Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 17
Hrímfaxi á flugi' yfir landslagi, sem mætir auganu síðasta spölinn til Hamborgar. Að neðan: Fílar í hin- um fullkomna dýragarði Hagenbecks. VIÐ SKILDUM við hina heppnu vinnendur í Bingó-spili Fálk- ans, þar sem þeir voru ásamt Skarphéðni Árnasyni fulltrúa Flugfélags íslands í Hamborg um borð í stórri ferju og skoð- uðu hina frægu og stóru höfn borgarinnar. Þrátt fyrir allan ys og þys stórborgarinnar, er ferðalöng- unum hin dásamlega ferð að heiman með Hrímfaxa, Viscount- skrúfuþotu Flugfélags íslands í fersku minni. Hérna á mynd- inni er Hrímfaxi á flugi yfir landslagi, sem mætir auganu á flugleiðinni síðasta spölinn til Hamborgar. Landið skiptist í reiti, akrar mismunandi litir eftir því hverju bóndinn hefur sáð. Smáþorp hér og þar, tré á víð og dreif og vegirnir eins og dökkar rákir. Eitt af því, sem ferðalangarnir ætluðu að skoða í Hamborg, er hinn frægi og fullkomni dýragarður Hagenbecks. Vegna þess að ferðalangarnir eru ekkert að flýta sér og ætla auk þess að sjá sem mest af borginni, fara þeir með sporvagni, en leiðin frá miðborginni er nokkuð löng, sporvagninn nemur víða staðar og ferðin tekur þess vegna nokkurn tíma. Við aðalhlið dýragarðsins eru risavaxin líkneski af ljónum og frá hliðinu sjást strax nokkur dýranna. Ferðamennirnir kaupa sér aðgöngumiða og vegna þess að þeir eru með myndavél meðferðis, verða þeir að greiða hálft mark aukalega. Við skiljum svo við þá hérna rétt fyrir innan hliðið, þar sem þeir eru að skoða fílana og væntanlega hittum við þá aftur í nEesta Fálka. Tölur eru nú birtar í sjötta sinn í hinu vinsæla Bingóspili Fálkans. Spilinu lýkur eftir tvær vikur. Spenningurinn eykst stöðugt. Hver hlýtur hin glæsi- legu verilaun: flugfar fyrir tvo til Hamborgar með Flugfélaginu?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.