Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Side 28

Fálkinn - 05.07.1961, Side 28
21. MABZ — 20. APHlL 21. APRlL - 21. MAl 22. MAl - 21. IÚN1 22. ItM — 22. IÚU 23. IÚL1 — 23. AGÚST 24. AGÚST — 23. SEPT. 24. SEPT. - 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. - 21. DES. 22. DES. — 20. IAN. 21. JAN. - 19. FEBB. 20. FEBR. - 20. MAB2 STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkiö. Vikan verður góð og fleytifull af nýjum verkefnum og óvæntum átburðum. Smá óveðursský á himni hverfa jafn- skjótt og þau komu. Þér kynnist nýju fólki í vikunni, sem yður hefur lengi langað til að kynnast og hafið gaman af að þekkja. Á sviði ástamálanna verður skyndileg freisting á vegi yðar. Nautsmerkið. Það gerist margt í þessari viku, sem ekki er alveg eins og þér höfðuð reiknað með. En þér verðið að gjöra svo vel og sætta yður við orðinn hlut. Reynið að vera ögn elskulegri og viðmótsþýðari í framkomu, sérstaklega á heimili yðar. Tvíburamerkið. Þér hafið verið of bjartsýnn og andvaralaus að undan- förnu, bæði 1 hugsun og athöfn. Þér verðið að bregða yður niður á jörðina aftur, svo að ekki verði gert gys að yður. Þér hafið ástæðu til þess áð vera ánægður með margt, en ekki allt! Krabbamerkið. Þér hafið gert úlfalda úr mýflugu. Þér hafið eytt allt of miklum tíma i að ergja yður út. af manni, sem þér þurfið að umgangast daglega á vinnustað. Viðkomandi er í raun- inni alls ekki eins erfiður viðureignar og þér haldið. Reynið að fara vel að honum. Ljónsmerkið. Þetta verður heldur leiðinleg vika, og satt að segja geng- ur margt á afturfótunum hjá yður. Látið samt ekki hug- fallast. Reynið að taka yður hvíld um skeið til þess að róa taugarnar. Margt af þeim leyndarmálum, sem þér hafið reynt án árangurs að leysa, hefðuð þér getað leyst, ef ekki hefði ofþreyta yðar verið fyrir hendi. Jómfrúarmerkið. Skyndilega er eins og sjálfstraust yðar sé rokið út í veð- ur og vind. Þér verðið einhvern veginn óöruggur með sjálfan yður. Takið ekki lítilvæga erfiðleika alvarlega. Sá, sem býst statt og stöðugt við að illa fari, verður aldrei lánsamur. Reynið að eygja nýjar leiðir og nýja von. Vogarskálarmerkiö. Þetta verður góð vika með fjölmörgum óvæntum tíðindum, vika indælla og rómantískra ævintýra. Á vinnustað verðið þér fyrir aðkasti, en berst á síðustu stundu hjálp frá óvænt- um aðila. Þér skuluð athuga gang yðar rækilega í sambandi við peningamálin. Sporðdrekamcrkið. Þetta verður aldeilis sérlega góð vika, og strax fyrstu daga hennar berast góðar og gleðilegar fréttir. Kaupsýslumenn og þeir, sem hugsa mest um peninga í þessu lífi, uppgötva nýjar og gróðavænlegar leikir. Vikan verður mjög góð fyrir ungt fólk. Ástarævintýrin fara vel. B o ffmannsmerkið. Þér eruð ögn órólegur og taugaóst.yrkur þessa viku, hrædd- ur um að hafa gert vitleysu, sem dregur dilk á eftir sér. Einnig finnst yður stundum eins og þér séuð ekki starfi yðar vaxinn. Þetta er reginmisskilningur. Fyrr eða síðar fáiö þér viðurkenningu fyrir vel unnið verk. Stcinffeitarmerkið. Þér hafið óvenju annríkt þessa viku og eruð þess vegna í leiðu skapi. Nú er sumarleyfi á næstu grösum og þess vegna skuluð þér líta björt.um augum á tilveruna, þ.ví að fríið mun á allan hátt lukkast prýðilega og þér fáið loksins góða og verðskuldaða hvíld. Vatnsberamerkið. Þeir, sem fæddir eru undir þessu merki, munu finna til ofurlítillar einmanakenndar, sérstaklega kvenfólk. Þetta tákn- ar þó engan veginn að öll sund séu lokuð og allir vinir hafi skyndilega brugðizt. Það er yður sjálfum að kenna, að ögn andar köldu kringum yður þessa stundina. Fiskamerlcið. Það gerist margt í þessari viku og einhverjar fréttir munu verða öðruvísi en þér bjuggumst við og valda yður áhyggj- um. Síðar mun þó koma í Ijós, að áhyggjurnar voru ástæðu- \ausar. Á sviði hjartansmálanna einkennist vikan af ótta og óróleika, sem einnig er ástæðulaus. Himnaförin - Frh. af bls. 32 Daunninn var svo magnaður, að ef Jón hefði á þessari stundu verið staddur í sínum jarðneska líkama, hefði hann afdráttarlaust fengið sviplegan dauð- daga. Og þarna meðal mýraflákanna var landgöngubrúnni skellt niður og mun- aði þá minnstu, að hún sykki ofan í fljótandi foræðið. Komdu, heiðurskarlinn, sagði brytinn og tók undir handlegg Jóns. Mér þykir vera gerður munur á, rumdi Jón, illur. Svo var og í þínu jarðlífi, Jón ríki, svaraði fylgdarmaður hans, án lítilla úr- bóta frá þinni hendi. Og hann leiddi Jón niður brúna. Leysið festar fljótt! kallaði skipherr- ann og hélt hendi fyrir vit sín. Eins og skot, skipstjóri, svaraði skips- höfnin einróma. Og skipið hélt á fullri ferð á brott frá þessum viðkomustað. En Jón gamli, fyrrum kallaður ríki, hélt hníptur til skógar. Við skulum samt vona hið bezta, því að engill ljóssins hélt í humátt á eftir honum inn í myrkviðinn. PRFINTMYNDA' MiHDIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLAÐSHÚSINU - SÍMI 17152

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.