Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 18
FALKINN Gísli bóndá í Hjallakoti vaknar á sín- um venjulega fótaferðartíma á dimm- um drungalegum nóvembermorgni. Af gömlum vana seilist hann upp á borð, sem stendur hjá rúminu og leitar eftir eldspítustokki, en hittir aðeins fyrir tóbakspontuna og vasaklútinn, sem bíða þess að gegna sínu hlutverki. Hann áttar sig fljótlega á því, að hann er ekki staddur heim hjá sér í Hjallakoti, heldur í höfuðborginni Reykjavík á Seljaveginum hjá henni Þóru dóttur sinni og tengdasyninum honum Rafni; umboðssali var hann víst titlaður. Og hér eru eldspýtur óþarfar til að tendra ljós. En á borðinu glyttir í sjálflýsandi takka og dóttir hans hafði strax fyrsta kvöldið, sem hann var gestur, kennt honum að kveikja á þessum líka fína raflampa, sem stóð á borðinu hjá hon- um. Hana — ekki stóð á því, verði ljós og f það varð ljós. Ljósahjálmurinn í kirkj- unni hans fyrir austan var hreinasta skítti borið saman við þennan lampa, sem þó var eitthvert lítilmótlegasta Ijósfærið í húsinu, enda var þetta vinnukonuherbergi, sem hann gisti. í þessu herbergi fannst Gísla sem ekki skorti önnur þægindi en vánnu- konuna sjálfa. Þær voru ófáanlegar vinnukonurnar, hafði hún Þóra hans sagt. Annars fannst honum nú, að hún | Þóra ætti að geta sætt sig við að vera án vinnukonu í húsi þar sem allt gekk fyrir rafmagni, ekkert annað en styðja á takka og þá gerðist allt af sjálfu sér. Já, það mátti segja að hún hefði dott- ið í lukkupottinn hún Þóra litla frá Hjallakoti. Það voru ekki nema liðlega þrjú ár síðan hann hafði fylgt henni í veg fyrir áætlunarbílinn til Reykja- víkur og ekki var þá heimanfylgjan önnur en eitt koffortsskrifli, útjaskað og innihélt ekki annað en nauðsynleg- ustu ígangsleppa. Velgengni hennar í höfuðborginná hafði byrjað með því að henni voru dæmd fimmtu verðlaun í einhverskon- i ar fegurðarsamkeppni. Já. Þær voru víst ekki allar sérlega fallegar höfuðborgarhnákurnar, því að þó að hún Þóra væri dóttir hans, var hann ekká blindur fyrir því að það voru margar stúlkur laglegri en hún í Aust- ursveit; telpuskinnið, hún var lifandi eftirmyndin hennar móður sinnar. Síðan skipti það engum togum að hún hafði náð sér í efnapilt í höfuð- staðnum og var nú allsráðandi í þessu stóra fína húsi og átti ásamt manni sín- um allt innanstokks og það var ekkert smáræði. Fyrst þegar hann kom þar innfyrir dyrastaf, hafði hann helzt álitið sig vera kominn í húsgagnaverzlun. Það var mubbla við mubblu, allt splunku- nýtt og gljáandi. Gólfin þakin blómstr- andi teppum út í hvert horn; það var eins og maður gengi á dýjamosa. Þá voru myndir um alla veggi, há- fjöll, blávötn, grundir, gil og vellandi i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.