Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 23
sem gróðrinum hafði verið rutt af þarna í hjarta frumskógarins. Það grípur mann alltaf skrítin til- finning, þegar vélin er lent og hreyfl- arnir hafa stöðvazt. Þögnin kemur svo snöggt og áhrifin eru jafnóvænt og manni væri gefið utanundir. En í þetta skipti var það auk þagnarinnar annað, sem olli eikennilegu andrúmslofti. Þú mundir ekki hafa getað gert grein fyrir hvað þetta var, nema í ljósi þess sem gcrðist síðar; þú hefðir ekki getað sagt, að ógæfan væri yfirvofandi. En ég vissi, og allir vissu, að eitthvað var að. Enginn hafði komið út á völlinn til að taka á móti okkur. Tollskýlið, sem farangur okkar skyldi skoðaður í, stóð þarna í fjarska. Og yfir því blakti Mexí- kófáninn, rauður, hvítur og grænn. Þarna sást hvergi lífsmark. Við Carruthers og flugmennirnir tveir héldum áleiðis að tollskýlinu; okkur fannst það allt í einu vera óralangt burtu. Veðrið var mjög heitt. Skýlið var mannlaust. En skammt frá því voru híbýli fjögurra manna, sem önnuðust landamæragæzluna. Tveir þeirra voru hermenn, en tveir tollþjón- ar. Þegar við komum inn í þetta skýli skildum við hvað gerzt hafði. Indíánar höfðu komið eitri í vatnsgeyminn. Annar hermaðurinn var dáinn; tollþjón- arnir voru gengnir af vitinu. Hinn her- maðurinn gat skýrt þetta fyrir okkur, því að það bráði af honum við og við. Þetta var auðvitað hræðilegur atburð- ur, en fyrst í stað gat ég ekki skilið hversvegna flugmennirnir virtust taka sér það svo nærri. í flugvélinni var am- erískur læknir — feitur og grallaraleg- ur frá Louisiana — og meðan ég og Carruthers gerðum það sem við gátum til að hjálpa veiku mönnunum, voru flugmennirnir að pískra saman. Mér var forvitni á að vita, hvað þeir væru að tala saman um. Ég varð þess vísari tíu mínútum síðar. Öllum farþegunum var stefnt til fund- ar í tollskýlinu. Við stóðum kringum langt tréborð, flestir okkar virtust slompaðir og talsvert hræddir. Það mun hafa lagzt í flesta, að Indíánarnir, sem eitrað höfðu fyrir fjórmenningana, mundu vera á verði enn og sitja um líf okkar. Eldri flugstjórinn gerði grein fyrir hvernig komið væri; hann talaði dræmt og röddin var afsakandi. Það fyrsta, sem hann sagði var, að einn farþeganna yrði að verða eftir þarna á staðnum. Það var svona. Flugvélin var full- hlaðin — kannske ofurlítið meira, sagði flugstjórinn og leit talsvert ávítandi til brúðkaupsferðarhjónanna frá Guate- mala City, sem höfðu snúið á hann og laumað með sér aukatösku. En nú voru komnir til sögunnar þrír fárveikir menn, sem þurftu að komast undir læknis hendur hið bráðasta. Með því að skilja allan farþegafarangurinn eftir — póst- urinn var auðvitað friðhelgur — yrði hægt að bæta tveim af sjúklingunum við. En eina leiðin til að koma þeim þriðja, var sú, að skilja einn farþeg- ann eftir. Flugstjórinn sagði, að ekki mundi verða nema tíu tíma bið, eða í hæsta lagi ellefu, þangað til vél yrði kom- in hingað til aðstoðar frá Vera Cruz; hún yrði að vera komin fyrir myrkur. Og hann benti á til hughreystingar, að engin ástæða væri til að óttast hættur af hálfu Indíána. Þetta væru umrenn- ingar og þjófar, er hefðu komizt að raun um, að þarna væri engu hægt að stela eða ræna, og þess vegna væru líkurnar fyrir því, að sá sem eftir yrði, væri alveg óhultur fyrir þeim, ekki minni en níutíu og níu af hundraði. En hann virtist alls ekki sannfær- andi, og við sannfærðumst ekki heldur. Okkur var órótt, meðan við biðum þess að nú yrði einhver beðinn að bjóða sig fram til eftirsetunnar. Carruthers einn virtist vera alveg ósnortinn af því, sem fram fór. Höndin, sem hélt eldspýtunni upp að pípunni hans var nærri því ögr- andi stöðug; en ég tók eftir að eldur var þegar kominn í pípuna. Óæðri flugmaðurinn hafði verið send- ur út í vélina meðan á þessu stóð. Nú kom hann aftur. Hann var með venju- leg spil í hendinni. Hann spurði hvort nokkur amaðist við að dregið væri um hver skyldi verða eftir, því að það væri réttlátasta leiðin. Enginn andmælti því. „Ágætt!