Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Side 12

Fálkinn - 06.09.1961, Side 12
1. SíSustu áratugina sem kaþólskt kirkjuvald ríkti í landinu, mátti kalla að höfðingjum kirkjunnar tækist að ganga á milli bols og höfuðs á síðustu höfðingjaættunum, sem áttu erfðir að rekja til valdamanna í landinu, þegar afsalað var sjálfstæði landsins á alþingi 1264. Valdamestu menn sunnan lands skildu, hvert stefndi í þessum efnum. Er það ein megin ástæðan til þess, að þeir studdu hinn nýja sið til valda. En brátt var ljóst, að annað vald verra hinu fyrra var sezt á stól, og bjó brátt þröngan stakk öllum búandmönnum. Konungsvaldið náði undir sig mestum hluta af jarðeignum Skálholtskirkju, Hóladómkirkju og klaustranna. Arður- inn af mörgum tekjumestu jörðum landsins rann út úr landinu. Þjóðin varð vanmegna og skorti allt til framfara, menntunar og velmegunar. Auðurinn af íslenzku starfi rann til fjarlægs lands til uppbyggingar iðnaði rísandi borga í Danaveldi. Gissur biskup Einarsson ætlaði ís- lenzku fólki betri hlut, þegar hann kom siðaskiptunum á. Hann vildi efla mennt- un alþýðunnar í anda fornmenntanna og byggja upp sjálfstæða og þjóðlega bændamenningu í landinu. Honum hefði áreiðanlega orðið stórlega ágengt í þess- um efnum, hefði hans notið við lengur en varð. Hann féll frá í blóma aldurs. Eftirmenn hans á biskupsstóli í Skál- holti, voru ekki þróttmiklir menn, og höfðu ekki aðstöðu né dug til að standa gegn ásælni konungsvaldsins. Aldan til framfara og vakningar, sem Gissur bisk- up Einarsson og félagar hans höfðu vak- ið, hneig í sand, án þess að skilja eftir þau mörk, sem þjóðin þarfnaðist til leiðar. Gissur biskup Einarsson og siðaskipta- mennirnir fyrstu, voru fyrst og fremst hugsjónamenn, sem vildu færa Þjóð sinni nýjan kjark og eldmóð í andleg- um efnum. Þeir voru snortnir af mennt- um samtíðarinnar, til að vekja til nýs lífs menningarminni forn. Gissur biskup lét prenta í Danmörku þýðingu íslenzks manns á nýja testamentinu. Oddur Gott. skálksson var þýðandinn. Hann var mik- ill vinur Gissurar Einarssonar. Oddur virðist hafa verið hægferðugur maður, vel menntaður og sannur baráttumaður. Spor hans liggja lítt á leið þegar athug- uð er saga siðskiptanna. En hann er einn þeirra manna, sem markað hafa djúp spor á merkum tímamótum í sögu okkar íslendinga. Hér verður sagt frá Oddi að nokkru, þó að ekki verði gerð 12 FALKINN Ru full grein fyrir áhrifunum, sem urðu af starfi hans. 2. Oddur var sonur Gottskálks biskups Nikulássonar á Hólum. Gottskálk biskup var af aðalsætt norskri. Hann var at- kvæðamikill biskup og stjórnaði málefn- um Hólastaðar vel. Hann þótti harð- drægur og sótti fast innheimtur staðar- ins og sektir fyrir skírlífisbrot. Var hann síðar kallaður hinn grimmi, en það viðurnefni er sennilega ekki til orð- ið fyrr en á dögum Guðbrandar Þor- lákssonar biskups á Hólum. Guðbrand- ur sótti fast að fá uppreisn fyrir afa sinn, Jón lögmann Sigmundsson, sem hafði farið halloka í málum við Gott- skálk biskup. Til Gottskálks biskups er unnt að rekja ættir. Móðir Odds var Guðrún Eiríksdóttir slógnefs á Grund, Loftssonar ríka Gutt- ormssonar. Ekki er vitað, hvenær Odd- ur er fæddur og lítið er kunnugt um uppvöxt hans. Hann fór ungur til frænda sinna í Noregi og hlaut þar hina beztu menntun. Hann hefur sennilega ungur hrifist af hinni nýja stefnu í trúmálum, enda varð hann mikill hvatamaður sið- skiptanna hér á landi. Oddur dvaldist í Þýzkalandi og Dan- mörku lengi. Þegar hann kom aftur til Islands, réðist hann sveinn Ögmundar biskups Pálssonar í Skálholti. Hann varð mikill