Fálkinn - 26.07.1961, Síða 33
kaffið og rjómann, að ógleymdri Sana-
sól og lýsisflösku.
Konan var sár óánægð við manninn
fyrir að hann skyldi kaupa þessa greppi,
sem ekkert kæmist í, en hann sagðist
aftur á móti hafa tekið þá allra stærstu,
sem völ var á. En hvort sem þau þrátt-
uðu um það lengur eða skemur, þá var
hitt staðreynd að þau urðu að búa um
afganginn í tveimur léreftspokum, sem
hver um sig var álíka þungur og bak-
pokarnir.
Jóel sagði að þetta væru drápsklyfjar.
Petrína sagði að þetta værj ekki öðr-
um megin á hund.
Jóel fór að hátta þegar klukkan var
eitt og sagðist gera það með góðri sam-
vizku, en Petrína sagði að hann færi
ekká að sofa með sínu samþykki, það
eitt væri áreiðanlegt. Sjálf hélt hún
áfram tilstandinu til klukkan þrjú og
taldi þó ýmislegt ógert fyrir ferðina,
sem hafin skyldi kl. 8 að morgni. Hún
ákvað þó að blunda fram í birtinguna.
Morgunsvefninn er þeim ssetur, sem
seint fara að hátta. Jóel vaknaði að
sönnu laust fyrir klukkan átta, en sama
var. Hann sá ekki ástæðu til að ýta
við Petrínu úr því svona var komið.
Þau voru hvort eð var búin að tapa af
strætisvagninum. Æjá. En Jóel gat þó
ekki annað en notað tímann meðan
hann lá vakandi við hlið sofandi kon-
unnar, að setja upp svolítið dæmi í huga
sér. Hann reiknaði það aftur á bak og
áfram, hvað ofan í annað, — en alltaf
varð útkoman hin sama: tæpar 10 þús-
und krónur. Þetta var bara venjuleg
samlagning og engin brot. Rétt í því
að hann var orðinn alveg sannfærður
um að útkoman hlyti að vera rétt hjá
sér, glaðvaknaði Petrína með ósköpum.
Hún henti sænginni í háaloft, saup
kveljur og vippaði sér langt fram á gólf.
Manninum flaug í hug að hún hefði lært
þetta stökk í morgunleikfiminni.
Hvað gerir þig út, maður? sagði hún,
stjörf af heift og skelfingu. Þú vakir og
gónir bara upp í loftið eins og fábjáni.
Almáttugur góður guð náði okkur! ....
og klukkan farin að ganga níu. Þú hefð-
ir þurft að fara. fyrr í bælið í gær-
kvöldið til að geta haft andvara á þér,
.... og bíllinn náttúrlega farinn . . .
og við sem vorum búin að kaupa far-
miðana ...
Og nesti og nýja skó fyrir ítæp 10
þúsund, sagði maðurinn með hægð.
En nú eru páskarnir liðnir hjá og
búðir opnaðar á ný eftir langa hvíld.
En það hefur flogið fyrir að Jóel skip-
stjóri og Petrína konan hans séu í þann
veginn að opna nýja sportvöruverzlun
í Fróðasundi 40 — í kjallaranum. Þeir
sem gerzt þykjast um þetta vita, segja
að þar verði á boðstólum alls konar
úrvalsfatnaður á konur og karla, sér-
— Nú skal ég bara segja yður,
frú Hansen . . .
staklega til fjallaferða, svo og ýmisleg
tæki og útbúnaður, t. d. háfjallasól, —
og einhver sagði^ mér að þar fengist
einnig Sanasól og jafnvel soðið hangi-
kjöt, hvort sem það er nú satt eða ekki.
Endir.
Ég er fædd hérna í Reykja-
vík. Ég var mjög ung þegar
ég giftist og hef eignazt fimm
börn. Hef ekki verið ham-
ingjusöm vegna þess að mað-
urinn minn hefur drukkið
mikið á köflum. Við vorum
komin í sæmileg efn,i, áttum
íbúð og bifreið, en erum búin
að tapa öllu vegna óreglu
hans og hef ég oft verið að
því komin að skilja við hann,
en ekki getað vegna þess að
mér þykir enn vænt um hann,
þótt ég sé orðin uppgefin á
öllu. Nú langar mig til að vita
hvað stjörnuspáin segir um
framtíð mína. Vinsamlegast
birtið ekki mánaðardagana.
Með fyrirfram þakklæti,
Reykvísk kona.
Svar til Reykvískrar konu.
í korti manns þíns eru sér-
staklega sterkar afstöður í
merki Fiskanna, þar eð fimm
plánetur eru staddar þar. Það
var því ekki að ólíkindum að
hann gerðist vínhneigður þeg-
ar efnin buðu svo. Það er yfir-
leitt ekki um margt að velja
hjá fólki með slíkar afstöður.
Þó gæti það fundið sig í því
að starfa í einhverjum hjálp-
arsvéitum, þar sem aðstoðar
er þörf, t. d. í sambandi við
spítala og fangelsisvörzlu. í
slíkum störfum vegnar því
fólki bezt. Ég held okkar á
milli sagt að drykkjuskapur
manns þíns sé ekki síður þér
sjálfri að kenna heldur en
honum. Þannig er mál með
vexti að fæðingarsól þín er
rísandi þegar þú fæddist.
Þetta merkir að þú sért nokk-
uð ráðdeildarsöm. Þetta er
hins vegar þáttur sem Fiska-
merkisfólk eins og maðurinn
þinn eiga mjög svo bágt með
að þola. Hann þarfnast miklu
fremur samúðar en alls kon-
ar fyrirskipana. í þínu korti
eru Sól og Máni í svonefndri
þvers afstöðu og mynda 90°,
en það leiðir af sér mikla sál-
ræna erfiðleika og gerir per-
sónuna deilugjarna og arga.
Þetta eru auðvitað lestir, sem
ber algjörlega að venja sig af,
ef vonast á eftir betra lífi, því
framkoma manns er manns
ógæfusmiður eða gæfusmiður
að miklu leyti. Örlögin eru
engin hending eins og margir
virðast álíta. Það er sérhver
sinnar gæfu smiður. Senni-
lega liggur hér ástæðan til
þess að maður þinn leitaði sér
huggunar í neyzlu áfengis þar
sem hann var veill fyrir að
eðlisfari. Þú ættir að sýna
honum samúð og ástúð í stað-
inn fyrir að gagnrýna hann
og gera hann leiðan á lífinu,
þá sér hann ef til vill að lífið
fer að verða einhvers virði og
bætir ráð sitt. Þið eruð nú enn
ung að árum og eigið nóga
tíð til að ná ykkur upp og
jafna þetta allt saman.
Þegar maður lítur á stunda-
sjá þína í heild, þá eru til
þættir, sem lofa góðu um ævi
þína, til dæmis varðandi
heilsufarið. Þegar dauðann
ber að garði verður það með
skyndilegum hætti og óvænt.
Máninn í Tvíburamerkinu
bendir til þess að þú sért
mjög ráðkæn kona, en þú
þarft að temja þér meiri góð-
vild.
FALKINN
33