Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Síða 7

Fálkinn - 06.09.1961, Síða 7
ND AÐ SOLHEIMUM kvöldið, já, það er alveg rétt, þið vitið það allt saman. Við ökum í gegnum Grímsneshraun, sem ku að mestu vera komið úr Seyðis- hólum. Við sýnum gestum okkar kerið og fræðum þau á að vatnsdýpið í þess- um sporöskjulagaða sprengigíg sé mis- munandi, allt frá 9—14 metrar. ★ Við vitum nú að maðurinn er ensk- ur, Esma Burrough að nafni og er fyrir vinnuflokki sjálfboðaliða, sem vinnur að viðbótarbyggingu við Barna- og uppeldisheimilið að Sólheimum. Stúlk- an, Verena Ritter, er einnig ein af sjálf- boðaliðunum, „social-worker“. Og ekki stendur á forvitni okkar. Þau eru öll í félagsskap, sem heitir Service Civil International. Fyrsti vís- irinn að félagsskap þessum varð til eft- ir fyrri heimsstyrjöldina þegar Sviss- lendingurinn Pierre Ceresole og kunn- ingjar hans frá mörgum löndum hjálp- uðust að við endurbyggingu þorpsins Esnes nálægt Verdun. í hálft ár unnu þar saman í sátt og samlyndi að sam- eiginlegu áhugamáli sjálfboðaliðar frá Sviss, Þýzkalandi, Bretlandi, Frakk- landi og Ameríku. Síðan nutu fleiri lönd í Vestur-Ev- rópu starfskrafta frá sams konar sjálf- boðaliðum. og nú hafa SCI-samtökin félög í a.m.k. 13 löndum, víðs vegar um heiminn Á hverju ári skipuleggja þau ferðir sjálfboðaliða til ýmissa landa, þar sem þörf er á aðstoð, t.d. til Indlands og Vestur-Afríku. Hver vinnuflokkur samanstendur af 10—12 manns frá ýmsum þjóðum og vinnur í 2—8 vik- ur. Miðað ep við að vinna um það bil 44 stundir á viku. Aðeins reyndir sjálf- boðaliðar eru sendir í langar ferðir og í erfiða vinnu eins og til Grikklands, Líbanon og Norður-Afríku t.d. Samtökin eru alveg óháð stjórnmál- um og trúmálum og eru opin öllum, hvaða trú eða stjórnmálaskoðun sem fólk hefur og af hvaða kynstofni sem er. Aðeins ef fólkið vill og óskar eftir að vinna sem sjálfboðaliðar við ýmis störf til uppbyggingar og samstarfs eða veita aðstoð sína svo að öðrum sé það kleift — En það, sem fólk á erfiðast með að skilja, segir Esma, er að við skul- um gera þetta án endurgjalds, án þess að fá kaup eða þóknun fyrir okkar vinnu. Hér á íslandi þarf ég að útskýra nákvæmlega ganginn í þessu, og mér virðast allir bara hrista höfuðið, þegar þeir heyra að við kostum ferðir okkar á milli landa til að geta unnið kaup- Sesselja Sigmundsdóttir, önnur frá vinstri í fremstu röð, ásamt sjálfboða liðum sínum. Esma Burrough fer í sjómann við eina stúlkuna. Hún vildi endilega hafa stráhatt á höfðinu við m.yndatökuna. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.