Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Side 29

Fálkinn - 26.07.1961, Side 29
Þetta var nægileg sönnun þess að Dave hafði snert við- kvæman blett. Hún var sjálf hrædd við máttinn, sem stafaði frá merkinu á öxl hennar. „Við leggjum af stað undir eins,“ sagði hann og leit hug- hreystandi til hennar, til þess að hugga hana. „Bifreiðin þín er ekki hérna,“ sagði Jessica. „Hann er spölkorn burtu héðan,“ sagði hann. „Ég er ekki nema tvær mínútur að ná í hann. „Ég kem með þér,“ sagði hún ákveðin. „Ég þori ekki að vera ein nokkra einustu mínútu.“ „Jæja þá... Komdu þá með mér.“ Hann lét ljósið brenna í skúrnum. Ef Eldflugan og bófar hans kæmu, máttu þeir gjarnan halda að hann væri heima, og fara beint inn. Það var alltaf gott að vita hvar maður hafði þá. í augnablikinu fannst honum hann vera í talsverðri hættu. Hafði Eldflugan þekkt hann aftur í trésmiðjunni? Annað var óhugsandi, því að það var svo bjart í salnum af bálinu. Hvar faldi þessi djöfullegi kynblendingur sig og þorp- ara sína? Dimman fyrir utan skúrinn virtist geta geymt alls konar hættur. Með Jessicu undir arminn þrammaði hann föst- um skrefum út úr húsagarðinum og að götunni, sem hann hafði skilið bílinn sinn eftir við. Þau settust inn í hann og hann rann af stað. „Við verðum að taka mikið af benzíni til þess að geta kom- izt til Albany viðstöðulaust,“ sagði Dave og horfði rannsókn- araugum á benzínmælinn. Hann ók bifreiðinni aftur að skúrnum og fór inn til að ná í ljósmyndavélina sína og sitt- hvað annað smávegis. Hann lét dyrnar standa opnar svo að hann gæti heyrt ef Jessica færi að hljóða af hræðslu. En þarna gerðist ekki neitt. Dimman var ógnandi eins og þrumuský, og hékk yfir höfðinu á þeim og geymdi í sér eld- ingar. Hann vissi að þær hlytu að koma — en hvenær... ? Þau óku að næstu benzínstöð og fylltu á benzíni. Svo stefndu þau til baka yfir Brooklynbrúna, yfir suðuroddann á Manhattan, yfir að Holland-jarðgöngunum miklu, sem öll bílaumferð er um, undir Hudsonsfljótið, gegnum New Jersey og inn á aðalveginn til Hartford og Vorcester. Það fór að snjóa þegar þau komu á fjallið. Ekki slyddunni, sem hafði verið í New York og vafið borgina í votan dúk nokkra undan- farna daga, heldur köldum, glitrandi frostsnjó, sem skóf að austan yfir landið, utan af Atlantshafi. Eftir stutta stund var allt orðið þétta kafald kringum þau. Dave ók hratt og pírði augunum. Hann skeið í hendurnar, en það var um nóg að hugsa. Öðru hverju rakst bifreiðin á kaf í skaflana, sem alltaf voru að verða stærri og stærri, og stundum skrikaði bifreiðin út á hlið. En Dave tókst vel að halda henni á veg- inum, þó að það mætti furðulegt heita, að hún skyldi ekki lenda í skurðunum, með þeirri ferð, sem á henni var. Þetta var eins og að standa kyrr með nefið upp að kölk- uðum múrvegg. Ef maður hefði ekki fundið hreyfinguna á hreyflinum um líkamann, hefði maður mátt halda að bif- reiðin stæði kyrr. Dave lagði ábreiðu yfir fæturna á Jessicu og sér. Hún brosti þakklát til hans. Sem snöggvast leit hann á vangann á henni. Hún sat þarna smádottandi, í andlitinu var barns- legur öryggissvipur. Hún hlaut að bera furðlega mikið traust til hans. ^ „Við stönzum í Hartford og fáum okkur eitthvað heitt að drekka,“ sagði hann. Jessica brosti og kinkaði kolli hálfsofandi. Blaðaljósmyndarinn tók upp vindling og kveikti í honum. Hann sleppti