vinur Gissurar biskups Einars- sonar, og hafa þeir sennilega kynnzt fyrst erlendis. Eftir að Gissur varð bisk- up, varð Oddur sveinn hans. Meðan Oddur var sveinn Ögmundar biskups, gegndi hann aðallega skrifara- störfum hjá honum. Biskup var orðinn sjónlaus eða nær því blindur. í þennan mund voru nokkrir ungir og framgjarn- ir menn í Skálholti, sem allir voru snortnir af siðbótarstefnunni. Fyrir þeim var Gissur Einarsson. Oddur Gottskálks- son var vel að sér í þýzku, norsku og latínu. Hann hóf þýðingu Nýja testa- mentisins í Skálholti og vann að þýð- ingunni á palli, er hann lét smíða sér í Skálholtsfjósi. Hafði hann betra næði við þýðinguna í fjósinu, en bar því við við Ögmund biskup að hlýrra væri í fjósinu við skriftir. Tók biskup það gott og gilt. Oddur Gottskálksson virðist hafa ver- ið hæglátur maður, óáreitinn við menn, athugull og gefinn fyrir yfirvegun, þeg- ar hann þurfti að taka ákvarðanir. Til er saga af því, hvernig hann snérist til lútherskrar trúar. Hann undraðist mjög, hve margir snérust frá kaþólskri trú til hinnar nýju, en sjálfur fann hann ekki yfirburði þeirrar síðarnefndu. Tók hann það til ráðs þrjár nætur í röð, þegar allir sváfu, að hann reis úr rekkju í skyrtu sinni einni fata, lagðist á bæn og bað þess innilega, að Guð opnaði hjarta sitt og birti sér hinn rétta skiln- ing. Hann vann það heit, að hann skyldi ætíð styðja og styrkja þá trú, sem guð blési honum í brjóst, og birtist í sönn- um og fullum yfirburðum. En þegar þrjár nætur voru liðnar, var Oddur algjörlega afhuga kaþólskunni, og hafði ' gleymt öllum fornum trúarfræðum, eins og hann hefði þau aldrei kunnað né haft hugmynd um. Eftir það fór hann af eigin raun að kynna sér Nýja testa- mentið og önnur rit um sannan kristin- dóm. Sálarstríð hefur Oddur liðið áð- ur en hann tók til þessa ráða. En saga þessi er hin merkasta og lýsir vel skap- gerð hans og föstum ásetningi. Þýðing Odds á Nýja testamentinu kom út í Hróarskeldu 1540. Hann þýddi fleiri siðaskiptarit, sem höfðu mikil áhrif, því að þau voru prentuð. Prestar hafa notað margt úr ritum þessum í prédik- unum sínum og almenningur þannig not- ið af, þó fáir gætu sjálfir numið af bók- um með lestri. Þannig hafði Oddur Gott- skálksson geysimikil áhrif á andlegt líf alþýðunnar í landinu og vann siða- breytingunni mikið gagn. Oddur Gottskálksson var ófáanlegur til að taka prestvígslu, þrátt fyrir það, að Gissur biskup Einarsson hvetti hann mjög til þess. Hann bar því fyrir sig, að hann væri stirðróma og illa máli far- inn. En hann fékk að léni brauð og hélt prest til að þjóna. En það voru presta- köllin Reykholt og Melar í Borgarfirði. Meðan Oddur var í Skálholti, hélt hann bú á Reykjum í Ölfusi, en hann hélt við Þuríði stóru Einarsdóttur, sem áður hafði átt börn með Hítardalsprestum, síra Þórði Einarssyni og Sigmundi bisk- upi Eyjólfssyni og átt börn með báð- um. Líklegt er, að Oddur hafi með henni hlotið Reyki í Ölfusi. Þuríður og Oddur áttu einn son, Pétur að nafni. Hann var fæddur 1543. Hann varð ekki auðnumaður. Hann kvæntist íslenzkri konu og fór með hana til Noregs, og hugðist þar kalla til arfs eftir frændur sína. En honum varð ekki ágengt. Hann andaðist þar, en lét eftir sig tvö börn. 3. Eins og nærri má geta, studdi Gissur biskup Einarsson vin sinn, Odd Gott- skálksson mjög til vegs og valda, meðan hans naut við. En eftir fráfall biskups hefur Oddur einnig notið hans og sam- starfs við hann. Hann átti greiðan að- gang að konungsvaldinu og hlaut hin beztu og auðsælustu lén. Hann fékk

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.