Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 32
— Ég ætla aS eiga sjö, sagði Selma. Það er lukkutala í minni fjölskyldu og betri faðir en þú ert er ekki til í öllum heiminum. — Sjö, sagði Lassi og gretti sig. — Sjö? En þú verður að hugsa um, að ég þarf að stunda skrifstofuna. — Það lækka skattarnir hjá þér, sagði Selma. — Það getur vel verið, en nei: Ekki nema eitt í viðbót, sagði Lassi ákveðinn. — Bara fjögur? hrópaði Selma hneyksluð. — Þú mátt ekki vera svona eigingjarn. — Já, en þú verður að hugsa um, að ég þarf að stunda klúbbinn og skrifstof- una mína, sagði Lassi stuttlega. — Fjög- ur er hæfilegt. Flestir eiga ekki nema tvö nú á dögum. Og þannig varð það. Selma eignaðist ekki nema fjögur börn, vesalingurinn. Ævintýralíf - Framh. af bls. 11. því ekki vera ætlunin, að láta mig vera sambandsmann milli Þjóðverja og ítala, eins og ég hafði haldið. Nei, ég átti að fara í njósnaskip og hlusta á skeyti frá enskum skipum. Ég mundi orð föður míns og fann að mér væri þetta ómögulegt. Ég fór til Ciano greifa og reyndi að fá inngöngu í ítalska herinn. Þetta var djarft spor, en ég treysti Ciano. Hann var heiðurs- maður, þrátt fyrir allt, og ég held að hann hafi skilið vandann, sem ég var í. Hann dáði Breta nærri því eins mikið og ég sjálfur. Ég hlustaði á útvarp um hríð, um borð í þýzkum varðskipum, en tókst von bráðar að losna úr þeirri prísund. Ég vann lítil afrek sem njósnari og náði ekki í neinar áríðandi tilkynningar. ÝMS ÆVINTÝRI. Loks var ég skipaður sambandsfor- ingi. Að réttu lagi var ég enn korpór- áll í þýzka hernum. Ég var á áríðandi fundum með aðmírálunum í korpóráls- fötunum mínum. Það kunnu þeir illa við. Ég reyndi ýmislegt sem sambandsfor- ingi. Miðjarðarhafið var undir ítölsku eftirliti í þá daga, og þýzkir sambands- foringjar voru með öllum skipum til Afríku og frá. Þetta var hættulegt starf. Við fengum skammbyssur og var skip- að að skjóta sjóliðana ef skip sykki og ekki væri nóg af lífbeltum handa landhersmönnunum, því að þeir voru verðmætari. Einu sinni varð skipið mitt fyrir am- erískri sprengju. Ég fann hvernig skip- ið nötraði, og vildi ekki bíða dauða míns, en hljóp fyrir borð. Því miður hljóp ég of snemma, og velviljaður for- ingi, sem sá þetta sagði sem betur fór, 32 FÁLKINN að gusturinn frá sprengingunni hefði feykt mér. Auðvitað var það ekki satt, en ég var ráðinn í því að vilja ekki deyja fyrir stórþýzka ríkið. Ég hafði lifað orustuna við Stalingrad af. Og ég ætl- aði mér að lifa Ítalíu af líka. ítalskur hreyfiltundurbátur náði mér úr sjónum, og mér veittist sú ánægja að sjá mitt eigið skip koma í höfn, eftir að, ég var kominn í nýjan, þurran ein- kennisbúning. Svona á maður á berj- ast í svona stríði, sagði ég við sjálfan mig. Um þessar mundir drakk ég mig oft fullan, og þýzku yfirmönnunum féll ekki framferði mitt. Þeim fannst korp- órállinn von Trauttmansdorff greifi oft koma sér 1 vanda. Þess vegna var ég sendur til Napoli, og var látinn stjórna flokki, sem átti að setja þýzkar loft- varnabyssur ásamt skyttum í ítölsk vöruskip. Mér leið vel í Napoli og yfirmaður minn var viðfelldinn en mjög drykk- felldur. Þessi maður undirskrifaði allt í snarkasti. Það var undravert, hve mikið hann komst yfir á stuttum tíma. DÆMDUR TIL DAUÐA! Og svo gerðist það, að yfirmaður minn gerði mikla skyssu, sem ég var dæmdur til dauða fyrir. Hann var þlindfullur um þær mundir, og það var ég líka. Þetta var eina ráðið til að taka þátt í stríði, án þess að verða brjálaður. En svo varð honum það á að senda tvær loftvarnafallbyssur frá Genúa til Taranto með járnbraut, og skip sem átti að fara frá Trieste til Taranto, sendi hann til Livorno í ógáti. Þetta var reginhneyksli. Mér var til- kynnt, að