Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 4
NÝ
brennt og malaö
KAFFI
ávallt fyrirliggjandi
KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR H.F.
Tryggvabraut . Akureyri
Ferðamenn!
Akureyri
aÉ
MINJAGRIPABUÐIN
°9
BÓKAB1JÐ RIKKIJ
eru í HaFnarstræti 97
Trésmiðjan Lundur h.f.
Lundargötu 6 . Sími 1771 . Akureyri
Framleiðuin: Glugga — liurðir
liti og inni
Innréttingar,
Fldliiksborð, stóla
o. £1.
Tökum að okkur: Endurbætur og
viðgerðir a luis*
um, lniismunitm
o. £1.
Sammy Dav,is leikarinn
og fjöllistamaðurinn frægi
er lítt hrifinn af hinu nýja
hlutverki sínu í kvikmynd-
inní ,,The Great Train
Robbery“, enda þótt mágur
Kennedys forseta leiki með
honum í myndinni. Hann
kvartar hástöfum yfir því
að hann fái ekki að klæð-
ast nema einum búningi út alla myndina.
„Og ég,“ sagði hann, „á í klæðaskápnum mín-
um 98 fallega alklæðnaði og 134 handmáluð
bindi. Á þetta allt að grotna inn í skáp og
verða möl að bráð?“ Það er algert hneyksli.
★
Kennedy forseti hélt ekki
alls fyrir löngu ræðu á fundi
í bandaríska blaðamannafél-
aginu. Hann lét svo um-
mælt, að blöðin mættu vera
örlítið rausnarlegri í garð
erlendra fréttaritara, hvað
laun snerti. Hann sagði m.a.
frá því, ef hið þekkta amer-
íska stórblað New York Her
ald Tribune hefði borgað erlendum frétta-
riturum betur fyrr á tímum, væri heimurinn
miklu betri í dag. Svo er mál með vexti, að
fréttaritari nokkur í London fór fram á
launahækkun til þess að geta framfleytt sér
og fjölskyldu sinni, en blaðið neitaði þessu
og fréttaritarinn snéri sér þá að allt öðrum
viðfangsefnum.
Fréttaritari þessi hét Karl Marx.
★
David Niven er einn fræg-
asti kvikmyndaleikari Breta
í dag og er hann ekki að-
eins frægur fyrir leik sinn
heldur og afrek sín í heims-
styrjöldinni síðari. Leikara-
blað í Hollywood ætlaði fyr-
ir skömmu að birta greina-
flokk um hann, og auðvitað
vilcti blaðið hafa allt sem
réttast í frásögninni. Þe,ir sendu honum því
skeyti, sem hljóðaði svo: „Hvað voruð þér í'
síðustu styrjöld?“ Og svarið kom um hæl:
„Óttasleginn".
Fyrir nokkru bar það til tíðinda í þvi
Hvíta húsi Bandaríkjanna, að ungur indíána-
höfðingi kom í heimsókn til þess að votta
hinum nýkjörna forseta hollustu sína. Hann
þurfti auðvitað, að rita nafn sitt í gesta-
bókina og hann gerði það með því að setja
tvo krossa í hana.
Og hvað merkja nú þessir krossar?, spurði
embættismaður sá, er á vakt var. „Fyrsti
krossinn táknar nú nafn mitt“.
„Jæja, og hinn?“
„Hann táknar nú doktorsgráðu mína í
heimspeki“.