Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Síða 14

Fálkinn - 05.07.1961, Síða 14
HIMNAFÖRIN Smásaga eftir FALINN, höfund sögunnar „Sættir#/, sem birtist í Fálkanum nýlega og vakti mikfa athygli. MYNDSKREYTING EFTIR HALLDGR PETURSSGN Er hann dáinn, læknir? Já, mér þykir það leitt. Þér gerðuð allt sem þér gátuð, lækn- ir. Hvað skulda ég yður? Tja — í allt verða þetta líkast til tólí hundruð krónur. Gerið svo vel, læknir, hér er greiðsl- an. -—- Og smá aukaþóknun. En þetta er alltof mikið, ungi mað- ur! Þessi upphæð ,sem þér réttið mér skiftir þúsundum! Uss, það er ekki ofmikið! Stingið henni í vasann. Ja, ég verð að segja, að ég virði mik- ils þessa greiðasemi yðar, ungi maður. Ég þakka yður fyrir og óska yður alls hins bezta í framtíðinni. Þakka, sömuleiðis, læknir. Verið þér sælir, göfugi, ungi maður. Sælir læknir —. Jón ríki hafði að því er virtist tekið síðasta andvarpið. Þó var langt í frá að hann væri allur þótt líkami hans lægi hræringarlaus í rúminu. Honum hafði nefnilega áskotnazt splúnkunýr, ógall- aður skrokkur í stað hins notaða sér alveg að kostnaðarlausu, og það kunni Jón gamli ríki vel að meta. Og nú stóð hann rétt hjá sínum gamla gigtveika skrokk og strauk sig allan hinn ánægðasti. Þó var eitt sem hann var ekki reglulega ánægður með og það var hinn blakki litur nýja lík- amans. En það skifti í rauninni sosum engu máli, ekki var lakara að sýnast dálítið útitekinn. Og Jón hélt áfram að strjúka niður eftir sér öllum glaður eins og barn í nýjum reifum. Það var ekki fyrr en þegar hinn göf- ugi bróðursonur hans fór að hnýsast í bankabækurnar hans að skugga brá á gleði Jóns ríka og hann rumdi illúð- lega: Aldrei hefði ég trúað því að gamla máltækið „Efns dauði er annars brauð“, ætti eftir að rætast á mér. En hann verður víst ekki lengi að koma eignum mínum í lóg, þessi ungi líkræningi, ef hann greiðir öllum álíka rausnarlega og déskotans læknisokraranum. Og það er hart að hugsa til þess, hélt Jón áfram hugrenningum sínum, að strákspjátrungurinn skuli þannig sól- unda öllu því, sem ég hef með spar- semi minni og meðfæddu hyggjuviti dregið saman á langri ævi. Náttúrulega hafði klerkómyndin eitthvað verið að væla í honum með 14 FALKTNN að eftirláta sveitarsjóðnum einhvern hluta eigna sinna. En fari það kolað að honum Jóni ríka, dugnaðarforkinum og skynsemdarmanninum kæmi nokkru sinni slík fjarstæða til hugar að hlaða undir niðursetukerlingar, landshorna- flakkara og allra handa trantaralýð! Jón varð æ reiðari. Og hann væri víst á lífi enn þann dag í dag ef þessi meðalaeiturbyrlari hefði ekki komið til skjalana eins og fjandinn úr sauðarleggnum að honum sjálfum forspurðum, og hellt ofan í hann dauðveikan manninn allskyns ó- lyfjan. En það átti hann víst að þakka hinum umhyggjusama bróðursyni sín- um, því að aldrei hafði honum orðið það á að kveða á vettvang neina dé- skotans náhrafna þótt honum yrði á að verða misdægurt. Og Jón stappaði vonskulega í gólfið. Hann fékk samt ekki langan tíma til að gefa reiði sinni lausan tauminn. Það kvað við eimpípu- blástur og ainhvern veginn fann Jón það á sér að kallið viðkom honum. Hann gaf sér þó samt sem áður tíma til um leið og hann hvarf gegnum dyrn- ar, að gefa hinum greiðuga erfingja sínum rausnarlegt spark í rassinn. Síð- an hélt hann til skips heldur hug- hægra. Já, hann fer hraðar yfir þessi nýi skrokkur en sá gamli gerði nokkru sinni, tautaði Jón, þegar hann, án minnstu fyrirhafnar, var allt í einu kominn niður á hafnarbakka. Hann skimaði forvitnislega umhverf- is sig og greindi loks örfáar hræður, sem eigruðu taugaóstyrkar um bryggju- sporðinn. Hann var rétt að því kominn að bjóða einum þessara ráðvilltu veslinga gott kvöld, þegar kallað var frá stjórn- palli skips er lá eitt sér við festar: Skip ohoj! Allir um borð! Landgöngubrúnni var skellt niður og Jón slóst í hóp hinna nýlátnu, sem héldu um borð. Hann reyndi að smokra sér milli far- þeganna til að fela allsnakinn líkama sinn nærgöngulum augnaskotum, en gekk það fremur báglega Þar sem hinir

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.