við nokkra rússneska Bandaríkjamenn, sem lofuðu að hjálpa henni að flýja. Um nótt læddist hún út úr byggingu ræðis- mannsskrifstofunnar við 61. götu á Man- hattan og var henni ekið heim til eins vinar síns, sem bjó í Clarkstown. SMERSH tókst þó að þefa hana uppi á tveimur dögum. Enginn veit hvernig, en þeir ruddust inn á heimili vinar henn- ar, slógu Bandaríkjamennina sem þar voru, í rot og höfðu Kasenkinu á brott með sér. Viku síðar var opnaður gluggi á þriðju hæð í byggingu ræðismannsins, mann- Frh. á bls. 31 Ef leiksýningar falla niður, vegna þess að aðsókn er léleg, er almennt reynt að breiða yfir það með því að auglýsa, að aflýst sé vegna veikinda. Eitt sinn er slíkt bar við, hittust þeir leikararnir Haraldur Björnsson og Haraldur Á. Sigurðsson á förn- um vegi í miðbænum. Haraldur Björnsson spurði nafna sinn, hvort það væri rétt, að aflýst væri vegna veikinda. — Það er hverju orði sannara, svaraði Haraldur Á. — Hver er veikur, spurði Harald- ur Björnsson. ■—- Maðurinn, sem ætlaði að koma í leikhúsið, svaraði Haraldur Á, ★ Eggert Stefánsson söngvari hélt einu sinni söngskemmtun á Stokks- eyri, og kostaði aðgangurinn tvær krónur. Þetta var á hinum öfgalausu normaltímum. — Páll ísólfsson ann- aðist undirleik. Skemmtunin var aug- lýst á þann hátt, að auglýsingar voru festar upp á símastaura. Daginn, sem Eggert átti að syngja, fékk hann sér gönguferð gegnum þorpið, og lá leið hans fram hjá síma- staur með áfestri auglýsingu. Þrír þorpsbúar voru að lesa auglýsinguna, og heyrði Eggert, að einum þeirra varð að orði, er hann gekk framhjá: — Tvær krónur aðgangurinn! Þeir opna ekki kjaftinn fyrir ekki neitt, þessir herrar! ★ Hinn ástsæli, enski biskup, Benson, sem síðar var erkibiskup af Kantara- borg, var alltaf vanur að hafa hund sinn með sér í kirkju, og var seppa ætlað að liggja örskammt frá prédik- uarstólnum, þegar biskupinn messaði. Hundurinn hét Vörður. Eitt sinn mælti Benson hátt og snjallt af prédikunarstólnum eftir- farandi orð: — Treystum drottni. Hann er vor vörður .... Jafnskjótt og hundurinn heyrði húsbónda sinn segja vörður, spratt m HARALD Á. 0G FLEIRA FÓLK hann á fætur og labbaði til hans alla leið upp í prédikunarstólinn. Var söfnuðinum að sjálfsögðu held- ur betur skemmt. ★ Hér áður fyrr var það altítt hér í bæ, að brotlegir stúkubræður væru endurreistir á einkafundum fyrir luktum dyrum, og var þetta eflaust gert til þess að auðmýkja þá ekki um of. Á slíkum fundum mættu að- eins nauðsynlegustu embættismenn stúknanna ásamt þeim, sem hrasað höfðu. Er einn slíkur fundur skyldi hefj- ast, kom í ljós að enginn var við- staddur, sem kunni að leika á orgel. Nú voru góð ráð dýr. Þegar í stað var símað til nokkurra systkina, sem vitað var að kynnu að spila, en ann- aðhvort náðist ekki í þau eða þau voru vant við látin. Að lokum náðist þó í einn bróður (eða hálfbróður), sem hét Jón, og var hann beðinn um að koma niður í Gúttó. í fyrsu færðist hann undan, en kom loks vegna þrábeiðni. Svo óheppilega hafði viljað til, að láðzt hafði að skýra honum frá ástæðunni til þess, að hann var svo skyndilega kvaddur á fund. Þegar hann kom, var hann mjög skömmustulegur á svipinn, gekk fram og aftur um gólfið og var hugsi. Að síðustu vék hann sér að æðsta- templar og spurði: — Á að endurreisa mig einan? ★ Davíð bóndi á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Borgarfirði er mjög orð- heppinn og á það til, ef svo ber und- ir, að vera dálítið stríðinn. Eitt sinn er hann var með „Lax- fossi“ á leið frá Reykjavík til Borgar- ness, heyrði hann á tal nokkurra manna, þar á meðal Norðlendinga. Þeir töluðu mikið um óhagstæða tíð og harðindi fyrir Norðurlandi. Davíð hlustaði á tal þeirra um stund, en gat loks ekki stillt sig um að segja: — Ekki vorkenni ég þessum Norð- lendingum. Ég held, að þeir ættu að geta lifað á montinu, þó ekki væri nema svona þriggja vikna tíma! FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.