Fálkinn - 26.07.1961, Side 8
Hús Matthíasar Jochumsson-
ar á Sigurhæðum, séð gegn-
um lim trjáa ofantil á hæð-
inni.
hann húsið á Sigurhæðum og
bjó þar til æviloka. „Nú byrj-
aði nýtt brauk og brask með
nýrri öld. Fyrst það að halda
okkar sex uppvaxandi stúlk-
um í skólum, þar næst að
semja um forlag ljóðmæla
minna við Davíð Östlund, er
þá var á Seyðisfirði. Þá
brauzt ég í að láta byggja
okkur nýtt hús, en selja hið
gamla, sem við höfðum búið í
13 ár. Gekk það brask furðu
vel . . segir í „Söguköflum
af sjálfum mér“.
Marteinn Sigurðsson, safn-
vörður Matthíasarsafns, tekur
á móti okkur, býður okkur
velkomna og tekur að sýna
Matthíasarsafn á Akureyri
Það er undarleg tilfinning
að standa skyndilega á miðju
gólfi í skrifstofu séra Matt-
híasar, renna augum frá bók-
um þeim, er hann handlék,
að stól hans og skrifborði,
legubekk, hatt og staf. Það er
undarlegt að líta alla þessa
dauðu hluti, sem hafa öðlazt
eilíft líf fyrir tilverknað eig-
anda síns. Hvert sem augað
lítur vitnar sérhver hlutur um
líf Matthíasar og starf. Hér
ríkir and,i hans og skáldið er
alls staðar nálægt Maður býst
við því hálft í hvoru, að þá
og þegar birtist hann og'setj-
ist í stólinn sinn .. .
Við létum það verða ©itt af
Úr skrifstofu séra Matthíasar.
Fyrir ofan skrifborðið og
skrifborðsstólinn hanga
nokkrar myndir. A mynd-
inni hér til hliðar sést efst til
vinstri mynd af Jóni Sigurðs-
syni, bá mynd af eiginkonu
skáldsins, Guðrúnu Runólfs-
dóttur og loks er autt rúm, en
þar mun hafa verið mynd af
frú Sharpe. f neðri röð eru
nokkrar fjölskyldumyndir. f
bókahillunni eru verk Matth-
íasar innbundin og á borðinu
liggur Ijósprentað handrit af
þjóðsöngnum.
8 FALKINN
fyrstu verkum okkar, er við
gistum Akureyri á sólbjörtum
júlídegi, að heimsækja hið
nýstofnaða Matthíasarsafn á
Sigurhæðumt í húsinu, sem
Matthías Jochumsson bjó síð-
ustu æviár sín. Séra Matthías
fluttist norður 1887 og bjó
fyrstu 13 árin „suður í
Fjöru“. Um aldamótin reisti
okkur safnið. Þar sem við
stöndum í skrifstofu skálds-
ins, rennum við augum yfir
bókakilina í tveim bókaskáp-
um og tökum út bók og bók
á stangli. Hér eru bækur af
ýmsu tagi, bók um ,skák á
íslandi eftir Williard Fiske,
Árbók fornleifafélagsins, svo
að dæmi séu nefnd af handa-
hófi, og mikið um innlend
skáldverk, sem höfundar hafa
sent Matthíasi árituð. Við
rekumst á Lénharð fógeta
með eiginhandaráritun Einars
H. Kvaran. Og þarna er biblí-
an á frönsku, sem ,sagt er að
Matthías hafi oft haft með-
ferðis á ferðalögum til þess
að hressa upp á frönskukunn-
áttu sína.
Skrifborð og skrifborðs-
stóll séra Matthíasar eru
hvort tveggja vandaðir og út-
skornir gripir. Um þessi hús-
gögn segir Steingrímur Matt-
híasson svo í eftirmála við
sögukaflana: var hann
(þ. e. Guðmundur Hannesson
læknir) honum og móður
minni hinn hollasti ráðunaut-
ur í búskaparáhyggjum
þeirra, t.d. þegar þau byggðu
húsið á Sigurhæðum og fluttu
úr Fjörunni. Man ég sérstak-
lega, hvað það gladdi pabba,
er nokkrir kunningjar, fyrir
forgöngu Guðmundar, færðu
honum vönduð stofugögn i