Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 19

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 19
Á RÚNTINUM' Þar ætlum við að gera brautir og fara í kapp og einnig að leysa þrautir — setja upp kubba og svoleiðis. — Hvað kostar ný skellinaðra? — Svona 16 þúsund. — Það er dýrt, maður. — Einum of mikið. Maður er allt sumarið að vinna fyrir þessu. — Hvaða hjól eru bezt? — Viktoría. — Nei, blessaður vertu, það er NSU, sagði annar. Það var auðheyrt, að þetta var viðkvæmt mál. — Eruð þið ekki óvinsælir? — Af hverju? — Nú, er ekki svo mikill hávaði í skellinöðrunum? — Já, svoleiðis. Nei, nei, það er bara fyrst. Annars megum við ekki keyra í hóp — t. d. á rúntinum — þá verður allt vit- laust. — Hvað komizt þið hraðast? — 70. — Nei, 80, sagði annar. Strákarnir fóru að hlæja. Og einn sagði: Þið komizt kann- ski á 70 niður brekku! Síðan sættumst við á að yfirleitt færu skellinöðrurnar ekki hraðar en 40—50 km á klst. — Er nokkur kvenmaður á svona hjólum? — Nei, það held ég ekki, — Jú, ég þekki eina, sagði annar ákafur, hún er í Keflavík. — Já, sagði sá þriðji, það er hjúkrunarkona á Vífilsstöð- um, sem er á svona hjóli. Sá fjórði sagði eitthvað, sem kom Jóni Pálssyni til að leggja við hlustirnar og hann sagði: Strákar, þið verðið að gæta heiðurs klúbbsins! Og þá var hinu formlega samtali lokið og það sem á vantar skýrum við bezt með myndum. W' Það er Magnús Gíslason, sem er í öllum herklæðum á skellinöðrunni sinni á stóru myndinni hér til vinstri. Hann er einn af mörgum félögtim í Vélhjólaklúbbnum Elding. Að neðan: Pélagar gera fleira en hugsa um skelli- nöðrur. Þeir leika t. d. svokallað ,bobb‘. (Ljósm. Fálkinn). Þrír félagar úr Vélhjólaklúbbnum Eldingu á fundi í Golfskálanum. Jón Pálsson, Símon Kjærnested, formaður klúbbsins og Sigurður Ágústsson leiðbeinandi. Á neðri myndinni sjá- um við svo klúbbmeðlimina saman komna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.