Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 36

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 36
Hinn umfangsmikii iðnaður SIS Úr því komið er til Akureyrar, er vart hægt hjá því að komast að minn- ast svolítið á iðnað staðarins. Eins og kunnugt er, hefur Akureyrarbær löng- um verið talinn einn mesti iðnaðarbær á íslandi. Elzta verksmiðjan þar er fataverksmiðjan Gefjun, stofnuð 27. nóv. 1897. í fyrstu voru þar aðeins 3 vélar, en nú skipta þær hundruðum. Starfsmenn eru 175, þar af 72 konur. Verksmiðjan framleiðir einkum dúka, alls konar ullargarn og svo síðast en ekki sízt ullar og stoppteppi. Eru þetta landsþekktar gæðavörur og hafa unnið sér sess sem úlflutningsvara. Gefjun flytur einkum út ullarteppi og hús- gagnaáklæði. Hafa Rússar keypt ullar- teppin, en Danir áklæðið. Á næstu grösum er skinnaverksmiðjan Iðunn. Þar fer bæði fram sútun og skógerð. Sútunargerðin vinnur gærur, nautshúð- ir og hrosshúðir og framleiðir skinn í skó, bókbandsskinn, fata- og hanzka- skinn. Skógerðin notar svo það skinn, sem hún þarf í skóna. Samanlagt vinna í þessum verksmiðjum 53 konur og 84 karlar. Arnór Þorsteinsson er verk- smiðjustjóri Gefjunar, en þeir Þorsteinn Davíðsson og Richard Þórólfsson Ið- unnar. í sambandi við ullar- og garn- verksmiðjuna er rekin íataverksmiðja, heitir hún Hekla og framleiðir einkum vinnuföt og prjónafatnað, sérstaklega peysur og hafa þær getið sér góðan orðstír sem útflutningsvara í Rússlandi. Við verksmiðjuna starfa 12 karlar og 12 konur, SÍS rekur einnig saumastofur í sambandi við allan þennan iðnað. Ás- grímur Stefánsson er verksmiðjustjóri Heklu. Þarna er einnig rétt hjá Sápu- gerðin Sjöfn, sem sér landsmönnum fyrir sápu og' þvottaefni, auk þess sem hún framleiðir málningu, kítti, spartl og allt sem því viðkemur. Þessar vörur eru þegar orðnar mjög vinsælar. Við verk- smiðjuna starfa 30 manns og er Ragnar Ólason verksmiðjustjóri. Fyrir utan þessar verksmiðjur eru Kaffibrennsla Akureyrar og Kaffibætisgerðin Freyja. „Framtíðarhorfur iðnaðarins eru mjög góðar, framleiðslan eykst með ári hverju og horfur eru á því, að íslenzkar iðn- aðarvörur geti selzt erlendis engu síð- ur en íslenzkur fiskur. íslenzkar iðnað- arvörur eru fyllilega samkeppnisfærar við erlendar. Hvað viðvíkur Akureyri, PÉTUR OG VALDIMAR hafa fyrir skemmstu tekið í notkun nýstárlegan flutningavagn. Hér er um að ræða 6 tonna vagn, en aftan við vagnstjóra- sætið er komið fyrir tveimur svefnrúm- um. í vagninum eru alltaf tveir bíl- stjórar, sem aka til skiptis, þannig að meðan annar er v,ið stýrið, getur hann sofið óg hvílzt. Vagninn fer frá Akur- eyri að kvöldi og kemur hingað til Rvík- ur að morgni. Þann dag lestar hann, er iðnaðurinn orðinn samgróinn staðn- um og fólkið er orðið þjálfað við að starfa í verksmiðjunum. Auk þess er mikið af því sérmenntað í sinni grein, enda kappkostum við að senda sem flesta út til náms. Það er þegar farið að bera ávöxt,“ sagði Harry Frederik- sen, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS, að lokum, er blaðið leitaði nánari upplýsinga um starfsemi verksmiðjanna á Akureyri, sem SÍS rekur. 1 fí F L fí • l< L Ö O H U H K OfZ * MUL. D RXjfrF UíVl>UFl fíl-D l R • lN-£l?U*7f? * L í NUV€ t 3>me i nSTWft * - i ST U (ZfcSTQfrt * B e i th rhos í? hir ususe FO(?MNMD5f 7 n ♦ STflUt.flúTS i úLUTi?eN S JV Ú (? H * KUrtNUoPi.fi s-r '*VcÍ&PÚrJGtJ & «?>£%$& SiíFiNÖLSfiíO-KS) K & * ef ss ns l e p pRn kh fr k BUS URSHTPHHi fS"~T J f?ni Lös'l U/fil?TUNNuP ..................... WÉSMIíiliXmmMmMmmmMm Geysimargar lausnir bárust við 26. verðlaunakrossgátu Fálkans og var að vanda dregið úr réttum lausnum. Verð- launin hlýtur Ingveldur Einarsdóttir, Melgerði 9, Reykjavík. Rétt ráðning birtist hér að ofan. en- ekur svo norður næstu nótt. — Pétur og Valdimar eru þeir fyrstu, sem hófu vöruflutninga milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar og þessi nýja þjónusta þeirra er til mikilla bóta fyrir verzlanir og fyr- irtæki á báðum stöðunum. Vörur, sem koma á afgreiðsluna síðdegis eru komn- ar til viðtakenda strax næsta morgun. Á myndinni hér að ofan sést hinn nýi flutningavagn Péturs og Valdimars. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.