Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 8
BRAGÐI-Ð
Flotinn safnaðist saman úti á hafinu
þegar byrjaði að dimma og stefndi á
Ventotene-ey með hraða, sem hafði ver-
ið reiknaður nákvæmlega út, til þess að
vera á ákvörðunarstað, er tunglið hyrfi.
Það var næstum fullt tungl, og við vild-
um ekki að íbúarnir vissu nákvæmlega
um styrk okkar. Árásin átti ekki að
hefjast fyrr en orðið væri aldimmt.
Hægt og rólega mjökuðust skipin áfram
yfir lygnan sjóinn.
Landgönguliðarnir, sem valdir höfðu
verið til árásarinnar, sátu á þilfari eins
tundurspillisins og horfðu á tunglið. —
Mánuðum saman höfðu þeir verið þjálf-
aðir i að falla niður í fallhlíf, og nú
áttu þeir að fara inn í eldlínuna í fyrsta
sinn — á sjónum. Þeir voru óöruggir og
fannst sér misboðið.
Meðfram strönd Ítalíu gerði lofther-
inn ákafar árásir. Frá skipunum mátti
óijóst greina fallandi sprengjur, heyra
sprengingar og bál sáust greinilega
blossa upp. En flugmennirnir voru of
önnum kafnir til að geta sinnt litla flot-
anum, sem sigldi í norður-átt.
Stundin hafði verið nákvæmlega á-
kveðin. Tunglið varð eldrautt, og þessa
stuttu stund áður en það hvarf niður í
hafið bar hálenda eyjuna eins og svart-
an skugga í glóandi tunglið. í sömu
svipan varð niðamyrkur svo að maður
greindi ekki þann, sem stóð við hlið
manns.
Ekkert ljós var að sjá á eynni. Hún
hafði verið algjörlega myrkvuð síðustu
þrjú árin. Jafnskjótt og skipaflokkarnir
voru komnir hver á sinn stað, skreið
lítill bátur, sem í var hátalari inn að
ströndinni. Um það bil 4—500 metra frá
landi var hátalarinn settur í gang og
ógnþrungin rödd kallaði í átt til myrkv-
aðs bæjarins.
„ítalir! gefizt upp! Við erum á leiðinni
með mikið lið. Hinir þýzku bandamenn
ykkar hafa yfirgefið ykkur. Þið fáið
15 mínútur til að ákveða ykkur. Ef þið
viljið gefast upp, þá skjótið á loft þrem-
ur flugeldum. Að þremur mínútum liðn-
um skjótum við — ég endurtek, ítalir!
gefizt upp! ... “
Síðan varð algjör þögn.
Á einum tundurspillanna stóðu liðs-
foringjarnir í hóp í brúnni og störðu út
í myrkrið í átt til eyjarinnar. Óbreyttu
hermennirnir hölluðu sér yfir borðstokk-
inn og horfðu í sömu átt. Liðsforinginn,
sem stjórna átti árásinni, leit í sífellu
á úrið, og það var svo dimmt að sjálf-
lýsandi úrskífan sást úr 5—6 metra
fjarlægð.
8 FÁLKINN
Fallbyssurnar voru tilbúnar — þeim
var öllum beint að eynni. Mínúturnar
þokuðust áfram. Enginn var hrifinn af
að beita tortímandi vopnum. Tíminn
leið löturhægt — 10 — 11 — 12 mínút-
ur. Grænu vísarnir á lýsandi úrskífunni
hreyfðust hægt — mjög hægt.
Höfuðsmaðurinn sagði nokkur orð,
lágum rómi í símann, og dauft hljóð
heyrðist er dyrnar á stjórnklefanum
opnuðust og lokuðust.
Á því augnabliki er vísirinn sýndi
að 14 mínútur voru liðnar, var þrem
hvítum flugeldum skotið á loft á eynni.
Þær voru eins og blóm á svörtum himn-
inum, svifu í yndislegum boga — og
féllu niður. Síðan komu aðrir þrír, til
frekara öryggis. Skipstjórinn kinkaði
kolli alls hugar feginn og sagði aftur
eitthvað í símann. Það var eins og allt
skipið andaði léttar.
í matsal liðsforingja sat foringi árás-
arinnar. Hann var í khakifötum —
skyrtan var opin í hálsinn og ermarnar
uppbrettar. Hann var með hjálm á höfð-
inu, og á borðinu fyrir framan hann lá
vélbyssa.
, Ég fer í land og tek við uppgjöfinni,“
sagði hann og kallaði svo upp nöfn
fimm manna, sem áttu að fylgja honum.
„Sendið landgönguliðssveitirnar í land
eins fljótt og unnt er,“ skipaði hann,
„setjið bátinn útbyrðis.“
Það var dimmt á þilfarinu — menji
urðu að þreifa sig áfram. Björgunarbát-
arnir voru úti, eins og alltaf í árás, og
nokkrir sjóliðar voru að setja út skips-
bátinn. Eitt andartak hékk hann í hæð
við þilfarið, svo áhöfnin kæmist um
borð — stýrimaðurinn og vélstjórinn
voru þegar komnir á sinn stað. Fimm
liðsforingjar vopnaðir vélbyssum klifr-
uðu yfir borðstokkinn og tóku sér sæti.
Allir voru með hylki með skotum á
byssunni — og hulstur með öðru hylki.
Báturinn var settur út og um leið og
hann var kominn í sjóinn var vélin
sett í gang.
Báturinn var leystur frá og tekin var
stefna á eyna. Beita varð ágizkun, því
það grillti ekki einu sinni í eyna.
Foringinn mælti — „Við verðum að
komast í land og afvopna þá áður en
þeir skipta um skoðun. Það er ekki að
vita upp á hverju þeir kunna að taka,
ef þeir fá tíma til.“
„Hættið ekki á neitt,“ hélt hann á-
fram, „skjótið strax ef einhver sýnir
minnsta vott um mótstöðu.“
Báturinn nálgaðist myrka ströndina
— vélin gekk með hálfum hraða og það
heyrðist lítið sem ekkert til hennar ....
Höfn Ventotene er þröngur fjörður,
og í botni hans er klettur, sem liggur
í hálfhring. Á þessum bogmyndaða
kletti stendur bærinn, hátt yfL hafinu.
Hægra megin við fjörðinn er hafnar-
garður og lítill brimbrjótur, sem ekki
er landfastur — en honum er komið
þarna fyrir til að hindra að stórar haf-
öldur skelli yfir hafnargarðinn. Vinstra
megin við innsiglinguna er lítill fjörður,
mjög líkur höfninni sjálfri, en þar geta
engin skip lagzt að.
Báturinn nálgaðist ströndina með
mennina fimm, og jafnskjótt og foring-
inn áleit að þeir væru rétt við land,
kveikti hann á vasaljósinu sínu eitt and-
artak og koma auga á eitthvað, sem
virtist vera djúpur fjörður. Hann gerði