Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 28
CUflnyah FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH TÍUNDI HLUTI „Drottinn minn, hvað er að sjá yður!“ sagði Jessica. Hún virtist vera hrædd og flóttaleg. Þegar hún hafði þveg- ið sótið af andliti hans, hreinsað á honum hendurnar og borið á þær salva og bundið um þær, sagði hún óðamála-. „Það fer svo, að þér verðið að taka mig að yður, hvort sem yður líkar betur eða verr. Ég er dauðhrædd.“ „Eldflugan?“ spurði Dave. „Já.“ Hún kinkaði kolli. „Bófarnir hafa komizt að raun um, að það hafi verið samkomulag okkar á milli, að þér skylduð sleppa héðan úr skúrnum. Og nú eru þeir hræddir um að ég sé orðin „föl“, og þvaðri í hvern sem hafa vill.“ „Kannske þessi hörundsdökki vinur yðar sé orðinn afbrýði- samur,“ sagði Dave hugsandi og tók sér teyg úr vindlingn- um sínum. „Hann er ekki vinur minn,“ sagði stúlkan með ákefð. „Ég kynntist honum þegar ég var tæpra sextán ára og vissi svo lítið um lífið. Hann ginnti mig til að yfirgefa heimili mitt og systkini mín.“ „Hvar?“ spurði Dave án þess að virðast áhugasamur um svarið. Hann var að hugsa. „í Dallas, Oklahoma.“ Dave kinkaði kolli. Hún greip í jakkahorn hans og settist á hné hans. Svo sagði hún áfjáð: „Þér ætlið ekki að reka mig á burt, er það? .. . Ég er svo dauðhrædd við það, sem bófarnir kunna að taka upp á.“ Blaðaljósmyndarinn horfði á hana. Svo gretti hann sig. Það var undan sviðanum í höndunum. „Ætlizt þér til að ég eigi að treysta yður?“ sagði hann með beiskju. „Það sýnist svo,“ sagði hún og leit undan, „sem enginn þori að treysta mér... Jæja, þá fer ég. Ég skal ekki grát- bæna yður um vemd yðar. En gleymið ekki ábyrgð yðar, ef eitthvað kynni að koma fyrir mig.“ Hún greip kápuna sína, sem hún hafði fleygt á stólbakið, og gekk út að dyrunum. Dave stóð upp. „Bíðið þér svolítið við, Jessica,11 sagði hann sáttfús. „Við skulum tala um þetta. Þér getið varla áfellzt mig þó að ég sé dálítið tortrygginn eftir það sem ég hef orðið fyrir af hálfu bófaklíkunnar yðar. Hvar hlupuð þér frá þeim?“ Niðri við ána. Eldflugan fór inn í húsið til þess að gera upp eldinn, en hina lét hann standa vörð. Spoke átti að verða eftir við bifreiðina og hafa gát á mér. En ég lék á hann. „Hm . . . Og þér haldið að Eldflugan geti ekki upp á hvar hann eigi helzt að leita að yður?“ Hún hnipraði sig saman í heitri kápunni. „Við verðum að komast burt héðan,“ hvíslaði hún. Og allt í einu hafði hún tekið báðum höndum um hálsinn á honum og þrýsti höfðinu að kinninni á honum. Hann fann mjúkan þrýstinginn frá líkama hennar. Það lá bréfspjald á borðinu hjá Dave. Hann tók eftir því meðan þau stóðu í þessum stellingum. Eftir dálitla stund ýtti hann henni hægt frá sér. Hann tók bréfspjaldið og sneri því við. Þar var enginn texti, ekki nokkur lína til skýringar. En nafnið hans stóð á spjaldinu, skrifað með rithönd, sem hann þekkti ekki. Spjaldið var stimplað í Albany .. . Albany. Hann þurfti ekki frekari skýringar við. íbúð Cornells 28 ÉÁLKINN hafði verið auð síðast þegar hann sá hana. Hann hafði reynt að hringja í símanúmer Helenar einu sinni, en þar svaraði enginn. Hann tók símann og hringdi á númer hennar. Síminn var ekki í sambandi, Og nú fór hann að hugsa til þess að það væri kynlegt, að hann skyldi ekki heldur hafa orðið var við Lock Meredith, einkanjósnarann, sem vann fyrir mörg af þessum vátrygg- ingarfélögum, sem höfðu verið prettuð. Hann leit aftur á bréf- spjaldið. Þetta var ekki rithönd Helenar heldur Locks. „Við förum til Albany,“ sagði hann og þrýsti laust á hand- legginn á Jessicu. „Því fyrr því betra,“ sagði hún. Augnaráð hennar var fullt af varúð en lesa mátti vonbrigði úr því um leið. Hún leit illi- lega til bréfspjaldsins hvíta, sem hann virtist hafa allan hug- ann við. „Þú vogar ekki að sleppa mér og skilja mig eftir hjálpar- vana,“ sagði hún og röddin var einkennilega skörp. Dave fleygði bréfspjaldinu frá sér. „Hvers vegna ekki? . .. Heyrðu .. . úr því að þú ert byrjuð á því að þá er kannski bezt að hætta við allar kurteisisþéranir ... en þú ert eign Eldflugunnar, er ekki svo? Hann hefur sett vörumerkið sitt á þig. Ef ég held þér þá er það eins konar þjófnaður.“ „Villidýrið það!“ hvæsti hún. „Finnst þér ekki eins og merkið á öxlinni á þér tengi örlög ykkar saman?“ spurði Dave forvitinn. Hann gat ekki hugsað sér að Eldflugan hefði brennimerkt hana af þrælmennsku einni saman. Indverjinn hafði vitað hvað hann gerði. Það var einhver töframáttur bak við þessa merkingu. „Þegi þú!“ hrópaði Jessica skjálfandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.