Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 10
JetyfarA teiHHÍHH SKEMMTILEG SMÁSAGA EFTIR GERALD KERSCH Ég var ávallt þeirrar skoðunar, að hr. Ziska ætti skilið að komast áfram í þessum heimi, þótt ekki væri nema vegna hinna fjölskrúðugu lyga hans. Hann byrjaði sem fornsali og gim- steinakaupmaður í smáum stíl, keypti og seldi alls kyns verðlaust skran — upphleypt men, indversk armbönd og kynstur af verðlitlum steinum. Venju- lega lét ég hann selja mér smámuni, sem ég hafði hreint ekkert við að gera, einungis vegna þess að mér þótti gam- an að sölumælsku hans, því að í litlu, rykugu búðinni hans Ziska var gler- næla annað og meira en glernæla — hún var, eins og hann gat ávallt talið mönnum trú um, alveg einstök tegund glernælu. Kona dr .Crippens hafði bor- ið þessa nælu; hún hafði fundizt í strútsmaga; hún hafði blekkt indversk- an fursta. Hann taldi mér næstum trú um það eitt sinn, að ryðgaður spánskur hnífur með brotinn odd væri vopnið, sem Charlotte Corday hefði beitt, þegar hún veitti Marat banasár- ið í baðinu. Þetta var vinstri handar hnífur, sagði hann. Einstakt, ótrúlegt tækifæri, verðmætur sögulegur grip- ur, hræódýr, fimm pund. Ekki það? Fjögur pund og fimmtán shillinga? Nei? Fjögur pund. Alls ekki? Skelfi- lega leiðinlegt að horfa upp á vin sinn verða af slíkum reyfarakaupum! En hvað þá um þessa verðmætu gömlu merskúmspípu með sundurnagaða munnstykkið? Þetta var pípan, sem Emile Zola reykti, þegar hann var að skrifa ,Nana‘ — sjáið þér, tóbakskorn loða enn við botninn á hausnum. Bók- hneigður maður ætti ekki að verða af þessum helga grip. Öllum öðrum myndi ég selja hana fyrir fimm pund; mér skyldi hann selja hana fyrir 35 shill- inga. Nei? Hvað þá með þennan kerta- stjaka? Hann var í eigu Balzac. Með þessum sama kertastjakd lýsti hann upp göturnar fyrir George Sand, þeg- ar hún var að ná í almenningsvagn- inn...... Svona hélt hann áfram. Hann lék ávallt á mig í lokin, svo að enn á ég einglyrni Byrons lávarðar, bréfavigt Beethovens, ryðgaðan spjóthaus, sem Ríkharður Ljónshjarta hafði átt, og látúnshring, skreyttan stjörnumerkj- unum, sem ku óbrigðult færa mönnum hamingju. Ég hef aldrei getað losnað við þessa hluti. Hann var gæddur, sem maður segir, persónulegu aðdráttar- afli, þessi einkennilega litli maður. Um leið og hann talaði ,starði hann í augu manns og gretti sig allan og bretti á ógurlegsta hátt. Hann var í fornum sloppi, sem, eins og hann eitt sinn sagði mér, hafði verið í eigu Richard Wagn- er, og það brást ekki, að hann væri með bleika orkídeu í gauðslitnu hnappagatinu. Hann var ómótstæði- legur. Það var Ziska ,sem fann upp hina ó- trúlegu sögu um Feigðarsteininn. Hann bjó hana til á einni svipstundu. Það var eitthvert listamannseðli í Ziska. Hann var orðinn þreyttur á því að segja upp gömlu söguna um það, hvernig ó- ásjálegir litlir hringar og nælur, sem hann seldi, myndu færa konum og mönnum. sem bæru þessa muni, end- anlausa hamingju, svo að hann fann upp nýja sögu. Hann fékk innblástur. Mjög skyndilega. Og ég var hjá honum, þegar það gerðist. Hann var hættur að reyna að selja mér eftirlætis gulltann- stöngull Charles Dickens og hafði tekið af bakka gullhring með inngreyptum steini á stærð við nögl þumalfingurs. Á þennan stein var grafin klaufaleg á- letrun á arabísku. Hann stóð þarna og pírði á hringinn. Ég sá, að hann var að reyna að skálda upp eitthvað ferskt, svo að ég sagði: „Innsigli Salómons konungs, vafalaust?