Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 11
Ég þekkti mætavel viðhorf föður míns til Hitlers og Þjóðverja. En hann var Trauttmansdorff og hollusta og sóma- tilfinning þeirrar ættar var rómuð um land allt. Og nú réð hann mér til, meira að segja skipaði mér, að gerast liðhlaupi. Og svo bætti hann við, angurvær en nærri fokreiður: — Gömlu dagarnir eru liðnir hjá, Norbert. Þú berst ekki fyrir Austurríki. Þú verður að ganga í lið með hinum! Ég hafði verið sama hugar sjálfur síðan ég kom frá Stalingrad. Áður hafði ég forðazt þessa tilhugsun. Ég gat ekki séð, að hún væri sæmandi heiðarlegum manni. En nú sá ég, að faðir minn hafði rétt fyrir sér. — Þú verður að komast til Afríku, sagði hann. — Reyndu að láta senda þig í Afríkuherinn. Það er auðvelt að flýja í eyðimörkinni. En það var enginn hægðarleikur að komast til Afríku. Að minnsta kosti þegar skilríkin sýndu, að maður var af „óáreiðanlegri ætt“. Þjóðverjar voru vandlátir, þegar þeir voru að senda menn í Afríkuher Rommels í þá daga. Ég fékk kökk í hálsinn, meðan faðir minn var að tala um þetta. Mér fannst allt hrynja, sem ég þekkti og elskaði. En svo gat ég ekki annað en hugs- að til gömlu gleðidaganna í Austurríki, og gerði mér ljóst, að enn væri hægt að lifa í glaumi, elska stúlkur og drekka vín. Hver veit nema liðhlaupið væri bezta lausnin. MUSSOLINI OG CIANO. Ég fór ekki til Afríku. Fór til Ítalíu í staðinn. Yfirvöldin höfðu lengi verið að reyna að gera úr mér liðsforingja, en ég færðist undan. Yrði ég liðsforingi, var miklu torveldara fyrir mig að ger- ast liðhlaupi. Og liðsforingi ber ábyrgð á sínum mönnum. Það var hræðilegt að hlaupast brott frá þeim. Þess vegna varð ég túlkur 1 þýzku flota-aðalstöðvunum í Via Principesse Clothilda í Róm. Mér var ekkert illa við Róm. Faðir minn átti marga vini. þar og ég átti góða daga. Umgekkst vini Ciano greifa og annað heldra fólk. Mér féll vel við Ciano, hægri hönd Mussolinis. Hann var hámenntaður mað- ur og prúður. Undir niðri mislíkaði hon- um stefna Mussolinis, enda fór svo, að Mussolini lét taka þennan tengdason sinn af lífi, vegna þess að hann gagn- rýndi hann. Ég hitti Mussolini líka oftar en einu sinni. Hann var segulmagnandi „self- made“ maður. Hitler, sem ég hafði líka kynnzt, var ruddi samanborið við hann. Mussolini hafði lag á því, að láta manni finnast, að maður væri einhvers virði. Hann spurði mann alltaf um eitthvert persónulegt, og meðan hann talaði við mann, fannst manni að svarið væri honum einhvers virði. Fyrsta daginn sem ég var í Róm, fékk ég einkennileg fyrirmæli. Ég átti að hressa upp á enskuna mína. Það virtist Framh. á bls. 32. Síðast á tíunda tug nítjándu ald- ar gerðist hneyksli í Englandi, sem ekki aðeinsvakti athygli í sjálfu landi hennar hátignar, Viktoríu drottning- ar, — heldur um alla Evrópu. Oscar Wilde, hið tigna leikrita- skáid, gleðimaðurinn, fyndnasti og orðhvatasti maður í allri Lundúna- borg, — hinn frægi og dáði Oscar Wilde, var bendlaður við, síðan dreg- inn fyrir rétt og loks dæmdur eftir lygilegt réttarhald -— fyrir kynvillu. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þegar hann var látinn laus, að þeim tíma liðnum, höfðu allir snú- ið baki við honum. Hann fór til Par- ísar og lifði þar í nokkur ár, einmana og yfirgefinn umrenningur. Hann nánast drakk sig í hel og lézt á skít- ugu hótelherbergi og hlaut fátæklega gröf í Pére Lachaise. Síðan alger þögn. Síðan ríkti fullkomin þögn um manninn, sem hafði verið beittur slíku ranglæti, að enn í dag fer hroll- ur um Englendinga, þegar þeir minn- ast þess. Fimmtíu og fjórum árum eftir dauða hans var settur minningarskjöld- ur á hús það í Chelsea, þar sem hann bjó, meðan hann var upp á sitt bezta og lánið lék við hann. Gamanleikir hans eru enn leiknir um allan heim og fyrir skemmstu er lokið töku kvik- myndar, þar sem efnið er sótt í rétt- arbækur í sambandi við Oscar Wilde málið. England hefur sem sagt viður- kennt opiberlega þann órétt, sem Osc- ar Wilde var beittur. Það var sambandið við hinn unga fagra Lord Alfred Douglas, sem leiddi til þessa furðulega máls. Faðir Lord Alfreds, markgreifinn af Queensbury, hvetur Wilde til þess að höfða mál (fyrir rógburð), — mál, sem hann ekki aðeins neyddist til að taka aft- ur, heldur gerði það að verkum, að grunur beindist gegn honum fyrir ósiðsemi — og síðan hinn þungi og vafasami dómur. Hinn ungi vinur hans svíkur hann. Konan hans yfirgefur hann, og það er varla hægt að lá henni, því að mál- ið kom eins og reiðarslag yfir hana. Allir snúa við honum baki með for- akt og viðbjóði. Einn síns liðs geng- ur hið fræga skáld til móts við ör- lög sín. Hann, sem jafnvel í réttar- salnum vann glæsilega sigra með fyndni sinni og orðfimi — átti eftir að enda líf sitt í göturæsinu. Framh. á bls. 31. Að ofan: Þannig lítur Oscar Wilde út í túlkun Roberts Morley. — A'ð neðan: Oscar Wilde ásamt hinum unga Lord Alfred. Kvikmynd um Oscar Wilde

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.