ég yrði kallaður fyrir her- rétt, ég flýtti mér þá að ná í frænda föður míns, sem gegndi áríðandi stöðu í aðalstöðvunum í Róm. Honum var ekki um að ég yrði líflátinn, það var leiðin- legt, frá fjölskyldunnar sjónarmiði. Það varð úr, að ég fékk aðra stöðu, sem túlkur hjá Kreisch aðmírál. Ég bar mikla virðingu fyrir aðmíráln- um. Hann var heiðursmaður og dugandi flotaforingi. Ég var viss um, að hann fyrirleit nazista eins mikið og ég. Ég kom á tilsettum tíma til aðmír- álsins og var vel tekið, en honum leizt ekki á búninginn minn. Honum fannst óvirðing að því að hafa aðstoðarmann í korpórálsbúingi, og einn morguninn kallaði hann mig til viðtals. — Trauttmansdoraff, sagði hann mjög hátíðlegur, -—• þér hættið að ganga í þessum einkennisbúningi frá deginum í dag. Þér eigið að fá nýjan einkennis- búning, sem sýnir að þér séuð lautinant í flotanum. • Það var eitthvað annað! Ég kunni strax vel við sjóliðsforingjabúninginn, en annars var ég að staðaldri að skemmta mér með ættingjum mínum og ýmsu innlendu hefðarfólki. Það hafði verið leiðinlegt að sýna sig í korpóráls- fötum hvar sem var. Þess vegna var ég fús til að verða sjóliðsforingi. Sá 3. september 1943 er dagur, sem ég gleymi aldrei. Þann dag var mér stefnt fyrir herrétt. Ég átti að mæta fyrir sjóherréttinum í Rapallo við Rivi- erann. Mér féllst hugur fyrst í stað, en svo sagði ég við sjálfan mig, að ég yrði þó að deyja sem sannur Trauttmansdorff og heiðarlegur maður, og fór svo út í bæ og drakk mig þreifandi fullan og skemmti mér ágætlega, meðan það var. Ég átti ættingja í Písa og heimsótti þá í leiðinni. Loks kom ég til Rapallo —• tveimur dögum eftir að rétturinn var settur. Þjóðverjar geta aldrei verið gaman- samir. Þeir gátu ekki skilið að nokkur maður kæmi tveim dögum of seint fyr- ir herrétt og afsakaði sig með því að hann hefði verið að heimsækja frænd- fólk sitt og gleymt tímanum meðan hann var að skála við það. Ég gerði mér ljóst að réttinum þótti þetta óafsakanlegt, og taldi sjálfan mig svo gott sem dauðan. Það reyndist rétt. Dómararnir hlust- uðu grafalvarlegir á vitnaframburðinn viðvíkjandi öllu því, sem hinn drukkni staðgengill minn hafði gert, og gengu síðan inn 1 bakherbergið til þess að bera saman ráð sín um refsinguna. Mér var tilkynnt að ég yrði skotinn. ERFITT AÐ LOSNA VIÐ MIG! Verjandi minn benti á, að það værí ógaman að skjóta eina af hetjunum frá Stalíngrad. Rétturinn dró sig í hlé aft- ur, til þess að athuga þetta. Það var tals- vert áríðandi, því að það gat haft ill áhrif að hetjur Þjóðverja væri óvirtar með því að drepa þær. Dómararnir komu aftur og sögðu að þá yrði að dæma mig í æfilangt fang- elsi. En þeir buðu mér annan kost: Ef ég vildi halda heiðri mínum gæti ég boð- ið mig fram sem hafnbannsbrjót á leiðinni milli Evrópu og Japan. Þetta leizt mér alls ekki á, og sagði ég þeim það berum orðum. Svo gerðu þeir annað boð: Af því að ég var aðalsmaður, gat ég boðið mig fram í sakamannaherdeild. Ég vissi, að þá mundi ég verða að vinna ýms óþægi- leg verk, svo sem að grafa upp sprengj- ur með berum höndum. Ég sagði þeim rólega, að þetta væri alls ekki verk fyrir mig, og ég yrði að hafna boðinu. Þá gerði verjandinn athugasemd, sem bjargaði mér úr klípunni. Hann sagði, að skipun mín í liðsforingjastöðu væri nú staðfest, og að ólöglegt væri að full- nægja dómi, sem kveðinn væri upp yfir liðsforingja, án þess að yfirmaður hans féllist á dóminn. Þarna sá ég leið. Aðmírállinn minn mundi aldrei láta drepa mig. Hann var vinur fjölskyldu minnar, og auk þess hafði hann engan, sem kunni ítölsku jafn vel og ég. Herrétturinn var haldinn 5. septem- ber 1943. Þegar ég kom aftur til aðmír-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.