Fálkinn - 05.07.1961, Side 11
um hylltust galdramenn til að vekja
helzt upp unglinga eða liðléttinga, svo
að auðveldara væri að koma þeim undir,
enda eru margir uppvakningar á stærð
við unglinga á fermingaraldri, en fáir
fullorðnir menn.
Tækist svo til, að galdramaðurinn
kæmi draugnum undir, sem oftast var,
varð hann að inna af hendi vissar ljós-
móðurskyldur við hann, áður en hann
væri brúkunarfær. Hann varð að karra
hann vendilega, sleikja úr vitum hans
mold, bæði úr nösum, augum og eyrum.
Eftir að hafa karrað hann, hafði upp-
vekjandinn algjört vald yfir draugnum
og gat notað hann til hvers sem hann
kaus. Áhrifamest var samt að taka
drauginn til altaris, sakramenta hann,
og hafa yfir honum venjulegar bænir
við slík tækifæri. En auðvitað var þessi
altarisganga, eins og allt annað, í anda
þess, sem réði neðri byggðum. Þeir
draugar, sem voru teknir til altaris,
urðu mjög máttugir og illt að yfirvinna
þá eða koma þeim fyrir, og ekki í færi
nema hinna fremstu kunnáttumanna.
Sakramentaðir draugar eru þekktir af
sögum og sögnum, og voru hinir verstu
viðureignar og meinvætti hatröm.
Að þessu loknu, gat galdramaðurinn
sent drauginn, hvert á land, sem hann
vildi eða notað hann til einkaþarfa,
vinnu eða að sækja fjármuni. Allt var
þetta girnilegt. En oftast notuðu menn
uppvakninga til hefnda á óvinum, og
sendu þá til að vinna þeim tjón eða
jafnvel drepa þá. Enda hefur það verið
auðveldast að vekja upp draug í þeim
tligangi, því þegar galdramenn voru í
reglulegum hefndarhug, hefur hugur
fylgt máli við uppvakningunaogyfirlest-
ur töfraþulna, og hvergi skort innileik
né áhrínskraft, og náð því góðu sam-
bandi við anda af illum heimi.
Á stundum fór svo, að galdramaður-
inn eða uppvekjandinn var ekki nógu
limamjúkur og kröftugur að koma
draugnum undir í glímunni, og varð
sjálfur að bíða lægri hlut. Þá varð hann
að sæta þeim afarkostum, að draugur-
inn fylgdi honum alla ævi og afkomend-
um hans eftir hans dag í níunda lið.
Var slæmt að fá slíkan draug og hart
að þola slíkt. Draugar af þessum upp-
runa voru og eru enn til. Einnig gat
galdramaðurinn, ef hann var slyngur
í fræðunum, þulið galdraþulur á nýjan
leik og stefnt draugnum í gröf sína aft-
ur. En það var ekki nema á færi mestu
kunnáttumanna í faginu.
Áður fyrr trúði allur almenningur að
hægt væri að vekja upp draug, enda
var það staðreynd, að slíkir draugar
voru til, og fylgdu vissum mönnum og
ættum. Er mér kunnugt um, að enn
eru við líði draugar, sem eru í fullu
gengi og eiga eftir talsverða dvöl enn
á jarðríki. Saga sú, sem hér verður sögð,
er dæmi um þessa trú, og er í aila
staði hin merkasta.
2.
Oddur Hjaltalín var settur landlæknir
1816, þegar Tomas Klog varð stiftlækn-
ir á Láglandi. Oddur landlæknir var
fjölmenntaður maður og mikill gáfu-
maður, þó að hann lyki ekki tilskildu
læknaprófi. Hann var skipaður læknir
í suðurhéraði vesturamtsins 1807, en
komst ekki hingað til lands vegna Norð-
urálfuófriðarins, sem stafaði af bram-
bolti Napóleons mikla. Gerðist Oddur
þá herlæknir á Jótlandi.
Oddur var mjög sérstæður um margt.
Hann var sérstaklega vel liðinn af öll-
um almenningi, þrátt fyrir ýmsa galla,
sérstaklega of mikið samneyti við Bakk-
us, sem ágerðist með aldrinum. Hann
var skemmtilegur í daglegri umgengni,
en fór ekki ætíð þær götur, sem al-
menningi þótti tilheyra embætti hans
og virðingu. Hann hefur sennilega kom-
izt í snertingu við fjölbreytt og ævin-
týraríkt líf í fjölmenni stórborgarinnar
við Eyrarsund, og aldrei getað fellt sig
við fábreytileik og kotungshátt fámenn-
isins heima á Fróni. Enda var fátt til
upplyftingar hér á landi fyrir heims-
menn í byrjun 19. aldar í kaupstöðum
og sveitum. Oddur hefur því, eins og
fleiri menntaðir gáfumenn í byrjun 19.
aldar verið vanskilinn, og orðið hálf
utangáttar í því samfélagi, sem harm
var dæmdur til að lifa í.
Bjarni Thorarensen, skáld og amt-
maður, orti eftir Odd mjög snöll erfi-
ljóð, sem er einn mesti gimsteinn ís-
lenzkra ljóða.
„Undrist enginn
upp þó vaxi
kvistir kynlegir
‘ þá koma úr jörðu
harmafuna
hitaðri að neðan
og ofan vökvaðri
eldregni tára.“
Oddur var alinn upp á þjóðlegu heim-
ili. Faðir hans var mikill gáfumaður
og skáld. Hann var með meiri rímna-
skáldum samtíðar sinnar. Oddur hefur
eflaust heyrt margt um alls konar þjóð-
leg fræði og smágaldra á uppvaxtarár-
unum. Hann fór ungur til náms og
útskrifaðist stúdent tvítugur. Hann nam
læknisfræði, en lauk ekki prófi, en var
hinn merkasti læknir og ritaði tais-
vert um fræðigrein sína, sem kom út,
og varð alþýðu manna til mikilla nota.
Áhrif af snertingu við raunvísindi og
fræði upplýsingaraldarinnar gerðu hann,
eins og fleiri menntaða menn í byrjun
síðustu aldar, hrifna af efnishyggju og
nýjum straumum í hugrænum efnum.
Oddur var glettinn og grínartugur.
Hann virðist lítt hafa haft átrúnað á
klerkleg fræði, en hins vegar viljað
kynnast af eigin raun sem allra flestu,
hvort heldur það var af rótum alþýðu-
trúar eða kirkju. Margar sagnir eru
til af Oddi, og eru allar á eina leið.
Frh. á bls. 31
FALKINN
11