stýrinu í tvær sekúndur, kveikti á eldspýtunni og bar hana upp að vindlingnum, en ekki hægði hann á bifreiðinni á meðan. í kafaldinu fáeinum metrum á eftir bifreið Daves ók önnur bifreið með veikum ljósum. Sá sem stýrði þessari bif- reið, átti hægara en Dave. Hann þurfti ekki annað en hafa auga á rauðu bakljósinu á bifreið Daves. Eins og allir vita, eru rauðu ljósin sterk á snjónum, og bakljósið á bifreiðinni lýsti eins og blóðblettur. Það var Spoke, sem sat þarna við stýrið. Við hliðina á honum sat Eldflugan, með beiskjulegt undirhyggjubros um þunnar varirnar. Þeir höfðu ekið heim til Dave undir eins eftir hina mis- heppnuðu kveikjutilraun í Trésmiðju Holmes, og Eldflugan hafði beðið fyrir utan í myrkrinu. Hann hafði nægan tíma til að bíða — eftir hefndinni. í Albany eru um 120.000 íbúar. Þetta er fjallabær í norð- vesturhorni New York-fylkis. Þaðan er ágætt járnbrautar- samband til Canada — um Buffalo. Margar áríðandi lestir fara um Albany. Ben Cornell varði fyrri hluta næsta dags til að athuga möguleikana á því að ná sér í falskan passa og skilríki, sem hann gæti komizt á yfir landamærin, á öruggan stað. Sím- leiðis hafði hann fengið sent afganginn af peningunum, sem stóðu inni á viðskiptareikningi hans í- bankanum í New York eftir brunann. Honum létti við hve greiðlega gekk að ná í peningana. Hann vissi ekkert, að Lock Meredith var á hælunum á honum, en þó nagaði kvíðinn hann. Hann var ekki vanur að flýja undan armi laganna. Hann sat á herbergi sínu á gistihúsinu allan daginn, en það var við hliðina á herbergi „ritara“ hans, og var innan- gengt á milli. Hann heimtaði að dyrnar stæðu jafnan opnar, svo að hann gæti verið viss um að Helen reyndi ekki að strjúka. Helen hafði séð Kreolanum bregða fyrir í ársal gistihúss- ins. Hún skildi, að Lock mundi ekki vilja láta sér nægja að góma Cornell einan. Og hvað var yfirleitt hægt að saka hann um? Hafði hann ekki leyfi til að ferðast og taka út peninga á leiðinni, — ef til vill hafði hann í hyggju að kaupa sér verzlun í Albany? Hann gat víst gefið fullgildar ástæður fyrir veru sinni þarna. Þegar leið á daginn, fannst henni óþolandi að sitja svona innilokuð á gistihúsinu. Hún skildi að Cornell var deigur við að láta sjá sig. Honum fannst sjálfsagt, að lögreglan hefði þegar sent auglýsingar og mynd af honum í öll blöð. „Getum við ekki gengið út dálitla stund?“ sagði hún kveinandi. „Hversvegna?" Tortryggnin kom undir eins upp í Cornell. „Það er hundaveður, — það hefur snjóað í sífellu í hálfan sólarhring.“ „Frá rómantísku sjónarmiði er lítið varið í að vera með yður, herra Cornell," sagði Helen. Hann roðnaði. Hún var einmitt kvenmaður eftir hans höfði, og hann vildi ekkert fremur en láta henni lítast vel á sig. Piparsveinninn Ben Cornell hafði þekkt margar konur — en enga eins og Helen Truby. Það var höfðingjasvipur yfir henni, og hún talaði þannig, að hann gat ekki annað en dáðst að henni. Hann rendi grun í að hún gæti kennt honum margt, sem hann vissi ekkert um. Ef að þau slyppu til Canada og gætu komið peningunum með sér, gæti hann stofnað nýja verzlun þar. (Framh.) „Viö verðum að komast burt héðan," hvíslaði hún. 0g allt í einu hafði hún tekið báðum hönd- um um hálsinn á honum og þrýsti höfðinu að kinninni á honum. Hann fann ntjúkan þrýstinginn frá líkama hennar... FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.