Fálkinn - 05.07.1961, Qupperneq 20
OdflnyaH
FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH
SJÖUNDI HLUTI
„Sleppið henni undir eins,“ sagði Dave Dott ofur kurteis-
lega og sveiflaði skónum sínum. Honum varð um leið litið
á fæturna á sér og tók eftir að vottaði fyrir slitgati á ann-
ari litlu tánni. Ekkert er jafnspaugilegt og að sjá gat á litiu
tánni á sér. Hefði það verið stóra táin .... hún var vön að
brjótast út úr sokknum fyrr eða síðar.
Hann fann, að þetta var bæði broslegt og háalvarlegt.
„Því í andskotanum ætti ég að sleppa?“ spurði sá dökki
og greip í hnakkann á Jessicu.
„Þetta er alveg ósæmilegt athæfi af manni, sem hefur
gengið í góðan skóla. Og ekki heldur af manni, sem hefur
gengið í slæman skóla .... eða alls engan skóla,“ sagði Dave
hægt. „Mér er meinilla við að hafa kvenfólk sem vitni, þegar
ég breyti andlitsfalli manns, en í þetta skipti kemst maður
víst ekki hjá því.“
Alveg sjálfkrafa höfðu bófarnir þrír raðað sér, með bökin
að glugganum, og miðuðu skammbyssunum á Dave Dott.
Jessica leit á blaðaljósmyndarann, — það var bæði forvitni
og aðdáun í ai^gnaráði hennar.
Það var titringur í augnakrókum hennar, eins og til að
vara hann við því, sem hann hefði í hyggju að gera. En
hann kærði sig kollóttan um allar aðvaranir. Hann ætlaði
sér ekki að líða, að þessi dimmbrúni austurlandamaður færl
með Jessicu eins og nöðru, sem hann væri að temja.
Hann hugsaði sig um í næði. Það var ekki annað að sjá
en að þessir fjórir menn vildu láta hann eiga útspilið. Aft-
ur hafði nokkuð komið fyrir, sem truflaði áform hans. í
fyrsta lagi hafði hann ætlað sér að fá að yfirheyra Jessicu
í ró og næði, undir fjögur augu. En það var áætlun hennar
sjálfrar að kenna, að ekki gat orðið úr því. í öðru lagi hafði
hann staðið í ganginum og vonað, að hann gæti hlerað þar,
hvert bófarnir ætluðu og hvað þeir ætluðust fyrir í nótt.
En eðlileg hneigð hans til þess að vernda unga, laglega stúlku
gegn ofbeldi, hafði eyðilagt það áform. Nú var hann í úlfa-
kreppu, en hann lét sig Það litlu skipta.
Drjólinn, sem áðan hafði rekið stúlkunni rokna löðrung
og nú kreisti að úlfliðnum á henni, svo að hann var orðinn
hvítur eins og marmari, virtist einna helzt vera indverja-
kynblendingur. Ef til vill eitthvað blandaður arabisku blóði.
Þetta var laglegur, grannvaxinn maður. Það sá varla í augun
á honum undir þungum brúnunum, en munnurinn var
grimmdarlegur og miskunnarlaus.
Kvenfólkið er ístöðulítið gagnvart þess konar mönnum,
hugsaði Dave með sér. Ungar, ístöðulitlar stúlkur, eins og
Jess, — þegar þær uppgötva hið sanna innræti þessara þorp-
ara, þá er það of seint.
Mennirnir þrír á bak við héldu skammbyssunum mið-
uðum, án þess að þeir þreyttust í hendinni. Dave þakkaði
forsjóninni fyrir að kynblendingurinn sat á milli þeirra og
hans, annars hefðu vafalaust nokkur skot verið riðin af —
og hann hefði orðið alveg óafvitandi um hvað næst mundi
gerast.
Dave lá við að hlæja. Allar þessar sex manneskjur þarna
í herberginu stóðu eins og þau væru að horfa á skrautsýn-
ingu í skóla og tjaldið hefði nýlega verið dregið upp. Menn-
irnir þrír álútir, foringi þeirra hallandi sér upp að borðbrún-
inni. Jess hálfvegis á hnjánum og hann sjálfur á sokkaleist-
unum með brúna kálfskinnsskó í hendinni.
20 FÁLKINN
Þau biðu öll eftir því að eitthvað gerðist, eða einhver
segði orð, sem ryfu þögnina.
Dave rétti vinstri höndina að þeirri hægri, sem hélt á
skónum. Hann greip í vinstri skóinn og kastaði honum af
alefli milli augnanna á dökka þorparanum. Honum var mikil
hugsvölun í að gera þetta, Því að undir niðri var honum
hlýtt til Jessicu. Stúlka með aðra eins fætur hlaut alltaf
að hafa áhrif á Dave.
Þetta tiltæki varð til þess að koma hreyfingu á samkund-
una, eins og hann hafði búizt við.
Indverjinn sleppti þrælatakinu á Jessicu og rak upp öskur,
sem var líkast gargi í fugli. Og í sömu andrá renndi hann
sér niður af borðinu og réðist að Dave Dott. Hann var ekk-
ert hræddur.
Blaðaljósmyndarinn var viðbúinn að taka á móti honum.
Hann setti undir sig hausinn, en um leið og hinn þeystist á
hann af alefli, rétti Dave úr sér eins og stálfjöður. Haus-
inn á Indverjanum lenti á bringsmölunum á Dave, sem greip
báðum höndum utan um herðarnar á honum í sömu and-
ránni. Hann tók Indverjann á loft og þeytti honum út að
þilinu.
Indverjinn lá í einum kuðung um stund. Það var helzt að
sjá, að hann hefði fengið nóg.
í sama bili heyrðust hvellirnir í skammbyssunum, nú var
hægt að skjóta án þess að eiga á hættu að granda húsbónd-
anum. Jessica var flúin út í horn og Indverjinn lá út við
þilið og með handlegginn fyrir andlitið, eins og hann ætti
von á höggi.
Dave gerði það, sem hann hafði jafnan tamið sér. Gerði
það, sem enginn átti von á. í stað þess að leita skjóls fyrir
kúlunum, vatt hann sér upp á borðið og kastaði sér oían á