Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Síða 15

Fálkinn - 26.07.1961, Síða 15
Maðurinn fræðir okkur á því, að því miður sé Þura ekki stödd í bænum um þess- ar mundir, — hún dveljist nú í Mývatnssveit, þaðan sem hún er ættuð. Við ræðum fram og aftur um Þuru í Garði og okkur kemur í hug vísa, sem sagt er, að hún hafi ort ein- hverju sinni, er hún gekk um lystigarðinn og kom auga á buxnatölu hjá bældu grasi. Vísan er svoná: Morgungolan svalar, svalar syndugum hugsunum. Sínu máli talan talar, talan af buxunum. Það er ekki að spyrja að vísunum hennra Þuru í Garði. Þær hafa allar í sér fólginn þann snilldarlega einfaldleik, sem gerir það að verkum, að þær lærast á augabragði og gleymast ekki. Við stöndum upp og höld- um áfram að ganga um lysti- garðinn. í garðinum skiptast á skógarlundar, grasflatir og beð með blómum í öllum regn- bogans litum. Við hittum tvær barnapíur, sem leiða umhyggjusamlega litlu börnin, sem þær eiga að gæta. Þeir segjast heita Aðal- heiður Þorláksdóttir og Anna Guðjónsdóttir. Aðalheiður er 9 ára, en Anna 12 ára, og þær eiga heima í Þingvallastræti. — Eruð þið oft hér í garð- inum? — Ætlarðu að skrifa það sem við segjum? spyr önnur þeirra og gerir sig stranga á svipinn. — Já. — Og kemur það í blaði? — Já. — Þá segi ég sko ekki eitt einasta orð! Það er erfitt að vera blaða- maður á íslandi. Jafnvel litlar stúlkur í fallegum garði norð- ur á Akureyri neita um ofur- lítið morgunspjall. Við sting- um blýant og blokk niður í vasann súrir á svip. Þá er eins og eitthvað komi við hjartað í litlu stúlkunni. Reykvísk fjölskylda í sumar- leyfi skoðar Lystigarð Akur- eyrar. yfir henni og hún kallar á eftir okkur; — Jú annars, ég skal segja ykkur það: Þetta er í annað skiptið sem ég kem í garðinn síðan hann var opnaður í sum- ar! Það heyrist hvína í ljá og skömmu síðar göngum við fram á mann, sem stendur að slætti. — Góðan daginn. — Ja, góðan dag. — Það er ekki amalegt að slá í þessu fagra umhverfi. — Nei, satt er það. Og þó hefur garðurinn oft verið fal- legri en nú. Það hefur verið kalt í ár og þess sér merki a blómunum. Hann var falleg- ur í fyrra, garðurinn. Það var Hörkulegi svipurinn hennar svo ágætt vor í fyrra. er allur á burt. Það hýrnar Hann hætir að slá og tek- Garðyrkja 09 jarðrækt hefur frá fyrstu tíð verið snar þáttur í lífi Akureyringa og garðar og trjágróður setja svip á bæinn ur að brýna af fullum krafti. — Ertu fastur starfsmaður hér? —■ Já, yfir sumarið. — Er oft slegið? — Þetta þrisvar, fjórum sinnum á sumri. Hann hefur lokið við að brýna, stingur brýninu í vasa sinn og tekur aftur til við sláttinn. — Þeir þurfa mikla um- hirðu allir þessir garðar. Það eru víst einir þrír fullorðnir og einn unglingur starfandi hér, en það eru fleiri garðar en þessi, sem þarf að sinna. Það er garðurinn hjá Anda- pollinum, garðurinn hjá kirkjutröppunum og fleiri. — Hver hefur yfirumsjón með görðunum? — Jón Rögnvaldsson. Hann hættir að slá, styður höndum fram á orfið og læt- ur okkur trufla sig. — Kemur ekki margt manna hingað? — Jú. Og mér finnst bera meira á aðkomufólki en Ak- ureyringum. Það ber mikið á ferðamannahópum. — Hvernig er umgengnin? — Hún er góð. Það er nátt- úrlega mestur vandi með blessuð börnin. Þau eru dá- lítið eftirlitslaus. Hann lætur ekkur ekki tefja sig lengur, og tekur að slá í stórum sveigum, svo að hvín í ljánum. — Hann er kaldur í dag. Það voru ekki nema 5 stig á mælinum í morgun. En það hefur nú hlýnað ögn síðan. Tveir dagar núna fyrir helg- ina voru góðir. Annars hafa þetta verið þrálátir kuldar. Þegar hann minnist á kuld- ann, finnum við, að það er dálítill morgunhrollur í okk- Frh. á bls. 30. AÐALHEIÐUR OG ANNA: fálkinn 15

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.