Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 32
Fjallganga -
Framh. af bls. 13.
um mínum, sem þú gekkst í í skíða-
landsgöngunnj um árið, sællar minn-
ingar Þú kæmist sjálfsagt ekki í þær
núna.
Ég fer ekki með þér upp á fjöll, ef
þú ætlar að klæðast eins og einhver
f jörulalli. Ég þoli ekki neitt, sem minnir
á þara eða þang, þegar blessuð fjöllin
eru annars vegar.
Ég hef ekki beðið um að fá að fara
neitt, fullyrti bóndi.
Ég ætla nú að hringja snöggvast í
hann Tryggva og fá hjá honum upp-
lýsingar og leiðbeiningar. Það dugar
ekki að ana upp á háfjöll eins og mað-
ur stendur, sagði frúin og vildi ekki
munnhöggvast frekar við manninn.
Svo talaði hún við Tryggva í tæpa
tvo tíma. Það var mikil eyðsla á dýr-
mætum tíma, en þó var tímaeyðslan
ekki neitt’hjá þeim dilk, sem hún dróg
á eftir sér í útgjöldum: alfatnað af dýr-
ustu gerð á bæði.
Þau skrifuðu upp langa minnislista,
sitt í hvoru lagi. Jóel þurfti að kaupa
sér skíðaskó, skíðabuxur, stormjakka,
trefil, tvíbandaða vettlinga eða fóðraða
hanzka. Petrína þurfti að kaupa flest
það sama, auk sokkabuxna næst sér.
Aftur á móti slapp hún við að kaupa
skíðaskó. Þá átti hún frá skíðalands-
göngunni um árið og gat nú miklast af
forsjálni sinni, því nú væru skíðaskór
þrefalt dýrari. Jóel minnti hana þá á
nýju slalonskíðim sem hún þverbraut
i. þeirr.i reisu.
Æ, það var satt, við þurfum náttúr-
lega skíði í ferðina, sagði Petrína og
— Eruð þér kominn? Við áttum
ekki von á yður fyrr en eftir tutt-
ugu mínútur!
32 FALKINN
lét sem hún heyrði ekki skæting bónda
síns. Ég ætla að hringja í Kára og
spyrja hann
Nei, iáttu það nú vera, greip Jóel
fram í fyrir henni. Hann telur þig bara
á einn alfatnaðinn enn, — og skíði
kaup,i ég ekki hvað sem tautar og raul-
ar.
Enda þótt. Heldurðu að maður geti
anað upp á fjöll eins og fáviti? Það
gæti bókstaflega kostað okkur lífið,
annað eða bæði.
Svo hringdi hún til Kára og talaði
lengi, um veðrið á láglendi og uppi á
fjöllum, um hitastig í bílum og á há-
fjöllum og um loftslagið uppi og niðri,
klæðnað, uppum sig og niðrum sig, og
ýmislegt þar á milli. Þegar talinu lauk,
hafði hún þær fréttir að færa Jóel
bónda sínum, að Kári teldi ekkert vit
i öðru en að ali.ir hefðu með sér kulda-
úlpur( ómögulegt væri að gizka á veðr-
ið eða hitastigið. Það væri allra veðra
von uppi á Heiði, það gæti orðið steikj-
andi sólskin, svo þátttakendur mættu
ganga nær naktir eða svo sem velsæmið
frekast leyfði, en það mætti alveg eins
búast við skafhríð og sveljanda eða þá
stórhríð. Þessu bar hún Kára fyrir. En
hvað sem ofan á yrði, var þó einn ljós
púnktur í niðurstöðunni: Jóel átti
kuldaúlpu. Og þótt Petrína væri ekki
vel við að taka sjóföt með í ferðalagið,
því vitanlega hafði Jóel notað úlpuna
á sjónum. varð honum ekki með nokkru
móti þokað til að kaupa nýja, fyrir
þetta bölvað ekki sens feigðarflan, eins
og hann sagði. Að svo búnu fóru þau
bæði út í bæ til innkaupa.
Það voru laglegir baggar, sem þau
hjónakornin báru heim í Fróðasund 40
um sexleytið.
Ó, ég er svo hrædd um að við höfum
gleymt einhverju smálegu, Jóel minn,
stundi Petrína þegar þau voru byrjuð
að taka upp pjönkurnar og máta klæðn-
aðinn.
Já, en nú neita ég smáu sem stóru,
sagði Jóel afdráttarlaust. Ég eyddi 15
hundruð krónum fyrir þessa fataleppa
handa mér — og ætli þú hafir ekki
farið með meira, ef að vanda lætur.
