Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 24
LÝSING I HEIMAHÚSUM Að undanskildum nokkrum sumar- mánuðum eyðum við ævinni við raf- magnsljós, þar af leiðir, að ekki þarf síður að taka tillit til staðsetningu ljósa heimilisins en húsgagna og annarra rnuna, þegar verið er að skipuleggja það. Röng lýsing getur breytt annars vel fyrirkomnu heimili í ömurlegan samastað. Góð lýsing eykur hins vegar vellíðan okkar og bætir skapið. Hún stuðlar að betri vinnuskilyrðum, og er það ekki hvað sízt mikilvægt fyrir hús- móðurina. Við kaup á ljósfærum skal fyrst og fremst taka tillit til notagildisins, útlit- ið á í flestum tilfellum að sitja á hak- anum. Ljósið á ýmist að falla á visst vinnusvið, t. d. eldhúsborðið, eða gefa almennt Ijós, sem mun oftast fengið með einum lampa í miðju lofti. En hvaða kröfur á þá að gera til góðr- ar lýsingar? 1. Lýsingin má ekki valda ofbirtu. 2. Birtan verður að vera nægileg. 3. Ljósið þarf að hafa hentuga stefnu og skuggamyndun. Einnig að falla þar sem mest er þörfin fyrir það. 4. Ljósið þarf að hafa viðeigandi lit og endurkasta liti heimilisins á eðlileg- an hátt. Val lampabúnaðar (skermar) og stað- setning lampa ráða mestu um fyrsta liðinn. Við tölum um ofbirtu, þegar ljós- ið frá lampanum er mjög skært, einnig getur hún átt rætur sínar að rekja til endurkasts ljóssins af borði, vegg eða öðrum fleti. Oftast má forðast endur- skins ofbirtu með réttri staðsetningu lampa og með því að nota frekar matta fleti um gljáandi. Sjálfsagt er að kaupa mattar perur í stað glærra. Birta hinna síðartöldu er mjög skær og óþægileg, en þeirra möttu mun þægilegri. Þær gefa svo til jafn- mikið ljós, munurinn er nál. 1% þeim möttu í óhag. Við skulum nú taka fyrir hin ýmsu herbergi heimilisins og athuga, hvað hafa þarf í huga við staðsetningu ljósa þar. Er ekki fjarri lagi að byrja á eld- húsinu, sem má telja miðdepil heimil- isins, og er fyrst og fremst vinnuher- bergi. Þar er oft lýsing af skornum skammti, eitt lampastæði í miðju lofti, sem er alls ófullnægjandi, því með því móti fær húsmóðirin allt ljósið á bak sér. Ljósið á fyrst og fremst að falla á hin ýmsu vinnusvið húsmóðurinnar, án þess þó að lýsa í augu hennar. Betra er að hafa ljós í lofti yfir eldavél en á veggnum, þar sem ljósið lýsir fullt eins mikið í andlit þess, sem við vélina stendur eins og ofan í pottana. Ef lampar eru settir undir skápa, sem eru yfir vinnuborðum, skal setja þá fremst á skápana en ekki inn í krikann við vegginn til að forðast endurskin. Bezt er að byggja slíka lampa inn í skáp- ana, en þá verður að hugsa fyrir því, þegar eldhúsinnréttingin er teiknuð. Sé borðkrókur í eldhúsinu er hent- ugast að hafa færiljós yfir borðinu, því að það er oft vinnuborð húsmóðurinnar. í setustofunni verður fyrst og fremst að gera ráð fyrir almennri lýsingu, oft- ast fengin með einum lampa í miðju lofti. Margir telja að veggljós og gólf- lampar, eða ef til vill aðeins annað hvort, sé eina lýsingin, sem nota eigi í stofuna. Þetta er trúlega tízkufyrir- brigði, sem varhugavert er að miða við. Hæfileg almenn lýsing, ásamt sérlýs- ingu frá gólf- og vegglömpum við setu- krók til að sauma við eða lesa, hjá út- varpi eða bókahillu getur gert stofu mjög hlýlega og vistlega. Lampar, sem ætlaðir eru til notkun- ar við lestur og sauma, eiga að standa fyrir aftan sætið og þannig, að sá, sem situr fái ljósið yfir vinstri öxl. Beztir eru færanlegir lampar og með þannig skermum, að birtan gæti fallið beint á bók eða handavinnu. Sé sérstök borðstofa er bezt að hafa færanlegan hengilampa yfir miðju borði. Þar eð slíkir lampar lýsa lítið út í her- bergið er fallegt að hafa einn eða tvo vegglampa t. d. yfir hlaðborðinu (skauk- ur). Við ákvörðun ljósa í svefnherbergj- um verður að hafa í huga er hér er fyrst og fremst um að ræða hvíldarherbergi og oft vinnuherbergi húsmóðurinnar. — Auk almennrar lýsingar þurfa að vera lampastæðt við rúm og snyrtiþorð. Bezt er að hafa við rúmin litla lampa, sem ýmist eru festir á rúmgaflana, eða sem betra er á vegginn dálítið fyrir of- an og hliðar við rúmið, svo hægt sé að sitja uppi í rúminu og lesa án þess að skyggja á bókina. Eins skal þess gætt, að ljósið raski ekki svefnró annarra, ef fleiri en einn eru í sama herþergi. 24 FÁLfclNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.