Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 29
fiAtré Aktifat FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR Hvenær giftist ég, veíkindi. Vinsamlegast lesið út úr þessu fyrir mig. Ég er fædd 19. febrúar 1924; á tólfta tím- anum að kvöldi dags í Múla- sýslu. Ég er ógift. Var komin yfir tvítugt þegar ég fór úr foreldrahúsum og hefi síðan mest unnið á saumastofum. Ég hef verið frekar heilsulítil, en þó ekki svo að ég hef alltaf unnið, þar til síðastliðið vor, að ég veiktist og hef verið frá vinnu síðan, en er nú á bata- vegi. Ég lifi mjög reglusömu lífi. Ég er lengi að kynnast fólki og á því fáa kunningja. Ég var hrifin af manni um tíma, en ég vissi að það var rangt af mér, en svo kynntist ég öðrum manni fyrir rúmu ári síðan og varð mjög hrifin af honum, en hann virðist hafa misst áhugann fyrir mér, þar sem hann lætur ekkert til sín heyra. Með fyrirfram þökk. Móna. Kæra Móna. Það er ekki að undra, þótt líf þitt hafi verið einmana hingað til, þar eð fyrrihluti lífs þíns ber með sér styrk- leysi. Ástæðan til þess er sú, að pláneturnar eru flestallar eingöngu í síðari'hluta fæðing- arkorts þíns, sem vill segja, að síðari hluti ævinnar verð- ur mikið sterkari og ánægju- ríkari heldur en sá fyrri. Að vissu leyti ber kortið einnig með sér, að þú hefur orðið fyr- ir miklum blekkingum í sam- bandi við ástarmálin allt til þessa. Á þrítugsasta og átt- unda aldursári þínu myndast fyrst aðstöður fyrir þig til að giftast, því að þá renna Sólin og Venus í samstöðu, það er að segja, að Sólin, sem er tákn mannsins í ævisjá konunnar, þá sjöundu gráðu Hrútsmerk- isins, en þar var Venus stadd- ur í fæðingarkorti þínu. Þess vegna eru allar líkur til, að þú munir giftast á þessum tíma. Undarlegt er þó, að Mán- inn er í þvers afstöðu við þessar tvær fyrrnefndu afstöð- ur einmitt á þessum tíma. — Máninn er að vissu leyti tákn móður þinnar. Ef til vill er einnig ein ástæða til einlífis þíns sú, að þú hefur lagt mik- ið á þig til að eignast sem flest og kortið þitt sýnir einn- ig að svo muni vera. Þú hefur einnig eignazt ýmislegt án þess að þurfa sérstaklega að vinna fyrir því með erfiði þínu. Þú hefur því eignazt ým- islegt fyrir það sem kallað er heppni eina saman. Ráðandi pláneta þín er Venus og það gerir þig lipra í umgengni og þýða. Þetta veldur því einnig, að þú hefur gaman af tónum og litum. Satúrn í Sporðdreka- merkinu veldur því, að þú hefur lent í erfiðleikum í ástarmálunum. Mér hefði þótt hentugra þegar þú sendir bréf- ið ef þú hefðir getað gefið mér fæðingardag og ár mannanna þannig, að ég hefði getað sagt þér um möguleika fyrir sam- búð við þá. Þær upplýsingar, sem þú hefðir gefið mér um þá hefðu ekki verið birtir í blaðinu, ef þú hefðir óskað þess. Mér virðist á flestu, að þú sért fædd sem næst 11.20 að kvöldi. Tímaspursmálið er mjög mikilvægt í ævisjánni. Annað spursmálið sem kom þarna fyrir var varðandi heilsufarið. Ástæðan til heilsu. leysisins núna síðastliðið ár er tvenns konar. — í fyrsta lagi slæm afstaða milli Sólar og Mána og gagnafstaða milli Venusar og Júpiters. Það vill segja, að slíkum afstöðum fylgja ávallt minnkandi lífs- orka, sem kemur fram sem heilsuleysi í einni eða annarri mynd. Þessar afstöður leysast upp smám saman, sú síðar- nefnda er að leysast upp, en áhrifa hinnar gætir enn í nokkra mánuði. Þú nefnir að þú hafir flutt að 'heiman upp úr tvítugu. Þetta kemur fram í kortinu þína þegar Sólin yf- irgefur fjórða húsið, en það er einmitt um það leyti. — Fjórða húsið er tákn heimilis- ins meðal annars. ★ ★ Ef lesendur langar til aö vita, hvað stjörnurnar segja um örlög peirra og vandamal, pá er auövelt aö veröa viö peirri ósk: ASTRÓ spáir í stjörnurnar fyrir lesendur FÁLKANS. í undanförnum premur blööum hafa birzt bréf pýdd úr erlendum stjörnufrœöiritum. Nú liggur pegar fyrir álitlegur bunki af bréfum frá lesend- um FálkanSj og hér birtist hiö fyrsta. er Rauðdalsskörð heita en hafa ýmist verið kölluð Reiðskörð eða Rauðuskörð. Við stórflæði fellur sjór allt upp undir skörðin. Sjávarmegin framaní háum kletti má sjá glufu eina ef farið er að framanverðu við klettinn um fjöru. í glufu þessari tíðkuðu Barðstrend- ingar að heingja glæpamenn. Og vorið lfc'48 var Sveinn skotti færður í Rauðs dalsskörð. Prestur skyldi telja um fyrir Sveini einsog lög gerðu ráð fyrir. Til þess vald- ist Ögmundur prestur, er sat að Læk, Torfason frá Leirá, Ögmundssonar. — Mælt er að Sveini hafi sæmilega kippt í föðurkyn á aftökustaðnum og borið sig með hörku og óbilgirni einsog venja hans var um ævina. Og er prestur hóf fortölur sínar, bað Sveinn um að fá að kyssa hann áðuren hann yrði festur í gálgann. Sami er kærleikurinn þó við kyssumst ekki, svaraði prestur. Þess var getið til að Sveinn hafi ætl- að að bíta prest á barkann. Slíkt var viðhorf manna til þessa alræmda stiga- manns. Þeir sem bera ábyrgð á sögunni um galdratilsögn Jóns Sýjusonar við Svein, hafa talið sér skylt að standa við hana; enda var sagt að snaran slitnaði hvað eftir annað þegar Sveinn var festur upp. Hrafnar margir sátu þar í klettunum umhverfis og görguðu mikinn. — Þetta eru vinir mínir, sagði Sveinn; þartil mönnum heyrðist þeir krúnka: tág, tág! Þá mælti Sveinn: Nú ætla þeir að svíkja mig. Var þá náð í viðartágar, — og í þeim heingdist Sveinn að lokum. Nokkur tími leið áðuren Sveinn var tekinn úr gálganum. Er þess þá getið að Barbara Björnsdóttir hafi komið að og skorið bróður sinn ofan. Sumir segja þó að líkami Sveins hafi hángið unz hann úldnaði og dytti að lokum niður; hafi búkurinn verið dysjaður, en sjór hafi tekið höfuð hans. — Glufan í Rauðsdalsskörðum var eftir þetta köll- uð Skottagjá, enda mun Skotti frægast- ur þeirra, er í henni létu líf sitt. Reimt var í Skörðunum, að því er sögur herma. Ollu því mest þjófar tveir; annar þeirra hét Hellu-Bjarni og hafði skömmu áður verið heingdur í glufunni, FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.