Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 20
 BROÐURLEITIN FRAMHALDSSAGA i. —- Já, Kata, það áttu að gera. Ég skal ábyrgjast það. — Ó, Bern, hrópaði hún. — Það vil ég ekki, ég vil bera ábyrgðina sjálf. Hann brosti hughreystandi til hennar: — Og við skulum verða sammála um að giftast áður en langt um líður. — Já, ef þú villt mig, sagði hún bljúg, og hún var gröm sjálfri sér fyrir að hafa ekki þor til að faðma hann og sýna honum ást sína og þakklæti. Hún gerði sér ljóst, hve mikið það var, sem hann bauð henni, og hve miklu hann ef til vill yrði að fórna hennar vegna, en henni var ómögulegt að gefa sig honum á vald. — Þú segir ekki mikið, Kata. En þú hefur orðið að reyna mikið, og ég held að ég skilji tilfinningar þínar. Ég er fús til að bíða — að minnsta kosti um stund. En ég verð að krefjast þess, að þú komir til mín með öll þín vand- kvæði og áhyggjur. — Já, Bern. Svo varð þögn augna- blik, og henni varð rórra. Hann brosti blíðlega til hennar. — Þú verður að treysta mér afdrátt- arlaust, elskan mín, sagði hann. — Hvað sem fyrir kemur, verður þú að treysta mér. Hann tók hana í faðm sér, og hún veitti enga mótstöðu. Hún óskaði innilega, að hún væri ekki svona köld og dauf. Ástin var ekki svona. Ástin fórnaði öllu með gleði. En samt elska ég hann á vissan 'hátt, hugsaði hún með sér. Hvað gengur að mér? Er aðdráttarafl Adrians svona mik- ils virði? — Lofaðu mér að minnsta kosti að ráðast ekki í neitt án þess að ráðgast við mig, sagði Bern alvarlegur. — Ef Sir Alexander næði sambandi við þig, sem mér finnst eðlilegt að hann geri, þá treysti ég því, að þú sendir honum enga skýrslu án þess að ráðgast við mig fyrst. Hún hafði hálfgerða óþægindakennd af því að hann væri óeðlilega ákafur hvað þetta snerti, en hún lofaði því skilyrðislaust. — Nei, Bern, það skal ég ekki gera. Hún tók eftir því að hann varð ró- legri. Hún sagði umhugsunarlaust: — Þú hefur gert svo mikið fyrir mig, Bern, og það er svo lítið, sem ég get gert fyrir þig í staðinn. — Þú verður að treysta mér, Kata, og koma til mín með öll þín vanda- mál, það er það eina, sem ég bið þig um. 20 FÁLKINN Hún varð niðurlút, og nú komu tárin enn á ný. Hún fann hönd hans undir hökunni á sér og hann lyfti andlitinu á henni. Hann kyssti hana og hún reyndi að svara kossinum innilega, en gat það ekki. Það varð aðeins alúðlegur skyldu- koss, en hugur hennar og sál var ekki með. Hvað gengur að mér? hugsaði hún með sér. Bern hefur svo margt að gefa mér, vináttuna, trúna á mig og örugga, farsæla framtíð......Og Adrian hefur ekkert að gefa. Ekkert annað en full- komna sælu, þegar hann kyssir mig og faðmar mig .... Hún rétti sig úr faðmlögunum. — Og nú var það eggjahræran! sagði hún óeðlilega kát. — Komdu með hana! sagði hann og reyndi að sýnast sem allra léttastur í skapi. — Og hún verður að vera þykk! Þau hlóu og fóru bæði fram í eldhús- kytruna. Þau reyndu bæði að vera sem eðlilegust, en Kata fann, að það sem þau sögðu og gerðu var uppgerðarlegt. Hún gat ekki áttað sig á að hún væri svo að segja trúlofuð Bern. Hún skildi það ekki ennþá. Hún þráði Adrian