Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Page 16

Fálkinn - 15.02.1961, Page 16
> - J? dagAÍHA CHH AÐ BERJA GÖLFTEPPI Ég held ég þekki engan karlmann, sem ekki er illa við að berja gólfteppi, og er ég þar engin undantekning. En samt er það svo, að erfitt er að smeygja sér hjá því að dangla eitthvað í teppi a. m. k. einu sinni á ári, þegar engu er eirt í vorhreingerningunum. Víst er þó um það, að miklum tíma eyða húsmæðurn- ar í að dekstra eða hóta eiginmönnum sínum, áður en þeir taka teppið á öxl og bankara í hönd og hunzkast út með ófagran munnsöfnuð á vörum. Með tvennu móti er þó hægt að losna í eitt skipti fyrir öll við allan teppa- barning: Kaupa ryksugu eða teppi horn í 'horn, sem neglt er niður. Það er mín kenning, að sá heiðursmaður, sem tók upp á því að negla niður teppi, hafi fyrst og fremst verið að hugsa um þetta leiðinda skylduverk margra hrjáðra eig- inmanna. Jæja, en ég ætlaði að segja ykkur af því, þegar ég fékk 23 eiginmenn upp á móti mér. Við bjuggum í stóru fjölbýlis- húsi með 24 íbúðum. Konan mín hafði nokkrum sinnum minnzt á teppið, en ég hummað það fram af mér. Nú var hún farin að herða sóknina, enda var hún augsýnilega að sigta upp á laugardag- inn. Hún var nfl. farin að þekkja mig og afstöðu mína til teppisins, svo að hún var svo klók að byrja að brýna mig nokkrum dögum fyrir hinn ákveðna barningsdag. Og svo kom laugardagurinn, og hvern- ig svo sem ég vonaði, þá virtist ekkert útlit fyrir það, að dropi kæmi úr lofti þann daginn, en það eitt hefði getað frestað áformum konu minnar. Þvert á móti var hið ákjósanlegasta teppaveður: norðan rok og kuldi. Svo var ég búinn að borða. Ætlaði ég nú ekki að drífa mig og ljúka þessu? Svona, hvað er þetta, kona? Má maður ekki einu sinni jafna sig eftir matinn? Svo þurfti ég að líta í Moggann, svo vildi ég hlusta á óskalögin, fara á kló- settið o. s. frv. En ég teygði víst þolin- mæði konunnar of mikið, því að hún fór allt í einu að rogast við að koma teppinu á öxl sér og myndaði sig við að leggja af stað niður stigann. Þá var mér nóg boðið. Ég þreif af henni bank- arann og rausaði eitthvað um, að það væri nú meiri frekjan að ætla að svipta mann ánægjunni af því að fá að dangla í blessað teppið, eins og ég væri búinn að hlakka mikið til þess, ha, ha. Ég fór í jakkann og setti sixpensara á 'haus mér og dró niður derið. Af stað fór ég svo með teppið á bakinu. í þetta sinn var eiginlega ekki um það að ræða, að ég hefði svo mikið á móti því að berja sjálft teppið, heldur var aðalástæðan dálítið önnur: Þetta yrði hrein sýning! Snúrurnar voru beint fyrir framan blokkina, sem var með 24 eldhúsglugga einmitt á þeim vegg, sem fram sneri. Það var laugardagur og 23 eiginmenn voru heima hjá sér að hlusta á óskalögin, en 23 forvitnar eiginkonur voru sífellt að gægjast út um eldhús- gluggana. Og ég gekk ótrauður fram á leiksviðið með sixpensarann niður í augu, teppið á bakinu en bankarann í hendinni. Ég baslaði teppinu upp á snúrurnar, setti mig í stellingar og réðist svo til atlögu. Eftir að höggin byrjuðu að dynja á tepp- inu, sá ég, þegar ég gaut augunum í átt til hússins, að 23 'húsmæður voru komnar í eldhúsgluggana hjá sér. Ég herti mig að berja, svo að rykið ætlaði mig lifandi að drepa, jafnvel þótt rok væri. Svo fóru krakkarnir að safnast að mér. Þau stóðu fyrst álengdar, en færðu sig síðan nær. Einn þeirra tók út úr sér puttann og sagði: Pabbi minn segir, að þú sért asni og að kellíngin þín hafi rekið þig út til að berja teppið. Er hún vond við þig? Annar tók undir: Mamma mín segir, að þú sért góður við konuna þína. Hún sagði pabba mínum, að hon- um væri nær að berja líka okkar teppi og hann varð voða reiður. Hann sagði líka, að þú værir bara bjáni. Jæja, sagði ég. Ég hamaðist að berja sem aldrei fyrr og var nú orðinn kófsveittur og skítugur. Þegar ég þóttist hafa fælt mest af rykinu burt, rúllaði ég teppið saman, slengdi því á öxlina og þrammaði heim á leið. í útidyrunum mætti ég mannin- um af neðstu hæðinni með teppi á bak- inu og gamlan hatt niður í augu. Hann var óskaplega reiðilegur á svipinn, sendi mér nístandi augnaráð og tók ekki und- Framh. á bls. 31.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.