Fálkinn - 05.07.1961, Qupperneq 23
ynr itvKflit
mmav'
Efni: 51X82 cm ullarefni í töskuna,
jafnmikið af plastic í fóður, auk þess
leður eða plastic, 35X80 cm, sem fer
vel við ullarefnið. Málmspenna 2X cm.
ASferð: Klippið töskuna eftir skýr-
ingarmyndinni. Rúðustrikið pappírsörk
þannig að hver ferhyrningur sé 5X5 cm.
Teiknið síðan hina ýmsu hluta töskunn-
ar á örkina og klippið út mynstrið:
Framhlið töskunnar = a bæði efni og
fóður.
Ðakhlið töskunnar = b bæði efni og
fóður.
Töskubotninn = c úr leðri eða plastic.
Neðri brún töskunnar = d og e úr leðri
eða plastic.
Lokan = f úr leðri eða plastic.
Sproti á lokuna = g úr leðri eða plastic.
Spennufesting = h úr leðri eða plastic.
Hankinn = i úr leðri eða plastic.
Ekki þarf að gera ráð fyrir saumför-
um, þegar klippt er.
Þræðið plasticfóðrið við fram- og bak-
hliðina, saumað saman að ofanverðu.
Saumið síðan leðurbrúnirnar (d og c)
neðan á fram- og bak-hliðina. Festið
sprotana (g) á lokuna (f) og festið lok-
una við brotnu línuna á bakhliðinni.
Spennufestingin (h) brotin tvöföld,
spennunni stungið upp á, og spennu-
festingin stungin á framhliðina, eins og
sést á skýringarmyndinni. Saumið grófa
stungu með hendinni til skrauts, eins
og sést á stóru myndinni. Saumið hank-
ann (í) saman og festið honum með
stungum á lokuna að innanverðu.
Saumið saman hliðar töskunnar á
röngunni. Botninn (c) líka festur í á
röngunni.
AÐ OFAN:
Köflótt handtaska, eins og
sú, sem lýst er hér að fram-
an, fer mjög vel og smekk-
lega, sérstaklega, þegar ung-
ar stúlkur eiga í hlut. Hún
er auk þess auðveld í tilbún-
ingi og þar af leiðandi ódýr.
TIL HÆGRI:
Skýringarmyndin, sem
taskan er klippt eftir.
TIL VINSTRI:
A þessari mynd sést vel
lok töskunnar.