Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Page 9

Fálkinn - 06.09.1961, Page 9
J} dagáiHA chh Á laxveiðum Ég er búinn að streitast við í mörg sumur, að fá ekki í mig laxveiðisótt- kveikjuna. En manni er víst hættara við, þegar aldurinn færist yfir, og ef mótstöðuaflið dvínar hið minnsta, er víst að búkurinn verður undirlagður og þá stendur brátt einum fávitanum fleira við landsins fallvötn með stöng og bíður. Kunningi minn einn, sem innangengt á í stórá eina hér sunnanlands, hafði boðið mér að koma með sér eitthvert kvöldið, en ég ávallt hafnað á þeim forsendum, að ég ætti engar græjur. En oft veltir lítil þúfa stóru hlassi, og þannig var það, að ég fór einn laug- ardagseftirnón niður að höfn með stelp- una mína meðan konan var að ryksjúga teppið, að ég hitti Þar góðkunningja með son sinn og voru þeir að veiða ufsatílur og kolakríli. Þeir voru með tvö færi og fékk ég að renna öðru. Inn- an stundar var ég orðinn svo æstur, að stelpan ætlaði með engu móti að geta komið mér heim. Vanalegt er það ég, sem er í vandræðum að koma henni heim. Ég þáði því boð kunningjans að koma til laxveiði eitt kvöld í síðustu viku. Gekk ég á fund Dóra bróður, sem er illa haldinn af veiðidellu og tjáði hon- um, að ég hefði smitazt, en vantaði öll tól til að fremja með athæfið. Hann tók mér með blíðu, eins og týndum syni og bauð mér aðgang að öllum sín- um tækjum. Leysti hann sundur út- saumaða poka utan af stöngum tveim, og var önnur kaststöng, sem mér skild- ist maður notaði, ef yfir mann kæmi slæmt kast þessarar veiki. Hjól urruðu og línur hvinu, er hann sýndi mér ein- földustu tilburði við sportið, sem mér fannst mjög flóknir, og vart lærðir á smáæfingu úti í porti. Kassa einn stór- an léði hann mér, en þar í voru gersem- ar miklar veiðimanna, flugur og spón- ar, hvert með sínu nafni, ásamt tækjum þeim öðrum, er ég ekki kann nöfn á. Svo fékk ég stígvél og úlpu, að ógleymd- um maðkaboxinu, sem ætlunin var að festa við strenginn. Fór ég svo heim og tjáði konu minni fyrirætlanir mínar. Tók hún þessum tíð- indum með stillingu, enda vitað, konan, að sýkin var ekki bráðdrepandi. Lofaði hún að útbúa mig með nesti og nýja skó, og vantaði þá ekkert nema maðk- ana, en enginn tími ginna þá úr iðr- um jarðar. Tengdafaðir minn á jafnan maðka á lager og hefur þá sem eins konar húsdýr á sumrum, enda er hann einn af sjúklingunum. Hleypti hann mér í maðkakassa sinn af ljúfmennsku, þótt áður um sumarið hefði ég lítt aðstoðað hann við tínslu á þessum slímugu dýr- um. Þeystum við svo út úr bænum, kunn- ingi minn og ég, fannst mér ég annað veifið í svipaðri ökuferð eins og Gosi litli á leið til ævintýralandsins. Reyndi ég að nema veiðitækni af kunningjan- um á leiðinni, en hann hafði áður heit- ið að veita mér aðstoð við að færa á land stærstu dýrin. Klukkan var gengin í sjö, þegar við komum á áfangastaðinn, og bjuggum við okkur þegar undir að hefja veiðarn- ar. Kunninginn hjálpaði mér að velja veiðitækin til að byrja með, og setti mig inn í listina á staðnum. Öslaði ég svo út í beljandi ána og hóf stangar- sveiflur miklar, sem fældu brott frið- sama fugla. Þrátt fyrir góða viðleitni, staðfesta af kunningjanum, færði ég engan fiskinn á land fyrsta klukkutím- ann. Mín eina huggun var sú, að kunn- inginn hafði heldur engan fisk fengið. Var þá tekið til við maðkinn, og fórst mér heldur illa úr hendi þræðing hans á öngulinn. Gæti ég trúað, að sauma- konur væru flinkar í þeirri kúnst. Lengi vel gerðist ekkert, en svo kom að því, sem ég vissi að hlyti að ske, að öngull- inn sat fastur. En það eina, sem kipp tók, var hjartað í mér, því í ljós kom, að öngullinn var fastur milli steina og varð ég að kalla á hjálp kennarans við að losa. Fór nú heldur að dofna yfir mér, en þá var ákveðið að drekka kaffið. Kaffitíminn var bezta stund veiði- ferðarinnar. Brauðið, sem konan hafði tekið til, smakkaðist svo skelfilega vel og ljúflega rann það niður með góðu kaffinu. Við ræddum um veiðarnar og ég fór strax að beita fagorðum, sem ég hafði lært þennan sama dag. Við sá- um lax stökkva, og færðist þá aldeilis fjör í okkur. Lukum við kaffinu og fórum aftur út í ána. Við reyndum aftur og aftur, með maðk, spón og flugu, allt fram í myrk- ur, en engan fengum við laxinn. Ekki vorum við neitt aftaka daufir, en fegnir að koma aftur upp í bílinn, því okk- ur var farið að kólna dálítið. Þegar í bæinn kom, beið konan, þótt komið væri fram yfir miðnætti, því hún ætlaði víst að hjálpa mér að koma veið- inni fyrir. Ég fann greinilega, að sóttin var tekin að réna mikið, og ég held bara. að ég sé úr allri hættu, því ég hef ekki ákveðið fleiri veiðiferðir. Ég á víst vanda til að fá alls kyns pestir vægar, því hún mamma hefur sagt mér, að hún hafi varla vitað af því, þegar ég fékk kíghóstann. Dagur Anns. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.