Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Side 7

Fálkinn - 05.07.1961, Side 7
— Úr múrsteini, auðvitað. — Það er ekki nógu sterkt, og hús eins og þið byggið í Englandi, eru köld. — Hvern- ig datt þér annars í hug að fara til íslands í fríinu? — Ég hef lesið dálítið um ísland. Las t. d. stríðssögu Churchills og sitthvað í blöð- um og tímaritum. ★ Við vesturgafl Garðakirkju var hópur manna að grafa. Þar á að byggja turn, og und- ir honum á að vera kyndi- klefi. Þar stóð Gary með skóflu í hönd og kunni auðsjáanlega tökin á því, sem hann var að gera. — Ég á heima í Norður- Dakota, pabbi er bóndi og ég vinn alltaf heima á sumrin, milli þess sem ég er í skóla. Gary vissi talsvert um ís- land áður en hann kom, og hafði m. a. gert tilraun til að hitta Richard Beck áður en hann lagði upp í ferðina. Eftir að hafa unnið um tíma við Garðakirkju, ætlaði Gary á- samt okkrum öðrum úr hópn- um, til Norðurlanda, þar sem ríki. Þeir eru báðir um tvítugt og þykir gaman að ferðinni. — Ég bjóst við að eiga í erfiðleikum með að sofna á kvöldin í allri þessari birtu, sagði George, en svo er mað- ur þreyttur eftir dagsverkið og þetta gengur bara vel. Þetta er annars undarlegt, að líta út klukkan ellefu á kvöldin, og það er næstum því sólskin. Það er varla að maður trúi sínum eigin augum. ★ Sally: — skil ekki indjánamál — stúlkur og losuðu gamla og lausa múrhúðun. Ragna Jóns- dóttir sat á endanum og hamr- aði svo, að grjótið flaug í allar áttir. — Þú ert þó ekki að brjóta niður kirkjuna? — Hún verður bara betri á eftir. — Er gaman að vinna hérna? — Já, mér finnst það alveg stórfínt. Maður æfist svo vel í enskunni innan um alla þessa Frú Bash; — gaman að vinna við kirkjuna — útlendinga. Þetta er líka gott fólk og góður andi. — Ert þú í skóla? — Já, í verknáminu. — Iivað ertu gömul? — Sextán, rétt bráðum. — Hefurðu ekki reynt að kenna þeim íslenzku? — Jú, þau geta sagt allt nema rababari! Næst Rögnu sat Jane, átján ára, frá London. — Ert þú lofthrædd þarna uppi? — Ekkert að ráði. Þetta er ekki svo hátt. — Komst þú með Gullfossi? — Já, og var sjóveik. — Hvað ætlið þið frá Eng- landi að vera hér lengi? — Vitum það ekki nákvæm lega, líklega mánuð. Og svo kom röðin að Myr- na Hall. Hún er frá Seattle á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna, 23 ára og barnakennari að at- vinnu. — Þú ert kannske til í að hætta kennslunni og leggja fyrir þig byggingavinnu eftir þetta? —■ Þetta er ágætt, en ég fer varla í það heima. — Ætlar þú áfram til Norð- urlanda? — Já, auðvitað. Ég á fullt þar af frændfólki. Pabbi er sænskur og mamma norsk. Þarna kepptist fólkið við og það var ólíkt „breta- vinnunni“ í gamla daga. hann a ættingja, og það sama er að segja um Georg Engdahl frá Spokane í Washington Uppi á vinnupalli við suður- hlið kirkjunnar sátu fjórar Við austurgaflinn voru nokkrra stúlkur að vinna. Þær hreinsuðu mosann, sem vaxið hafði upp á vegginn. Rosin, nítján ára, frá Suður- Wales í Englandi, sagðist ekk- ert hafa verið sjóveik á Gull- fossi, enda þetta ekki hennar fyrsta sjóferð. Rosin hefur ferðazt víða með foreldrum sínum, m. a. verið á Ítalíu, Hollandi og Frakklandi. Hún sagðist vera ákveðin í að fara norður, og þá helzt að Mý- vatni. Ekki sagðist hún hafa vitað mikið um ísland áður en hún kom hingað, en þó hafði verið mikið skrifað um landið með- an stóð á „Þorskastríðinu“. — Ég hef alltaf verið löt að læra landafræði í skólanum, það er miklu betri landafræði að ferðast og sjá þetta sjálf, heldur en að lesa leiðinlegar bækur. Sally Timmel frá Oconomo- wac í Wisconsin var næst Ro- sin í slagnum við mosann. — Hvað þýðir nafnið á bænum þínum? Bob: — betra úti en í eldhús- inu —

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.