Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 28
Landhlaup og Frh. af bls. 9 þetta líf, að auk annarra þeirra stór- glæpa, sem honum mega kannske á hendur bevísast og hér verða ekki fram taldir. Biður því kristileg kirkja guðs þá veraldlegu valdstjórn, sína meðsyst- ur, dóttur og þjónustu í guði, að sjá einhver góð ráð og kristileg meðul þar til, að þvílík óstjórnleg guðs foröktun gangist ekki svo opinberlega við í land- inu né þessu Skálholtsstipti, meinandi yður bæði persónanna og embættisins vegna skylduga til yfir alla hluti fram guðs hræðilega og dýrðarlega nafns dýrð og vegsemd að heiðra og elska, ekki alleinasta hver um sig, heldur og líka embættismennina fyrir guði og há- yfirvaldi hana við aðra að framkvæma og þar af að fylgja með öllu megni, að hún ekki fyrir neina forsómun fót- troðist, með því þér eruð guðs þénarar, berandi ekki sverðið forgefins til að aga þá, sem illa gera, eruð og einninn skyldugir af konunglegrar maistets Or- dinanziu guðs þjónustugerðum þá lið- veizlu og forsvar sem annars eigið hverj- um bónda og kóngsins þegn að veita, eigið að halda svo báðar guðs boðorða töflur, að þær 'hafi sína virðing og fram- gang í landinu, eigið guð að elska af öllum hug, af allri sálu og öllum mætti og öllum huga yfir alla hluti fram og vandlæta fyrir hans dýrðar nafns sakir, svo að falli ekki undir fætur og verði að háði vondra manna og falli réttlaust fyrir nokkurs konar hirðuleysi; annars mun guð sjálfur sinn rétt hjá oss sækja, ef vér viljum hann ekki rækja og ótt- andist, að bæði valdstjórnirnar og aðr- ir landsins innbyggjendur megi þar af hefndir hljóta, frá hverjum guð yður og alla oss bevari. Gerum nú því ekki verk drottins sviksamlega, heldur sjáum til, að vér, sem nú erum settir yfir hið minna, megum því síðar meir setjast yfir hið það meira og ganga inn í vors herra fögnuð. Svo er nú þessi maður guði og yður afhentur til þeirra aðgerða og réttar, er heilagur andi gefur ráð til, en kirkj- an tekur af honum sitt varðhald og ábyrgist yður, hvern hún hefur geymt hingað til upp á rétt vegna óguðlegs framferðis, hvar á guð alls mektugur honum og öðrum bót vinni. Guðj. almáttugum séuð þér og allir vér trúlega befalaðir. Amen. Skálholti 27. Junij 1646, Brynjolfur S(vein)s(on) R. guðs og kirkjunnar þénari.“ Tveimur dögum síðar féll svohljóð- andi dómur á Alþíngi, þar sem lögrétt- an kom sér, samkvæmt boði biskups, saman um viðeigandi pyntíngar til að 28 FÁLKINN glettíngar öðlast fremur setu í himnaríkinu og „setjast yfir hið meira“: 1646, 29. Junij á almennnilegu Öxar- árþígi dómur af allri lögréttunni um það straff, Sveinn Björsson, kallaður skotti, skyldi eftir lögunum líða fyrir guðsorða og sakramentanna foraktan og sína óráðvendni, sem skriflega var fram borin af hendi biskupsins meistara Brynjólfs Sveinssonar. Kom fyrir oss að greindur Sveinn hefði tvisvar komið undir refsíng, einu sinni í Þíngeyjar- þíngi og í annan tíma í Húnavatnsþíngi. Ályktuðu lögmenn báðir, herra Árni Oddssoon og herra Magnús Björnsson, og lögréttan með samþykki Jens Söf- frenssonar, að greindur Sveinn skyldi fá húðlát svo mikið sem hann má mest bera, og missa annað eyrað, og ábyrg- ist sig sjálfur, og skyldi strax innan átta vikna, án forfalla, vera kominn vestur í sína sveit, sem sögð er í Isa- fjarðarsýslu, og vinni sér þar fóstur; en finnist hann annarsstaðar síðan þess- ar átta vikur eru um liðnar, svo hann geri nokkuð stráksverk eftir þennan dag, þá sé hann rétttækur og dræpur, hvar sem hann verður síðar fundinn. — Undir-batzt nú Sveinn að bæta sitt framferði við guð og menn, í því að elska guð og hans orð, meðtaka sakra- mentin og lifa meinlauslega héðan í frá. En gerði hann öðruvísi, játaði og undir- batzt hann að hann skyldi réttlaus dræpur. — Óskaði Jens að biskupinn meistari Brynjólfur vildi til setja hon- um prest, að veita Sveini opinbera af- lausn á hentugum tíma. — Var nú þess- um dreng, eftir opinbera aflausn, refs- að eftir mati dómsins innihaldi, þing- mönnum viðverandi, 1646, 40. Junij. Eingin heimild er nú til sem greinir frá hvernig það atvikaðist að Sveinn komst undir handarjaðarinn á Brynj- ólfi biskupi. En af ofanskráðum gögn- um má sjá, að mönnum hefur þótt ærið um framferði Sveins. ★ Sveinn Björnsson, sem nú hafði heit- ið því að „elsku guð og hans orð“ með meiru, fór nú vestur á bóginn, einsog fyrir hann var lagt. Er nú fátt greini- legt af honum sagt næstu misserin, en búast má við að ekki hafi guðsóttinn verið átakanlegur, því 1748 var hann tekinn fastur í Barðastrandarsýslu. Um tildrög þess eru sagnir harla vafasamar, t. d. sú að Sveinn hafi komið að Auðn- um á Hjarðarnesi, vélað þar griðkonu frá bænum, haft afskipti af henni og drepið hana síðan. Mun þetta uppspuni, a. m. k. að því er morðið snertir, því elztu heimildir geta þess hvergi að Sveinn hafi nokkru sinni gerzt sekur um slíkt, og eigna þær honum þó flest hugsanlegra glæpa. Eftir þetta er sagt að Sveinn kæmi að efra- eða neðra- Rauðsdal á Barðaströnd. Var bóndi ekki heima. Sveinn falaði nú húsfreyju til fylgilags við sig. Hún vissi að Sveinn myndi einskis svífast, tók því það ráð að lofa honum því og hún skyldi byggja með honum eina sæng um nóttina, en kvaðst nú vilja matselja fyrir hann spað. Sveinn tók þessu játandi, en á meðan sendi húsfreyja menn að Haga til Magn- úsar sýslumanns Jónssonar og sögðu þeir til Sveins. Sendi sýslumaður þegar í stað menn til að grípa Svein; komu þeir í Rauðsdal í þann mund er húsfreyja lézt ætla að stíga í sæng hjá Sveini. Er hún fór úr pilsi sínu, steypti hún því yfir höfuð Sveini og bað sendimenn sýslumanns að hafa nú hendur á honum. Fylgir sögunni að húsfreyja hafi gripið þetta ráð vegna þeirrar vitneskju að eingin bönd gætu 'haldið Sveini, síðan þeir Jón Sýjuson voru samtíða. — Hvað sem leynast kann af sannleika í þessum sögum, er það víst, að Sveinn var færð- ur Magnúsi sýslumanni. Þíngaði hann í málum Sveins og dæmdi hann síðan til hengíngar. ★ Skammt frá Neðra-Rauðsdal á Barða- strönd eru niðri við sjóinn skörð þau

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.