Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 13
það sem ég segi. Nú skaltu gera alvöru úr því að taka barn til þín. Það er til fjöldinn allur af börnum, sem ekki líð- ur eins vel og þeim mundi líða hérna hjá okkur. — Já, en það verður ekki mitt barn, svaraði Selma. — Með tíð og tíma finnst þér eins og það sé þitt barn, sagði Lassi. — Nei, ég vil það ekki, Lassi, sagði Selma. — Ég er svangur, sagði Lassi. — Maturinn verður tilbúinn á borð- inu rétt strax, sagði Selma. Þú færð nýru með baconi og súkkulaðibúðing með rjóma. — Namminamm, elskan, sagði Lassi. Daginn eftir fór Selma til læknisins. Hann gaf henni þann úrskurð að ekk- ert ætti að vera því til fyrirstöðu að hún gæti eignazt barn. — Eruð þér vissir um það, spurði Selma. — Já, hvað yður snertir, þá er ég al- veg viss um það. Þér megið treysta því. Það er sveimér leiðinlegt, að þér skul- uð ekki hafa átt börn. Þér eruð skap- aðar til þess að eignast börn. En ein- hvers staðar hlýtur eitthvað að vera í ólagi. Talið við manninn yðar. Biðjið hann um að fara til læknis. — Það þori ég ekki.. . — Hvaða vitleysa! Þér þorið það víst. Fullorðið fólk ætti að geta talað um svona lagað eins og sjálfsagða hluti... Selma þorði ekki að ympra á þessu strax. Hún var að varðveita friðinn. En þegar nokkrar vikur voru liðnar, gat hún ekki þagað lengur. Hún til- Þau höfðu verið gift í tíu ár og aldrei rifizt. Þau voru hamingjusöm að öllu leyti, nema einu: Þau áttu engin börn ... kynnti honum, að hún hefði verið hjá lækninum. — Ég hef verið svo hrædd um að það væri eitthvað alvarlegt að mér, sagði hún. -— En það var það ekki. Ég er sköpuð til að eignast börn. — Elskan mín, sagði Lassi. — Skiptir þetta í raun og veru svo miklu máli? — Þetta er óskaplega mikilvægt, sagði Selma og að þessu sinni var hún alvar- leg. Hún sagði snöggt: — Farðu til lækn- isins, Lassi. Kannski er það eitthvað, sem hann getur lagfært. — Nei, Selma, svaraði Lassi. — Það er ekki hægt að lagfæra það. Ég hef oft og mörgum sinnum verið hjá hverjum lækninum á fætur öðrum, — nú síðast fyrir um hálfu ári síðan. Okkar á milli sagt, elskan mín, — þá get ég ekki bú- ið til börn. En ... — Herra minn trúr! En hvað? Lassi strauk henni yfir hárið. — Það er til nóg af nothæfum karlmönnum, sagði hann, — ég á við, úr því að þetta er svona mikilvægt fyrir þig, að eignast þitt eigið barn. — Nei, nú held ég, að þú sért orðinn eitthvað verri, hrópaði Selma. — Svona, svona, sagði hann. — Þagmælska, fyrir alla muni: fullkomin þagmælska. Selma grét og Lassi leiddi hana inn til sín, huggaði hana og sagði: — Svona, svona, dúfan mín ... V f byrjun maí sprungu blöð trjánna út eins og þau voru vön og Selma varð slæm fyrir hjartanu og fór til læknis. — Ég get ekki séð neitt, sagði lækn- irinn. — Ég held að þér hafið aldeilis fyrirtaks hjarta. — Er ekki hjartavöðvinn eitthvað slakur, sagði frú Selma. — Mætti segja mér, að þér hefðuð heimsins sterkasta hjartavöðva, svaraði læknirinn og brosti. — En stundum slær það svo ört, sér- staklega þegar ég leggst niður, sagði hún. — Getur það verið frá taugunum? — Já, ef til vill, svaraði læknirinn. — En ég held nú samt, að það sé ekk- ert að yður. En þér getið engu að síður farið á sjúkrahús og látið taka af yður röntgenmynd. Ég skal skrifa ávísun fyr- ir yður. — Gætuð þér ekki sent mig til sér- fræðings í höfuðborginni. Ég er satt að segja hrædd. — Sjálfsagt, sjálfsagt, sagði læknir- inn og skrifaði óskiljanlega bókstafi á pappír, setti í umslag og skrifaði utan á til sérfræðings. — Var það nokkuð alvarlegt, spurði Lassi áhyggjufullur. Hann hafði tekið sér frí frá skrifstofunni og setið heima og beðið eftir úrslitunum. — Nei, ekkert alvarlegt, sagði Selma, — en til öryggis sendi hann mig til sér- fræðings. Það er kannski eitthvað í taugunum, eins og læknarnir kalla það. Það er víst bezt að ég fari strax á morg- un. Þú getur borðað í klúbbnum. — Mamma gætir hússins meðan ég er í burtu. Og svo gerðist það, að Lassi fylgdi henni til lestarinnar, kyssti hana inni- lega og Selma táraðist. Þau höfðu ekki verið fjarverandi hvort frá öðru einn einasta dag í tíu ár, sem þau höfðu ver- ið gift, og til höfuðborgarinnar höfðu þau ekki komið, síðan í brúðkaupsferð- inni. Selma ferðaðist að sjálfsögðu á fyrsta farrými. Lassi setti ferðatöskurnar inn í tóman klefa, kom þeim fyrir í netinu og síðan var hrópað: Af stað! — og Lassi hoppaði af lestinni. Lestin hreyfð- ist hægt af stað. Það var dásamlegt að ferðast ein. Trén meðfram teinunum mynduðu græna rönd. Við næsta viðkomustað steig maður FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.