Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Side 4

Fálkinn - 06.09.1961, Side 4
EIN GERÐ FYRIR ALLAN HRAOA SÓTFÆLIN MARGFÖLD ORKA STÓRSPARA ELDSNEYTI INNBYGGDUR ÚTVARPSÞÉTTIR Þ. JÖNSSON & CO. Brautarholti 6 Sími 19275 AUTOLITE i I\l V K O IVl I M gömlu og góðu ensku fataefnin í nýtízku litaúrvali. Hagstætt verð. SAUMUM EFTIR MÁLI MEÐ STUTTUM FYRIRVARA. Hún er 36 ára gömul og heitir Joan Brady. Og af nafninu getið þér séð, að hún er ensk. Að vísu er hún ekki fögur, en í stað þess er sagt, að hún hafiþann hæfi- leika til að bera, að geta , læknað með bænalestri. Reyndar læknar hún ekki menn heldur dýr. En eins og alkunna er, elska Englendingar . dýrin miklu meira. Til dæmis hefur hún læknað hund nokkurn, sem þjáðist af svo milli hryggskekkju, að hann gat ekki dingl- að rófunni. En nú dinglar hann rófunni eins og ofsakátur hvolpur. Blindur hestur hefur fengið sýn og lömuð önd stekkur um eins og kanína og þunglyndur rottuhundur hefur fengið lífsgleðina aftur. Nú hefur Joan Brady stofnað heilsuverndarstöð fyrir sjúkar skepn- ur. ★ Fyrir stuttu síðan gaf Nasser forseti skip- un um að í Kairo ætti að opna menningar- lega veitingarstaði, þar sem góðar arabiskar bókmenntir væru hafðar frammi gestunum til hagræðis og skemmtunar. En nú hefur frétzt, að þessa dagana hafi verið opnaður slík- ur veitingastaður í París og hann hafi að sjálf- sögðu verið skírður La Bouquinerie. Jafnframt því að menn geti fengið sér að borða, er unnt að panta sér skáldsögu, ljóðasafn eða ef mað- ur vill eitthvað tormeltara, þá er unnt að fá eitthvert heimspekirit. Hinir venjulegu gestgjafar hafa ekki trú á að slíkir veitinga- staðir beri sig neitt betur en þeirra. Einn þeirra samdi eftirfarandi samræður milli þjóns og gests: — Og hvað vilduð þér hafa til drykkjar — Miscadet? Bourgogne? Bor- deaux? — Nei, þakka yður fyrir. Látið míg heldur fá einn Verlaine með aukaréttinum og sterkan Balzac með grillsteikinni. — Og hvernig getur nokkur gestgjafi lifað þetta af? spurði sá er þetta samdi, ★ Menn hafa heyrt mikið um hátt verðlag á hinum alþjóðlegu listaverkauppboðum í ár, en vissulega verður þar líka verðfall. Ekki alls fyrir löngu gerð- ist það, að vel metinn lista- maður bauð upp og seldi nokkrar andlitsmyndir af frægu fólki. Þetta var í fræg- asta uppboðssal í París,Hotel Drouot. Þannig fór mynd Jóhannesar XXIII. páfa fyrir 48 kr. íslenzkar. Gerhard Philippe fyrir 286 kr. ísl., Ingrid Bergman fyrir 108 kr. ísl. og Nína Krushchev fyrir 72 kr. ísl. Skyndi ekki eitthvað af þessu fræga fólki hafa móðgazt? Því svo lítur út fyrir að um eiginhandaráritun þeirra hafi verið að ræða.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.