“ sagði flugstjórinn. „Ásinn er hæstur, og sá sem fær hæsta spil verð- ur eftir. Kvenfólkið tekur ekki þátt í þessu hlutkesti.“ Svo byrjaði hann að gefa spilin. Ég man glöggt eftir næstu tveim mín- útum. Spilabökin með myndinni, sem allir kannast við, sáust á víð og dreif um tréborðið; þrusk í rottu eða ferfætlu milli þilja í loftinu yfir okkur; nístandi stunur, sem heyrðust í sífellu frá einum sjúklingnum; tíbráin yfir sólbakaðri moldinni fyrir utan . . . Við fengum eitt spil hver. Enginn sagði orð. Tileygði kaffiekrueigandinn frá Costa Rica, sem sat til hægri hand- ar þeim, sem gaf, leit á spilið sitt og létti auðsjáanlega. Rösklegi Gyðingur- inn — guð veit hvaðan hann var — leit á sitt, en lét ekki lesa neitt út úr svip sínum. Laglegi litli læknirinn virtist á báðum áttum, en brosti hughreystandi til konunnar sinnar. Alvarlegu Mexi- canarnir tveir voru — annar órannsak- anlegur en hinn lék á als oddi. Sköllótti stjórnmálamaðurinn frá Guatemala gat ekki komið sér að því að taka upp spil- ið sitt; hann starði á það eins og hann væri dáleiddur. Nú kom að mér. Spilið mitt rann til mín á borðinu. Mér fannst ég ætlaði að verða veikur, þetta var óhugnanlegt augnablik. En ég tók það upp og þetta var lágt spil, lauf-sex — og mér fannst veröldin allt í einu orðin miklu betri en áður. Eftir mér voru aðeins brúðkaups- ferðarmaðurinn og Carruthers, sem sat næstur flugmanninum sem gaf. Brúð- guminn tók utan um konuna sína. Hann tók upp spilið með lausu hendinni og sýndi henni það. Carruthers gat séð það líka. Hann beit á vörina. Brúðurin fór að skæla, mismunandi hátt. Maðurinn virtist vera að biðja fyrir sér. Og svo fór síðasta spilið — til Carrut- hers. Hann leit á það, án minnstu for- vitni, tók ég eftir. Svo yppti hann öxl- um og er augu okkar mættust brosti hann, dálítið háfleygur og viðutan, sýnd- ist mér. Mér var forvitni á að vita hvaða spil hann hefði fengið. Við flettum upp spilunum í sömu röð og okkur hafði verið gefið. Þau voru flest lág — þristur — átta önnur átta — fjarki — ógeðfelldari Mexicaninn hafði fengið laufgosa; hann varð fýlu- legur í framan, en allir hinir virtust ánægðir... En heppnin var með honum. Án þess að segja orð fletti litli maðurinn til hægri við mig upp hjartakóng og fór um leið að þerra tárin af augum kon- unnar sinnar, með skottinu á ódýrum ref, sem hún hafði um hálsinn. Hárið kitlaði hana í nösunum svo að hún hnerraði. Það var mjög hátíðlegt. Þá heyrðist allt í einu skær, þægileg rödd Carruthers og rauf þögnina. „Bíð- ið þið hæg,“ sagði hann. „Ég hef fengið spaðaásinn. Ætli ég sé ekki maður fyrir honum.“ En hann fleygði ekki spilinu heldur stakk því í vasa sinn, og um leið deplaði hann til mín augunum, og mér fannst augnaráðið vera úr öðrum heimi. Það drundi í hreyflunum og moldryk- ið þyrlaðist upp. Við kvöddum Carrut- hers. Þetta var hjartnæm skilnaðar- stund. Brúðkaupsferðarhjónin voru þau einu, sem trúðu því að hann hefði í raun réttri dregið ásinn, og af okkur hinum var gyðingurinn sá eini, sem kaus frem- ur að láta í ljós fyrirlitningu en aðdá- un. Læknisfrúin reyndi að fara meðal- veginn; Carruthers mætti ekki halda, Framh. á bls. 33. Nú kom að mér. Spilið mitt rann til mín á borðinu. Mér fannst ég ætla að verða veikur. Þetta var éhugnanlegt augnablik. En ég ték það upp og ... FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.