Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 9
ráð fyrir að það hlyti að vera höfnin og gaf skipun um að sigla inn, — síð- an kveikti hann aftur á vasaljósinu og lét ljósið leika um ströndina, og komst að raun um, að þar var engin höfn, þetta var rangur fjörður. Bátnum var snúið og stefnt út aftur, brátt komu þeir að einhverju, sem leit út eins og lítið sker og reis upp úr sjónum. Enn einu sinni urðu þeir að kveikja og komust að raun um, að þetta var brimbrjótur. Þeir sigldu áfram. Þetta hafði tafið þá um tíu mínútur. í þriðja sinn höfðu þeir heppnina með sér, fundu innsigl- inguna inn í höfnina, og nú skreið bát- urinn varlega inn þröngan fjörðinn. Einmitt er báturinn var kominn inn á höfnina, heyrðist sprenging einhvers- staðar á bak við brimbrjótinn, og menn- irnir í bátnum heyrðu fótatak margra hlaupandi fóta, — síðan kom ný spreng- ing ofan af klettinum, og svo ein spreng- ing af annarri innar og innar af eynni. Það var ekki um annað að gera en halda áfram. Báturinn lagðist að og þeir stukku í land. Bak við brimbrjótinn lá þýzkur tund- urbátur og uppi á skerinu stóð þýzkur hermaður. Hann hafði kastað hand- sprengju á tundurbátinn til að sökkva honum. Einn bandarísku liðsforingjanna hljóp til hans, og eins og elding tók Þjóðverjinn skammbyssu sína úr hulstr- inu og kastaði henni í sjóinn. Síðan rétti hann upp hendurnar. Sterk birta frá vasaljósi umlukti hann. Liðsforing- inn, sem handtók hann, fór með hann í flýti niður að bátnum og gaf véla- manninum skipun um að gæta hans. Nú kom fjöldi ítala hlaupandi ofan frá klettinum. Þeir hrópuðu einum rómi: „Við gefumst upp — við gefumst upp!“ Og einn af öðrum fleygðu þeir rifflunum frá sér í óreiðu. „Þið getið sett þá í hrúgu þarna!“ sagði foringinn, og benti á stað á bryggj- unni, „komið með öll vopn, sem þið hafið, og leggið þau þar.“ Nú voru mörg ljós í lendingarstaðn- um. Bandaríkjamennirnir 5 stóðu hlið við hlið með byssurnar spenntar, meðan ítölsku hermennirnir komu, berandi vopn sín, og stöfluðu þeim upp. Þeir virtust allir mjög ruglaðir, glað- ir og skelfdir í senn. Þá langaði til að nálgast og virða Bandaríkjamenn- ina nánar fyrir sér, en óhugnanlegar vélbyssurnar héldu þeim í hæfilegri fjarlægð. Mönnunum fimm fannst heldur ekk- ert sérlega skemmtilegt að standa aug- liti til auglitis við 250 manns, jafnvel þótt þeir virtust hafa gefizt upp. ítalirnir töluðu allir í einu, enginn hafði minnstu löngun til að hlusta á hina. Skyndilega gekk einn út úr hópn- um — furðulegt fyrirbrigði, — hár, grá- hærður, gamall maður, klæddur ljós- rauðum náttfötum. Hann gekk fram fyrir masandi, hrópandi hópinn og sagði hátt og greinilega: „Ég tala ensku!“ Það varð andartaks þögn, og ljósið frá vasaljósunum flögraði yfir þétta röð andlita. „Ég hef verið hér á eynni í þrjú ár, sem pólitískur fangi,“ sagði gamli mað- urinn. Hann var af einhverri ástæðu ekki vitund broslegur, þrátt fyrir ljós- rauðu náttfötin. Það var virðuleiki í öllu hans fasi, sem vóg upp á móti einkennilegum klæðnaði hans. Liðsforinginn starði og starði. Síðan fór hann að telja. Hann taldi upp að 87... SMÁSAGA EFTIR JOHN STEINBECK Foringinn spurði: „Hvaða sprenging- ar voru þetta?“ „Þetta voru Þjóðverjar,“ sagði gamli maðurinn. „Þeir eru 87 hér á eynni. Þeir stóðu tilbúnir til að skjóta á ykkur úr vélbyssum, en þegar þið settuð liðs- sveitina á land við litla fjörðinn hér við hliðina og líka við brimbrjótinn, urðu þeir hræddir um að þeir væru umkringdir og drógu sig í hlé. Þeir sprengja allar birgðageymslur sínar í loft upp eftir því sem þeir koma áð þeim.“ „Þegar við settum í land liðssveit- ir . . . .“ byrjaði foringinn — svo þagn- aði hann. „Ó-jé. Ég skil,“ hélt hann áfram, ,,þegar við settum liðssveitir okk- ar á land . ... “ Einn liðsforingjanna brosti í laumi og hvíslaði að foringjanum. „Vonandi að þær liðssveitir komi brátt heilu og höldnu í land.“ „Já, mér fyndist það líka ágætt,“ hvíslaði hann á móti — og sagði síðan við gamla mannin á náttfötunum: „Haf- ið þér nokkra hugmynd um hvar Þjóð- verjarnir muni búast til varnar?“ „Þeir eru eflaust á leiðinni til að eyði- leggja radarstöðina, síðan mundi ég halda, að þeir byggju um sig í nokkr- um virkjum, sem þeir hafa uppi í fjöll- Framh. á bls. 29. FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.