inni- lega. Bara að hann kæmi hingað núna — að hann faðmaði hana að sér og segði: Allt er í lagi, Kata. Ég sagði þér að ég elskaði þig. Og ég elska þig núna! En hvernig gat hann elskað hana? Hann, sem hafði sagt berum orðum, að hann vildi ekki — eða gæti ekki — gifzt henni? Hún borðaði oft hádegisverð í litlu kaffihúsi fyrir handan götuna. Nokkr- um dögum síðar hitti Adrian hana á gangstéttinni og brosti eins og hann var vanur. — Hvernig gengur það, Kata? — Við höfum haft mikið að gera undanfarið í rannsóknarstofunni, út af nýja, fjarstýrða skeytinu, sérstaklega ratsjárútbúnaðinum á því. En það er auðvitað hræðilega leynilegt, allt saman. Hann kinkaði kolli. — Ég hef heyrt, að þeir ætli að gera einhverjar tilraun- ir á Kangaroo Field. Ætlar þú þang- að, Kata? — Kannske. Mig langar auðvitað mik- ið. Og það getur hugsazt, að Bern geti hagað því svo fyrir mig. Hann horfði athugull á hana. — Já, það leggst í mig, að Williams muni ráða fram úr því. Þið eruð mikið saman, — er ekki svo? Hún leit undan og óskaði, að hún hefði ekki haft samvizkubit af að hafa svikið ekki aðeins hann, heldur líka sjálfa sig. Hvers vegna þurfti henni að finnast þetta? Hún stóð ekki í neinni skuld við Adrian: Hann hafði aldrei beðið hana neins. Ekki einu sinni um hana sjálfa. Mundi hún hafa gefið honum sig — án hjónabands? Það var hugsan- legt — meira að segja sennilegt. En hefði það haft nokkra hamingju í för með sér? Jú, þau mundu hafa verið sæl fyrst í stað. En svo hefði ástin föln- að smátt og smátt — af því að hún fékk engan stuðning af börnum og 'heimili. — Komdu og borðaðu með mér, Kata. Það getur varla spillt vináttu þinni — eða hvað það er — og Williams, þó að við borðum saman. Hún fann, að hjartað herti á sér. Og hún fann að það skipti engu máli, hvort þessi máltíð spillti milli Berns og henn- ar eða ekki. — Bíllinn stendur þarna. Við skulum aka á lítinn stað, sem heitir Chicken Inn. Ég var þar nýlega. Þar fást afbragðs kjúklingar. — Það væri gaman að koma svolítið út fyrir bæinn, sagði hún. Veitingahúsið var nokkuð langt fyrir utan bæinn, og þau nutu golunnar, sem lék um þau í sólarhitanum. Gildaskál- inn var í gömlum, enskum krár-stíl, og einstaklega vistlegur. Gestir voru fáir um þetta leyti dags- ins. Kata og Adrian settust við glugga- borð, báðu um steiktan kjúkling og fengu sér kokteil meðan þau biðu. Kötu hitaði í andlitið: hún var fárán- lega sæl núna. Þau hlógu og mösuðu, en töluðu aðeins um ópersónuleg efni. Hún fann eftirá, að það var Adrian, sem átti sökina á því. Þau hefðu vel getað verið gamlir og góðir vinir, sem voru að skemmta sér saman. Þau töluðu um ýmsa, sem þau þekktu bæði, en minnt- ust hvorki á Dennisonshjónin eða Bern. En hann spurði hana hvernig Helgu liði, og hún sagðist koma til hennar í sjúkrahúsið á hverjum degi. Hún væri betri, en þó ekki nógu hress til að fara úr spítalanum. Hún ætlaði sér ekki til Dennisons aftur. Helga hafði aðeins einu sinni minnzt á Frank, og það hafði verið daginn áður. — Hafa þau sagt nokkuð við þig um Frank? spurði Helga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.