Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Side 11

Fálkinn - 06.09.1961, Side 11
borgað fyrir hann. Aðalsmaðurinn, sem ávallt var að reyna að ná hylli frænda síns, sem var bæði nízkur og illgjarn, gaf honum hringinn. Og hvað haldið þér? Sama daginn féll þessi illi gamli frændi niður af háu húsþaki og háls- braut sig, og ungi aðalsmaðurinn erfði alla peninga hans. Ég gæti haldið áfram að segja yður frá hringnum í allan dag. Tuttugu og fimm pund?“ „Ég á engan ríkan frænda, og ég á ekki óvin, sem mig langar til að kála. Og ég á ekki tuttugu og fimm pund.“ „Þér haldið ef til vill, að ég sé ekki að segja satt?“ sagði Ziska. „Nei, nei!“ mótmælti ég. „Jú, ég sé það. Þér haldið, að ég sé lygari. Þér eruð sama sem að segja upp í opið geðið á mér, að ég sé lyg- ari. Einmitt, já, og ég sem tel yðui vin minn. Mig langar til þess að gera yður greiða og selja yður hinn fræga* Feigðarstein fyrir tuttugu og fimm pund, og þér kallið mig nánast svika- hrapp, ósvífinn lygara, svindlara! Jæja, þá.“ „Nei, alls ekki, kæri Ziska. Þér meg- ið ekki skilja þetta þannig. Til þess að blíðka hann, varð ég að kaupa brotna postulínsblekbyttu — þá, sem Shakespeare notaði, þegar hann var að skrifa Hamlet. Seinna frétti ég, að Ziska hefði selt Feigðarsteininn tilfinningasamri og mag. urri dömu, sem nízti tönnum milli stemninga og var með dökka bauga und- ir augunum, sem voru þrútin af gráti. Hann vildi fá fimmtíu pund fyrir hring- inn, og það fékk hann. Þetta var sann- gjarnt verð. Hringurinn var fjögurra eða fimm pudna virði, og sagan, eins og hún smám saman þróaðist, var tiltölu- lega ódýr fyrir svo sem fjörtíu og fimm pund. Ég óskaði Ziska til hamingju og gleymdi þessu, þangað til ég sé mikla æsingagrein í sunnudagsblaðinu. Hún hét „Gimsteinar dauðans“, og var sam- sett úr örfáum staðreyndum og upplogn- um sögum um fræga óheillasteina. Við höfum öll lesið slíkt. Greinin var skreytt myndum af hinum fræga Bláa gimsteini, Blóðuga Roðasteininum frá Cawnpore, Perúsmaragðinum og loks Feigðarstein- inum. Þessi furðulegi innsiglishringur átti sér annarlega sögu, las ég. Saga Ziska birtist þarna, að mestu leyti ó- breytt, frá því að ég heyrði hann búa hana til í búðinni. Greinarhöfundur sagði ennfremur, að einhver ólánsöm frú Mace hefði fundið hringinn í lítilli, nafnlausri og óásjá- legri gimsteinaverzlun. Frú Mace, sem trúði á dulareiginleika þessa hræðilega gimsteins, hafði gefið hann svikulum elskhuga, en afbrýðisamur eiginmaður hennar hafði komið elskhuganum á óvart tveimur dögum síðar og lamið hann til dauða með meitli. Frú Mace, sem ekki virtist með fullum sönsum, hafði sagt þessa sögu fyrir rétti. Hún hafði selt Feigðasteininn forvitnum kaupsýslumanni í City, og hafði hann heitið henni því að gefa aldrei hringinn, en engu að síður hafði hann gefið með- eiganda sínum hann dag einn í Sweet- ings og klappað honum kumpánlega á öxlina um leið. Tæpri klukkustund eftir að veslings meðeigandinn hafði sett upp hringinn, varð hann fyrir þungum vörubíl í Cheapsida og lézt þegar. Reyndar var hann undir áhrifum áfengis, þegar hann reikaði út á götuna, en þetta var samt afar einkennilegt, viðurkenndu menn. Það hafði aldrei verið ekið á hann áður. Hringurinn seiðmagnaði, varð nú eign erfingja hans, sem var lítilsigldur ung- ur maður, sem sóaði öllu, falsaði sjö ávísanir, var stungið í fangelsi og dó þar af lungnabólgu. Kaupmiðlarinn, sem nú hafði Feigðar- steininn í fórum sínum, óafturkræfan, notfærði sér þá staðreynd. Bandaríkja- maður keypti hann fyrir talsverða fjár- fúlgu og bætti honum við safn hryll- ingsmuna, sem hann átti. Innbrotsþjóf- ur stal safninu, lögreglumaður kom að honum, svo að hann hafði gripið til byssu sinnar. Þjófurinn skaut lögreglu- manninn í öxlina, en lögreglumaðurinn skaut hann í kviðinn, svo að hann lét lífið á heldur óglæsilegan hátt nokkrum klukkustundum síðar, og hringnum var aftur skilað til eigandans. En kvöld eitt tók dóttir hans, sem hafði verið að drekka með vinum sínum, hringinn úr safni föður síns og setti hann upp í hita leiksins. Hún ögraði Feigðarsteininum, sagði greinarhöfundur. Samkvæmið hélt áfram. Dagur reis, og dóttirin, sem varla gat staðið á löpp- unum, vildi umfram allt fara í ökuferð á öflugum sportvagni. Hún sagðist þurfa að fá sér ferskt loft. Hún ók í hlykkj- um með sjötíu mílna hraða á klukku- stund eftir þjóðveginum, brást eitthvað bogalistin á snarpri beygju og keyrði á. Þar með var hún úr sögunni. Hinn slyppi faðir seldi Feigðarstein- inn milljónamæringi frá Detroit fyrir eitt sent og helgaði kaþólskri trú líf sitt. Og enn einu sinni var Feigðarsteinn- inn kominn á markaðinn. Gengishrunið hrjáði nú Bandaríkin, og milljónamær- ingurinn frá Detroit hafði selt Tortilla gimsteinasafn sitt, til þess að bjarga sér út úr kröggunum. Þessi Tortilla var Frh. á bls. 32 FALKINN 11

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.