Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Síða 5

Fálkinn - 05.07.1961, Síða 5
SAL að sú tízkat að haja brot í herrabuxum er nú 100 ára gömul. Tízka þessi varð til af til- viljun. Prinsinn af Wales, sem seinna varð Játvarður áttundi var fyrirmynd allra karlmanna í klæðaburði. Dag nokkurn fékk hann sendan alkíæðnað frá skradd- ara sínum. En ytri buxurnar voru í skörpum fellingum. Prinsinum fannst þetta fara vel á sér, þó að hann væri nokkuð í holdum. Eftir þetta lét hann ætíð pressa brot í buxur sínar. Sjaldan hefur nokkur tízka verið eins lengi við lýði. a'ð kolaneyzla fer aftur ört vaxandi í Evrópu. Um þriggja ára skeið hafa kolabirgðirnar aukizt jafnt og þétt, en nú þurfa stál- framleiðendur á æ meiri kol- um að halda, og veldur það því, að atvinna vex við kola- námurnar. * ÞRIFNAÐUR FYRR Á TÍMUM. ..... „Menn þvoðu sér á ullar- lepp eða strigatusku og þurrkuðu sér á sama. Hárið var og sjaldan greitt, enda var það meira en lítið kval- ræði, eins og menn báru það sítt. Kvenfólk var tilhalds- samara og þvoði sér og greiddi á helgum og oftar, og margar stúlkur greiddu sér daglega Algengt var að þvo sér úr hlandi (ekki stæku) og nota ílátið fyrir þvottaskál, þó ekki væri það ætíð sem þrifalegast innan. Annars var oftast notað vatn- ið, og tilhaldsstúlkur þvoðu sér úr mjólk, mysu eða skyr- blöndu (koppagljái). Sápa til andlits- og handaþvottar þekktist ekki fyrr en á síðari hluta 18. aldar með höfðingj- um. Jónas Jónasson: íslenzkir þióðhættir. SAGT UM OFUNDINA: ★ Öfundin á sér aldrei hvíldardag. — Francis Ba- con. ★ Öfund og hræðsla eru þær einu ástríður, sem eng- in ánægja er samfara. — C. Collins. ★ Enginn maður mun auðgast af öfund. — Draxe. ★ Menntaður maður hlýt- ur einhvern tíma að komast að raun um, að það er fá- víslegt að öfunda aðra. — Emerson. Þeir menn, sem reyna að gera eitthvað, en misheppn- ast það, eru svo óendanlega miklu betri en þeir, sem ekk- ert reyna en heppnast allt. Llody Jones. 'jZÓAsClrfts /V<Áus spilari, var eitt sinn stadd- ur í fæðingarborg sinni, Fen- eyjum. Vart hafði hann tek- ið upp sína vanalegu iðju, daður og dufl, er lögreglan tók hús á honum. Var hann settur í varðhald um stund- ar sakir, en síðan varpað í fangelsi án dóms og laga. Klefanautur hans varbreyzk- ur munkur, er þótti helzt til vífinn, og hafði verið sett- Margt er skrýtið í kýr- hausnum. Bóndi einn í Neb- raska í Bandaríkjunum fann dag nokkurn í miðjum júlí heljarstórt haglkorn á hveiti- akri sínum. Var það 40 cm að ummáli. — Þegar menn fóru að grafast fyrir um, hverju þetta sætti, var hver höndin upp á móti annarri. Loks var leitað til Theresíu þess lands. Gaf hún þau svör, að högl þessi mynduðust í efri loftlögum. Stórir vatns- dropar söfnuðust saman í einn stóran við 0 gráður á Celcíus, en ef eitthvað frysi mynduðust svo stór högl, og væru á stöðugum flækingi þar efra, en féllu yfirleitt sjaldan til jarðar. Casanova, hinn víðfrægi kvennamaður og fjárhættu- ur inn öðrum pápiskum mönnum til viðvörunar. Þeir félagar ráðgerðu nú flótta. Eftir mikla fyrirhöfn tókst þeim flóttinn, og yfirgaf Casanova borgina sem skjót- ast og hélt til staða þeirra, er hann gat daðrað að vild án þess að eiga á hættu að verða settur inn um óákveð- inn tíma fyrir svo að segja engar sakir!

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.