Jú, auðvitað gerði ég það. Heldurðu
að það muni ekkert um úlpuna? Ég
keypti fyrir tæp 3 þúsund krónur. Mér
finnst það ekkert mikið eins og dýr-
tíðin er skelfileg. — En nú má ég til
með að tala við hann Björn Þórðar, og
vita hvort hann getur ekki minnt mig
á eitthvað sem ég hlýt að hafa gleymt,
— hann Björn er svo mikill séntil-
maður, sagði Petrína og svo var hún
komin í símann áður en Jóel kom
nokkrum vörnum við. Hann dróg sig
því í hlé, fór inn í svefnherbergi með
fatabaggann sinn, — lagði sig — og var
sofnaður á samri stund að sjómanna
hætti.
Hann var búinn að sofa þó dálitla
stund, þegar hann var vakinn með fyr-
irbænum og formælingum konu sinnar.
Hún varð svo aldeilis hissa og spurði
hvað svona andvaraleysi ætti eiginlega
að fyrirstilla á örlagastund, hvort hann
héldi að slíkt gæti gengið þegar fólk
ætlaði í fjallgöngu.
Hann losaði svefninn og spurði á
móti, hvort ekki kæmi nótt á eftir þess-
um degi eins og öðrum, eða hvort þau
ættu strax að fara að búa sig.
Hún sagði að þetta væri meira al-
vörumál en svo, að hafa mætti það í
flimtingum.
Hann spurði hvort kvöldmaturinn
væri til, eða hvort ríkja ætti algert
bindindi á mat og drykk hér á heimil-
inu það sem eftir væri.
Hún sagðist vera að sjóða hangikjöt
í öllum sínum pottum og mætti auk
þess ekki vera að neinu óþörfu matar-
stelli núna. — En nú verður þú, sagði
hún, að fara óðara upp í bæ og kaupa
bæði myndavél og kíki, hann Björn
sagði að svoleiðis hluti mætti aldrei
vanta í fjallaferðir.
Ég held þú sért komin með óráð,
Petrína, sagði Jóel og reis seinlega á
fætur, — búið að loka fyrir lifandi
löngu og hátíð framundan.
Alveg sama. Ég veit hvað ég syng.
Myndavélina færðu hjá gullsmiðunum,
þeir auglýsa núna í Degi, að þeir af-
greiði trúlofunarhringa allan sólar-
hringinn.
So so so. Ég á þó ekki að fara að
kaupa hringana handa okkur?
Nei, enga andsk...... hringa, bara
myndavél — og filmur, kauptu einar
tíu filmur með henni, — og svo kíkinn,
hann færðu hjá Brynjólfi Sveinssyni
h.f. í Skipagötunni. Ef þú ferð strax,
þá nærðu þessu hvorutveggja, bara
að berja þangað til þeir opna. Maður er
eins og blindur kettlingur uppi á fjöll-
um nema að hafa kíki. — Svona, vertu
nú einu sinni snöggur, Jóel minn, sagði
konan og ýtti honum á undan sér út úr
svefnhúsinu.
Og Jóel fór. — Og Jóel kom aftur í
vökulokin með myndavélina og kíkinn.
Hann var þó ekki beint glaður, hvernig
sem á því stóð. Hann sagðist hafa þurft
að hlaupa uppfyrir Staðarhól til að ná
í Gunnar Árnason og fá þennan helv.
kíki. Hann lét á sér skilja að þetta
hefðu verið löng hlaup og vitlaus kaup.
Þú ert þá í þeim mun betri æfingu
undir morgundaginn, sagði eiginkonan
og vorkenndi honum lítið.
Hann sagðist vera búinn að fá heift-
arlegar harðsperrur.
Hún sagði að harðsperrurnar væru
bara í skapinu á honum.
Þó innkaupum vær,i nú lokið, þá fóru
erilsamir tímar í hönd. Nú var eftir að
búa út og setja niður. Það sýndi sig
fljótlega að bakpokarnir voru alltof lítil
ílát, svo farangurinn komst ekki nærri
allur niður í þá. Aðeins sviðin og hangi-
kjötið fyllti annan þeirra svo gersam-
lega, að það kauraði í saumunum þegar
Jóel var að troða í hann — og þó stóðu
hæklarn.ir upp úr. Hinn pokinn rúmaði
ekki nærri því öll þau kynstur sem eftir
voru, smurða brauðið, eggin, mjólkina,