Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 28
*
ffi
21. MARZ —
20. APRlL
21. APRÍL —
21. MAl
22. MAÍ —
21. JÖNÍ
22. JÚNl —
22. JÚLl
23. JÚLÍ —
23. AGÚST
24. ÁGÚST—
23. SEPT.
24. SEPT. —
23. OKT.
24. OKT. —
22. NÓV.
23. NÓV. —
21. DES.
22. DES. —
20. JAN.
21. JAN. —
18. FEBR.
19. FEBR. —
20. MARZ
STJÖRNUSPÁIN
HrútsmerkiS:
Vikan byrjar sérlega vel, og það verður sáralítið, sem
verður yður til leiðinda. Það verður mikil birta og gleði um-
hverfis yður bæði á vinnustað og í einkalífi. Á föstudag eða
laugardag gerist atvik, sem kemur sér mjög vel fyrir yður.
NautsmerkiS:
Fyrstu daga vikunnar verður einhver tregða hjá yður á
flestum sviðum, en þegar líða tekur á vikuna færist fjör í
starfsemina og þér fáið meira en nóg að gera upp frá því.
Hikið ekki við að fitja upp á nýjungum og skiptið meira að
segja um stöðu, ef það er yður hagstætt fjárhagslega.
TvíburamerkiB:
Hagstæðir vindar blása í lífi yðar þessa viku, ef svo má
að orði komast. Þér takið yður fyrir hendur starf, sem er
yður framandi í fyrstu, en allt gengur samkvæmt áætlun,
þegar fram í sækir. Gætið yðar í peningamálunum! Útgjöldin
eru orðin ískyggilega há.
KrabbamerJciB:
Vikan verður heldur strembin. Miklar kröfur verða gerðar
til yðar og þér verðið að taka á öllu sem þér eigið til þess að
valda ekki vonbrigðum. Gætið þess vel að halda stillingu yðar,
leysa verkefnin í áföngum hvern fyrir sig, unz verkinu er
blessunarlega lokið.
LjónsmerlciB:
Þetta verður friðsamleg vika, en dauf og allt annað en
spennandi. Samt skuluð þér hafa augun hjá yður og gæta
vel að, hvort ekki leynast einhvers staðar möguleikar. Reynið
að gera gott úr lítils háttar rifrildi í fjölskyldunni. Ella get-
ur þetta lítilræði vaxið og orðið að heiftugu stríði.
Jómfrúarmerkið:
Það er dálítið drungalegt umhverfis yður þessa viku, og
því vissara að leggja ekki út í neina tvísýnu eða nýjar braut-
ir. Erfiðleikar verða á vegi yðar og ástandið verður verra, ef
þér sneiðið hjá þeim og reynið að komast. undan að leysa
vandamálin. Það birtir til í vikulokin og helgin verður kær-
komin hvild.
VogarskálarmerlciB:
Þetta verður vika mikilla tíðinda. Áföll og þrengingar, sem
leika yður grátt, breytast stuttu síðar í gleðileg tíðindi. —
Þannig er þet.ta oft: Það, sem í fljótu bragði virtist hræði-
legt, var til góðs, þegar alít kom tii alls.
SporBdrekamerkiB :
Stjörnurnar eru yður hliðhollar í þessari viku, og ef þér
hafið að undanförnu haft í huga að framkvæma djarfa hug-
mynd, þá er einmitt núna rétti tíminn til að gera það. Reynið
að vera sjálfstæður og taka ekki alltof mikið tillit til skoðana
annarra. Ef þér gerið það, uppgötvið þér dag nokkurn, að
þér standið á eigin fótum í ríkara mæli en yður óraði fyrir.
BogmannsmerkiB: .
Það er varasamt að treysta öðrum en sjálfum sér. Jafnvel
þeir, sem maður heldur beztu vini sína og stuðningsmenn,
bregðast, þegar mest á rcynir. Athugið þetta mjög vel í þess-
ari viku. — Eitt kvöld vikunnar verður eins og vin í eyði-
mörkinni. Þér munuð lengi minnast þess kvölds.
SteingeitarmerkiB:
Viðburðarrík vika og allt gengur skár en horfur voru á.
