Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 14
upp lestina, sölumaður, sem hét Peter- sen, — velklæddur herramaður á bezta aldri. Petersen baðst afsökunar á því, að hann skyldi trufla, smeygði tösku og skjalamöppu upp í netið, tók fram síg- arettu, rýndi í nokkur skjöl, en stóð síðan upp og bjóst til að fara út og reykja. — Mér er sama, þótt þér reykið hérna inni, sagði Selma og brosti. — Þúsund þakkir, svaraði Petersen og brosti á móti — með augunum. — Má bjóða yður sígarettu? — Takk, ég reyki ekki, sagði Selma. — Ég hef aldrei reykt eina einustu síg- arettu allt mitt líf. — Það er stórkostlegt, sagði ókunni maðurinn, — og það á þessari miklu tóbaksöld. Aldrei á ævinni! Og ég þori að veðja, að þér eruð ekki orðnar tuttugu og fjögurra ára gamlar ennþá. — Tuttugu og átta, svaraði Selma til þess að fullnægja kröfum sannleikans. Hún laug aldrei, en eins og flestar kon- ur leyfði hún sér þann munað að um- skrifa og fella burt. — Nafn mitt er Petersen. Ég sel alls konar kvenvarning, sagði Petersen. Ég tek á móti pöntun frá yður, náðuga frú, ef þér viljið. Ég var giftur, en er nú skilinn eins og svo margir aðrir í þess- um heimi. Þrjú uppkomin börn. Ég er góður vinur bæði þeirra og fyrrverandi konu minnar. Þannig er ég. Selma hló og svaraði í sömu mynt: — Gift, sagði hún, en ekki skilin og engin börn. Ég heiti Selma Sinding. — Engin börn, hrópaði hann og lyfti augabrúnunum. -— Því myndi ég ekki hafa trúað um yður. Aður en Selma hafði hugsað sig um, var lestln komin til höfuðborgarinnar. Lassi fékk bréf á hverjum degi, síðan annan hvern dag og loks aðeins einu sinni í viku. Selma skrifaði að í raun- inni væri ekkert að henni, nema hvað hún væri of feit. Hún hafði uppgötvað, að hún þurfti að fá sérstök böð og nudd og í höfuðborginni var allt slíkt svo handhægt. Auk þess hafði hún hitt gamla skólasystur sína og var oft með henni. Allt sem hún skrifaði var satt, svo langt sem það náði. Hún kom aftur heim til Lassa síðasta daginn í hinum fagra júnímánuði, átta vikum eftir að hún hafði lagt af stað. Lassa fannst hún gjörbreytt, fegurri en nokkru sinni fyrr, mjög róleg og mjög þroskuð. Það var ómögulegt að fá hana til að tala barnamál eins og áður og hún meðhöndlaði hann umhyggjusam- lega og klappaði honum á kinnina. En hún byrjaði strax að laga góðan mat og taka til í húsinu. Hún var full starfsorku og hann blessaði hana og fór mörgum ófögrum orðum um matinn í klúbbnum. Hann var líka að því kominn að segja dálítið ljótt um hana móður hennar, en þorði það ekki. í sumarleyfinu í ágúst, ferðuðust Þau til háfjallanna. Þau bjuggu í stórum fjallakofa hjá sölumanni nokkrum, sem hét Petersen. Hann hafði sett auglýs- ingu í blöðin og Selma hafði svarað. Það stóð ekki á svarinu frá honum og verðið var óvenjulega lágt! Selma gætti hússins ásamt vinnukonu, en Lassi og Petersen fóru á veiðar. Það var leitun að öðrum eins ágætismanni og honum Petersen. Þetta var dásam- legt sumarfrí, og þeim var boðið að koma aftur um jólin, um páskana, næsta sum- ar, ef þau vildu. Það voru engir erfiðleikar 1 sambandi við Selmu framar. Hún talaði ekki meira um börn. Lassa fannst lífið dásamlegt. Hann fitnaði með hverjum degi — og það gerði Selma líka. — Svei mér þá ef þú ert ekki farin að fitna, ljúfan mín, sagði Lassi. — Ég á von á barni, svaraði Selma. — Ha, hvernig í veröldinni getur stað- ið á því? — Þagnarheit, ef ég má biðja um, sagði Selma. — Þagnarheit.. . uss ... — Þetta er nú það versta, sem ég hef nokkurn tíma heyrt, sagði Lassi og hló, svo að hann hristist allur og Selma varð að slá í bakið á honum. En þá varð Lassi skyndilega hræddur og spurði, hvort hún ætlaði að fara frá honum. — Ég ætla alltaf að vera hjá þér, Lassi minn, sagði hún. -— Þú skalt bara vera rólegur. — Þá er allt gott, hrópaði Lassi. Eftir þetta meðhöndlaði hann hana eins og hún væri úr dýrasta postulíni, allt þar til drengurinn fæddist um vet- urinn. Þegar vinir hans í klúbbnum óskuðu honum til hamingju, sagði hann: — Það er ekki ég, sem hef eignazt barn. Það er Selma, hohoho . . . Hann hringdi til Petersens og sagði, að nú yrði erfitt að heimsækja hann um pásk- ana, því að Selma hefði eignazt heims- ins fegursta barn. — Til hamingju, hrópaði Petersen, til hamingju og skilaðu kveðju til Selmu. Þið komið nú í sumar, er það ekki? — Það gerum við áreiðanlega, sagði Lassi. — Við tökum barnapíu með okk- ur. — Ég verð að sjá drenginn, sagði Petersen. — Áttu ekki bráðum leið hér um? spurði Lassi. — Bráðum kannski, sagði Petersen. Ég fer bráðum að leggja af stað í vor- leiðangur og þá heimsæki ég ykkur. Og það gerði hann fyrr en varði. Selma og Lassi fóru oft upp á fjallið, á jólunum, á páskunum, í ágúst og yfir- Framh. á bls. 31. pau tfaHJa í íMv Spænskt tríó, Trio Capricho Espanol, skemmtir um þessar mundir í Lido. Þetta eru tvær ungar stúlkur og ungur maður og þykja með betri skemmtikröftum, sem hér hafa sýnt. Tríóið gerir hvort tveggja í senn að dansa og syngja og að sjálfsögðu suðræna dansa og má með sanni segja, að þessir listamenn geri list sinni hin beztu skil. — Pepita er miðdepill tríósins, ung og aðlaðandi stúlka, sem bæði dansar og syngur. Hún giftist meistara Juan fyrir viku síðan og þau eyða hveitibrauðsdögunum hér norður á hjara veraldar. Þriðji aðili tríósins er Pecquite, sem leikur á gítar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.