“ Ziska deplaði augunum framan í mig, brosti feimnislega og sagði: „Nei, þetta er ekki innsigli Salómons. Þetta er það sem kallað er Feigðarsteinn- inn“. „Heillasteinn, býst ég við?“ Augu hans ljómuðu, og andlit hans lýsti slíkri ánægju, að hver einasta hrukka minnti á smábros, þegar hann svaraði, „Nei, ungi vinur, þarna skjátl- ast yður. Þetta er einmit ekki heilla- steinn. Þetta er óheillasteinn,“ og hann tísti eins og ánægt barn. Hann hélt áfram, „Hann færir mönn- um óhamingju. Þess vegna er hann kallaður Feigðarsteinninn. Áletrunin þýðir: Örlög manna eru mótlœti. Ef maður er ríður, gerir hann mann fátæk- an. Ef maður er hraustur, gerir hann mann auman. Ef maður er lifandi, verð- ur hann manni von bráðar að bana. Sjá- ið þér? Hann var skorinn af töfra- manni, arabískum töframanni, afar slæmum manni, þótt hann hafi verið arabískur fursti á dögum Saladins. Töframaðurinn gæddi hann miklum töfrum, hræðilegum töfrum. Það er áreiðanlegt, að þessi hringur færir mönnum óhamingju. Ekki hamingju — óhamingju. Ég fullvissa yður um það persónulega. Kostakjör, tuttugu og fimm pund.“ „Og þér ætlizt til, að ég borgi tutt- ugu og fimm pund fyrir þetta, sagði ég. „Og reyndar virðist hann ekki hafa orð- ið yður að meini. Ekkert þvaður, Ziska!“ Af einskærri þolinmæði rétti hann fram höndina, til merkis um þögn, og það brá fyrir einhverju aumkunar- verðu í fari hans, þegar hann sagði: „Svona, svona! Bíðið þér andartak, mað- ur minn. Ég er ekki búinn að segja yður, hvernig töfrarnir verka. Hringur- inn verður alls ekki kaupandanum að meini, né heldur seljanda. Ég keypti steininn, þess vegna er ég óhultur. Ef þér kaupið hann, getur hann ekki orðið yður að meini. En ef þér gefið þenn- an hring, bíða þiggjanda hin hræðileg- ustu örlög. Skiljið þér? Þetta er afar einfalt. Þetta er auðskilið, finnst yður ekki? Arabíski furstinn varð ástfanginn í prinsessu, en hún elskaði annan fursta. Sjáið þér? Svo að furstinn borgaði töfra- manninum of fjár fyrir að gera þennan hring. Síðan þóttist hann votta keppi- naut sínum bróðurást, með því að setja hann á fingur honum. Þrem dögum síð- ar át ljón keppinautinn. En prinsessan, veslings stúlkan; hún fór upp í rúm og dó af sorg. Furstinn, sem sá eftir öllu saman, náði í hringinn og faldi hann. En einn hirðmannanna í höllinni stal honum.“ „Hvað kom fyrir hann? spurði ég og vissi um leið, að Ziska var að ljúga. „Það færir mönnum jafnmikla óham- ingju, er þeir stela honum. Það verður að kaupa hann og borga. Ræningjar réðust á hirðmanninn, skáru hann á háls og stálu af honum hringnum og seldu hann kaupmani í Aleppo. En þeir höfðu ekki borgað fyrir hann, svo að þeir voru handsamaðir og hálshöggnir. En kaupmaðurinn seldi ungum aðals- manni hringinn, svo að hann þurfti engu að kvíða. Hann hafði keypt hann og „Hann var gæddur, sem maður segir, persénulegu aðdráttaralli, þessi ein- kennilegi litli maður." 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.