Lítið atvik breytir viðhorfi yðar til hins hversdagslega lífs:
Jafnvel þessi vanabundna vinna yðar, verður alls ekki sem
verst og fjölskyldulífið vel viðunanlegt, ef það er litið réttum
augum.
VatnsberamerkiB:
Vikan byrjar illa, en fyrr en varið gerist nokkuð, sem
fangar hug yðar til fulls. Þér fyllist að nýju lífi og áhuga,
en varist að leggja út. í fyrirtæki, sem fjárhagslega er yður
um megn. — Ástamálin yðar eru orðin talsvert flókin, og
fyrr eða síðar hlýtur eitthvað að rekast á í þeim efnum!
FislcamerkiB:
Vikan verður starfsöm en skemmtileg. Annríkið verður ekki
einasta á vinnustað, heldur einnig í einkalífinu, og ýmsar
breytingar t.il bóta verða á þeim vígstöðum. Hættið nú að
láta þetta gamla ástarævintýri gera yður gramt í geði! Það
er enginn vandi að gleyma, ef maður vill.
l!
I
:::
Íii
:::
1
6
BRAGOIO -
Framh. af bls. 9.
unum, — þeir reyna eflaust að halda
þeim.“
í sömu andrá kvað við mikil spreng-
ing, og uppi í fjöllunum fór að loga
svo mikið bál, að öll höfnin og innsigl-
ingin var uppljómuð.
„Þetta var áreiðanlega radarstöðin,“
sagði gamli maðurinn. „Þeir sleppa
engu. Það var leitt, að menn ykkar
skyldu ekki verða á undan.“
„Já, gremjulegt!“ sagði foringinn
þurrlega.
Alltaf birtust fleiri og fleiri ítalir og
afhentu vopn sín. Þeir virtust næstum
fegnir að losna við þau.
Á bryggjunni stóðu Bandaríkjamenn-
irnir fimm — í útliti voru þeir eins
og kaldar myndastyttur. En þeim var
hreint ekki rótt innanbrjósts. Þeir voru
alltaf með byssurnar reiðubúnar til að
skjóta, og þeir renndu augunum rann-
sakandi meðal ítalanna. Skuggar hús-
anna við höfnina urðu langir og dimmir
í birtunni frá brennandi byggingunum á
klettinum.
Foringinn sagði rólega: „Ég vildi óska
að landgönguliðssveitirnar kæmu bráð-
lega! Ef Þjóðverjarnir komast að því
að við erum aðeins fimm, býð ég ekki
mikið í líftóruna í okkur.“
Brátt heyrðu þeir í vélbát utan af
sjónum •— foringinn brosti alls hugar
feginn, — þetta voru landgönguliðarnir
fjörutíu og þrír á leið að landi. „Látið
þá fá ljós, stýrimaður,“ hrópaði hann,
„svo þeir sjái, hvar þeir eiga að sigla
inn.“
Þessir fáu menn af tundurspillinum
gengu eirðarlausir fram og aftur á
bryggjunni við höfn Ventotena, sem þeir
höfðu hertekið næstum af tilviljun.
Ekkert landgöngulið var komið, og þeir
höfðu ekki séð tundurspillinn, sem lá
úti á hafiu, gefa neitt merki. Mínút-
urnar urðu að klukkustundum.
Þeir mönnuðu myrka bæinn uppi á
klettunum laumuskeyttum í huganum,
og hvað eftir annað gullu við spreng-
ingar frá Þjóðverjunum, sem nú voru
hinum megin á eynni. Grænliðarnir
höfðu bersýnilega enga hugmynd um
hve margir Bandaríkjamenn væru á
eynni — og þeir voru aðeins fimm —,
en Bandaríkjamennirnir vissu um fjölda
Þjóðverjanna — þeir voru nefnilega 87.
Auðvitað var það Bandaríkjamönnun-
um í hag, að þeir vissu ekki hvað þeir
voru margir; því hefðu þeir vitað —
nei, það var bezt að vera ekkert að
velta því fyrir sér!
Það er ekki vitað, hve langur tími
leið, áður en mennirnir 43 komu loks
í land. Það gat hafa verið hálftími, eða
þrír tímar, — mönnum, sem gengu um
á ströndinni og biðu, virtist það vera
þrír dagar. En líklega hafa ekki liðið
nema þrír stundarfjórðungar.