Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 23
A-fjörefni í grænmeti þolir ekki langa geymslu, svo að mikils er um vert að borða allt grænmeti eins nýtt og frek- ast er unnt, en láta það ekki liggja og visna, áður en það er notað. B-fjörefnið. Fyrir nokkrum áruni var talað um B-fjörefnið, en nú er mönnum orðið ljóst, að hér er ekki um eitt einstakt efni að ræða, heldur flokk efna, sem ber hópheitið B-fjörefni. Hin einstöku efni í flokknum hafa hlotið nr., og eru því greind að sem Bi, B2 o. s. frv. Þau hafa meðal annars það sameiginlegt, að þau leysast upp í vatni. Sé athugað, hvar hið nauðsynlega Bi er að finna, kemur í ljós, að það er mjög almennt í mikið notuðum fæðu- tegundum, þ. e. a. s. brauði, kornmeti og mögru kjöti. En ódýrast er það í brauði. B2 er bæði í kartöflum og grænmeti, kjöti og mjólk, og sé hveiti fjörefna- bætt, má telja hveitibrauð með. B-fjör- efni þola bakstur allvel. Þrátt fyrir að hinir alvarlegu B-skorts- sjúkdómar, sem einkum eru þekktir í hinum austlægari löndum, þar sem hrís- grjón er aðalfæðan, komi ekki fyrir hér á landi, verður hver og einn að vera á verði gagnvart hinum minnsta B-skorti, því að B-fjörefni hafa áhrif á matarlystina, efnaskipti, taugakerfi og margt fleira, t. d. má oft rekja or- sakir bólóttrar húðar til B-fjörefnis- skorts. Einnig getur hárið orðið líflaust og matt af sömu ástæðu. Við matreiðslu verður að hafa það hugfast, að B-fjörefnin eru vatnsupp- leysanleg, sem þýðir, að hluti þeirra fer út í soðið, og eigi að nýta B-fjör- efnamagn fæðunnar að öllu leyti, er sjálfsagt að nota soðið. C-fjörefni. Skyrbjúgur var fyrr á öldum ein af mestu plágum mannkynsins; einkum urðu sjófarendur, sem á löngum sjóferð- um fengu ekkert nýtt grænmeti né ferska ávexti, hart leiknir af þessum vaneldissjúkdómi. Hann var læknaður með sítrónusafa; en seinna kom í ljós, að sítrónusafinn hefur að geyma C- fjörefni, sem einnig er nefnt askorbin- sýra, þ. e. a. s. þá sýru, sem vinnur á móti skyrbjúg. C-fjörefnið er fyrst og fremst aó finna í orkurýrri fæðu, eins og ávöxt um og grænmeti. Kartöflur eru á sumr- in og haustin ódýrasti C-fjörefnagjaf- inn, en eftir því sem kemur fram á veturinn og líður að vori, minnkar C- fjörefnainnihald þeirra mikið, þar eð C-fjörefnið þolir illa geymslu. Auk þess fáum við það í ríkum mæli í káli og fleiri tegundum grænmetis, eins og steinselju, karsa, kjörvel og blaðlauk. Sítrónur, appelsínur, sólber og rósa- aldin eru góðir C-fjörefnisgjafar, en krækiber og bláber rétt sæmilegir. Er gott að vita, að þegar lítið er af fersku grænmeti, þá geta hrásaftir af þessum ávöxtum verið góðir fjörefnagjafar. C-fjörefni er einnig að fá úr nokkr- um fæðutegundum úr dýraríkinu, eink- um mjólk, en í kjöti og fiski er það af svo skornum skammti, að vart verður talið. Aðeins í lifur og nýrum, svo og þorskhrognum, er það svo nokkru nemi. C-fjörefni er vatnsuppleysanlegt og fer því eins og B-fjörefni að nokkru leyti út í soðið, sem á því skilyrðis- laust að notast. Þegar C-fjörefnið gengur í samband við súrefni (oxyderast), þ. e. a. s. verð- ur fyrir áhrifum andrúmsloftsins, eyði- leggst það. Þess vegna á að borða hráa grænmetisrétti strax og þeir hafa ver- ið tilreiddir. C-fjörefnið þolir aðeins skamma suðu og ýmis efni eins og natron og kopar hafa eyðileggjandi áhrif á það. D-fjörefni. A- og D-fjörefni hafa margt sameigin- legt. í fyrsta lagi eru þau bæði fitu- uppleysanleg. Þau eru í flestum tilfell- um í sömu fæðutegundum og D-fjörefni, aðeins úr dýraríkinu. D-fjörefnið fæst, eins og A-fjörefnið, einkum í fitu eins og mjólkurfitu, þ. e. a. s. nýmjólk, rjóma, smjöri og feitum osti. í eggjarauðu er D-fjörefni og í smjörlíki, sé það A- og D-fjörefnabætt. í feitum fiski fást báðar þessar fjör- efnategundir. D-fjörefni er í ríkum mæli í fisklifur, sem lýsi er unnið úr. Hins vegar er lítið sem ekkert D-fjörefni í nauta-, svína- og kálfalifur. D-fjörefnið hefur þá sérstöðu, að það getur myndazt í húðinni (ergosterol) fyrir áhrif útfjólubláu geisla sólarinn- ar. Er það ein ástæðan til þess, að sól- skin er hollt. Á veturna minnkar eðli- lega þessi D-fjörefnamyndim, svo að nauðsynlegt er að bæta upp fæðuna með lýsi í einhverri mynd, þótt leitast sé við að neyta fjörefnaauðugrar og fjöl- breyttrar fæðu daglega, og á það eink- um við um börn og unglinga. D-fjörefnið hefur mikla þýðingu í sambandi við nýtingu kalksins úr fæð- unni, enda má oftast rekja orsakir bein- kramar hjá börnum til D-fjörefniskorts. D-fjörefnið þolir vel bæði suðu og steikingu. HEILRÆÐI Blómsturpottum hættir til að verða blettóttir og ljótir. Núið þá að utan með hreinni stálull. Notið gúmmíhanzka, þegar þið þvoið nylonsokkana, Þá er engin hætta á því, að þið rífið gat á sokkana með nöglunum eða með hrjúfum höndum. Brotin í karlmannsbuxunum endast lengur, ef þið vindið klút upp úr plastic- sterkju og strjúkið honum yfir brotið, áður en pressað er.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.