Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Side 6

Fálkinn - 06.09.1961, Side 6
Við erum stödd á Selfossi snemma á fimmtudagsmorgni, og sólin skín í gegn- um þunna skýjaslæðu á himninum. Það eru nokkur líkindi til að dagurinn verði sólríkur og heitur en auðvitað geta skýin líka tekið upp á því að safnast saman í hnapp, svo að við sjáum ekki sólina fyrir þeim. En það yrði þó í vissum skilningi aðeins. En við vonum það bezta og veljum okkur Sundhöll staðarins fyrir morgun- leikfimi og sundæfingar. Á veginum, sem liggur upp með hinu glæsilega Landsbankahúsi, hittum við roskinn mann á hægri morgungöngu. — Afsakið, þér getið víst ekki. sagt okkur hvar Sundhöllin er? — Sundhöllin? spyr hann sjálfan sig og svipast um. — Nei, það get ég nú ekki. Ég er svo lítið kunnugur hérna. Sundhöllin, já. — Já, einmitt — Ja, ég er nú bara hérna um stund- arsakir. Ég fótbrotnaði um daginn. En ég er nú að jafna mig aftur. Sundhöll- in, já. Heyrðu, ert þú ekki úr Reykja- vík? — Jú, það er ég nú. — Jaá, ég er líka úr Reykjavík. En Sundhöllin, ja. Við komum okkur saman um, að miklar líkur séu til að annaðhvort þess- ara stóru húsa, sem við okkur blasa, sé Sundhöll Selfyssinga. Við athugum fyrst það, sem nær okkur er, en þegar við erum í þann veginn að snúa von- svikin í burtu, kemur á móti okkur góðleg kona í gulri „poplín“-kápu og með stóra innkaupatösku í annarri hendinni. Hún vísar okkur á hitt húsið, og þegar við höfum rannsakað allar hlið- ar þess að utan, sjáum við loks á miða að klukkan tíu fyrir hádegi er ekki sá tími, sem staðarfólki eða aðkomnu er ætlað til sundiðkana í Sundhöll Sel- fyssinga. Við beinum því huganum eingöngu að sólinni og ökum í skyndi að Þrasta- skógi þar sem á móti okkur er tekið af vel sólbakaðri konu og lítilli telpu. — Afsakið, en ég er víst ekki svo heppin að þið hafið auka eldspýtur? — Því miður, segjum við, og um leið munum við eftir eldspýtunum okkar heima á borði. — Ég er í svo miklum vandræðum, segir konan. — Maðurinn minn fór til Selfoss í morgun og hefur tekið eld- spýturnar með sér. Ég hef engar sjálf. — Við höfum bara gleymt eldspýt- unum okkar heima á borði. Við ættum að fara í eldspýtuleit líka. — Það er nú hægt að stoppa bíla, sem fara hér fram hjá. Þeir hljóta að hafa eldspýtur. Annars fer ég þarna heim á bæinn. Það er ekki langt þang- að. — Nei, það er nú ekki svo langt. — Jæja, afsakið. Ég ætlaði bara að nota tækifærið. — Það er ekkert að afsaka, segjum við og förum að bera teppi og nesti inn 6 FÁLKINN SÍÐDEGISSTU eru setzt að á eyrunum hinum megin við brúna, sennilega til matartilbún- ings. Og þá iðrumst við fyrir að bjóða ; þeim ekki í uxahalasúpuna okkar. Nokkru eftir hádegi, þegar við höf- um hvílt okkur eftir matinn og látið sólina sleikja okkur smástund, tökum við saman föggur okkar og kveðjum Þrastaskóg. Við höfum í hyggju að aka * j til Þingvalla og síðan heim á leið. Yfir- maðurinn þarf að komast í veiðitúrinn í fyrramálið. En ekki fer allt eins og ætlað er. 'f ■ Þegar við höfum ekið nokkrar bíl- lengdir, verða á vegi okkar stúlka og maður. Hann ber bakpoka á baki, en | stúlkan virðist ekki klædd í gönguferð á íslenzkum þjóðvegi. Þau benda með þumalfingrinum í þá átt sem við för- um, og maðurinn brosir hálf glettnis- : i lega um leið. Þegar við stönzum, geng- ur stúlkan fram og spyr á sænsku, hvort i við ætlum að Minni-Borg. Við segjumst \ ætla til Þingvalla. — Ó, til Þingvalla. getum við feng- ið að vera með áleiðis? ; Við samþykkjum það og rýmum til í aftursætinu. Og þegar við höfum ek- ið um stund, vitum við að stúlkan er í ekki sænsk heldur svissnesk, og að þau ; eru að koma frá Selfossi. Maðurinn er hljóður, og enn vitum við ekkert um hann. i Við förum fram hjá Þingvallavegin- um og ákveðum að aka að Minni-Borg. ■'! Við erum í eins dags sumarfríi, og eng- in nauðsyn er að fara endilega til Þing- ■ valla. Bara ef við komumst heim fyrir Ibúðarhúsið að Sólheimum. í ,,skóginn“. Á hliðinu stendur beiðni frá Ungmennafélagi íslands um góða umgengni og ábending um að vilji mað- ur hafa tal af umsjónarmanni, búi hann upp með ánni. Við finnum góða laut í skjóli ilm- andi birkitrjáa með sóleyjum og blá- gresi inni á milli. Litirnir eru fallegir, og skýjaslæðan er horfin af himninum. Heit sólin bakar okkur og gróðurinn. Seinna förum við í gönguferð niður að ánni og upp með henni, en þar er of hvasst fyrir fólk í eins dags sumarfríi. Yfirmaðurinn ætlar í veiðiferð í fyrra- málið, svo að við förum í lautina okkar aftur og teygjum okkur á móti sólinni. ★ Um hádegisbilið förum við á stúf- ana í leit að eldspýtum. Við brúna hitt- um við útitekin skötuhjú, sem bera far- angur sinn á bakinu. Það hljóta að vera útlendingar, sem það gera. en við bjóð- um samt góðan dag á íslenzku. Þau hrista höfuðið, svo að hárið flaks- ast í allar áttir, en á andlitum þeirra vottar fyrir brosi. Við reynum í snatri að snúa eldspýtum yfir á ensku, og upp úr kafinu höfum við lítinn pakka með áletruninni Etincelle-Comptoir D’Allu- mettes S.A., Zúrich, og svo er falleg litmynd frá Genf. Okkur skilst að þau komi frá Þing- völlum, hafi gengið í 2V2 klst., en feng- ið bílferð síðasta spölinn. Og þegar við erum rétt að fá suðuna upp á Ijúffengri Dulfrance-uxahalasúpu, með því að láta tvo litla teninga í einn lítra af sjóð- andi vatni, sjáum við hvar skötuhjúin

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.